Vegurinn hrundi undan hesti og knapa Sylvía Hall skrifar 24. júlí 2020 10:07 Atvikið varð á miðvikudagsmorgun. Skjáskot Knapar í tveggja daga hestaferð lentu í því óskemmtilega atviki að vegurinn sem þeir riðu á hrundi á einum stað með þeim afleiðingum að einn hesturinn og knapi hans fóru nánast í kollhnís. Atvikið, sem varð við Hítará á Mýrunum á miðvikudagsmorgun, náðist á myndband. „Við vorum að leggja af stað í tveggja daga hestaferð og þetta var upphafið af ævintýri. Rétt áður en við lögðum af stað voru allir kátir en svo allt í einu hverfur hesturinn með knapann. Það er mesta mildi að það hafi ekki orðið alvarlegt slys,“ segir Gestur Andrés Grjetarsson sem var með í ferðinni, en hann ræddi um málið í Bítinu í morgun. Hann segir mikla umferð vera um veginn á hverjum degi. Til að mynda keyri þarna flutningabílar og mjólkurbílar daglega og því ætti hann að þola nokkuð álag. Burðarlagið sé þó ekki betra en þetta. „Akkúrat á þessum stað er sökkhola sem myndast greinilega þegar það rignir. Það grefur undan veginum og burðarlagið á veginum er svo lélegt og lítið sem ekki neitt, þá gefur þetta sig undan hestinum og hesturinn missir fæturna. Bæði hestur og knapi fóru í kollhnís.“ Klippa: Vegur hrynur undan hesti „Óþolandi“ að ástand vega sé ekki betra Gestur segir það ekki nýtt að ástand vegarins megi vera betra. Margoft hafi verið kvartað en ekkert hafi verið gert til þess að gera við veginn. „Það er óþolandi þegar svona er. Það er margbúið að kvarta undan þessum vegi og þessum vegum á mýrunum. Svo heyrir maður í fréttum alls staðar af landinu að það er eitthvað að, alvarleg slys sem eru að gerast út af einhverri handvömm og þeir sem eru að sjá um þetta eru ekki starfi sínu vaxnir,“ segir Gestur. Hann segir bæði knapa og hest vera í þokkalegu ástandi miðað við allt. Knapinn sé nokkuð sprækur en þó stirður og með ljótt mar á baki. Hesturinn lenti verr og er skorin á framfótum. „Við erum að tala um miðaldra hest sem er gamalreyndur, mjög fótviss og knapinn er fæddur og uppalinn í kringum hross og hestamennsku,“ sagði Gestur. Því væri ekki hægt að kenna reynsluleysi um, enda kunni knapinn að detta af baki og stóð strax upp. Ástand veganna væri þó áhyggjuefni. „Það eru fleiri dæmi um svona slys. Þarna fara daglega hestahópar yfir sumarið og þegar rignir og svoleiðis eru vegirnir eins og drullusvað.“ Viðtalið við Gest má heyra hér að neðan. Bítið Hestar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Knapar í tveggja daga hestaferð lentu í því óskemmtilega atviki að vegurinn sem þeir riðu á hrundi á einum stað með þeim afleiðingum að einn hesturinn og knapi hans fóru nánast í kollhnís. Atvikið, sem varð við Hítará á Mýrunum á miðvikudagsmorgun, náðist á myndband. „Við vorum að leggja af stað í tveggja daga hestaferð og þetta var upphafið af ævintýri. Rétt áður en við lögðum af stað voru allir kátir en svo allt í einu hverfur hesturinn með knapann. Það er mesta mildi að það hafi ekki orðið alvarlegt slys,“ segir Gestur Andrés Grjetarsson sem var með í ferðinni, en hann ræddi um málið í Bítinu í morgun. Hann segir mikla umferð vera um veginn á hverjum degi. Til að mynda keyri þarna flutningabílar og mjólkurbílar daglega og því ætti hann að þola nokkuð álag. Burðarlagið sé þó ekki betra en þetta. „Akkúrat á þessum stað er sökkhola sem myndast greinilega þegar það rignir. Það grefur undan veginum og burðarlagið á veginum er svo lélegt og lítið sem ekki neitt, þá gefur þetta sig undan hestinum og hesturinn missir fæturna. Bæði hestur og knapi fóru í kollhnís.“ Klippa: Vegur hrynur undan hesti „Óþolandi“ að ástand vega sé ekki betra Gestur segir það ekki nýtt að ástand vegarins megi vera betra. Margoft hafi verið kvartað en ekkert hafi verið gert til þess að gera við veginn. „Það er óþolandi þegar svona er. Það er margbúið að kvarta undan þessum vegi og þessum vegum á mýrunum. Svo heyrir maður í fréttum alls staðar af landinu að það er eitthvað að, alvarleg slys sem eru að gerast út af einhverri handvömm og þeir sem eru að sjá um þetta eru ekki starfi sínu vaxnir,“ segir Gestur. Hann segir bæði knapa og hest vera í þokkalegu ástandi miðað við allt. Knapinn sé nokkuð sprækur en þó stirður og með ljótt mar á baki. Hesturinn lenti verr og er skorin á framfótum. „Við erum að tala um miðaldra hest sem er gamalreyndur, mjög fótviss og knapinn er fæddur og uppalinn í kringum hross og hestamennsku,“ sagði Gestur. Því væri ekki hægt að kenna reynsluleysi um, enda kunni knapinn að detta af baki og stóð strax upp. Ástand veganna væri þó áhyggjuefni. „Það eru fleiri dæmi um svona slys. Þarna fara daglega hestahópar yfir sumarið og þegar rignir og svoleiðis eru vegirnir eins og drullusvað.“ Viðtalið við Gest má heyra hér að neðan.
Bítið Hestar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent