„Ekki til betri leikur til að rífa sig í gang“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júlí 2020 06:30 Ásgeir Börkur Ásgeirsson í baráttu við Brynjólf Andersen Willumsson í Kórnum í gærkvöld. VÍSIR/DANÍEL „Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og alltaf gaman að vinna Breiðablik. Ég held að við höfum bara átt þetta skilið. Það kannski lá á okkur á ákveðnum tímapunktum en mér leið aldrei eins og að þetta myndi leka inn hjá þeim,“ sagði Ásgeir Börkur en viðurkenndi þó að það hefði aðeins farið um sig á lokamínútum leiksins, þegar hann var farinn meiddur af velli. HK hafði tapað fyrstu þremur heimaleikjum sínum í sumar en kom sér þremur stigum frá fallsæti með sigrinum. „Já, já. Það er nóg eftir af þessu móti en ég er ánægður með leikinn. Við töluðum um það fyrir leik að það væri ekki til betri leikur til að rífa sig í gang en Kópavogsslagurinn. Breiðablik er auðvitað með mjög gott lið, vel drillað lið, eins og við vissum en við erum helvíti góðir líka þó að við höfum ekki náð að sýna það upp á síðkastið. Þetta small hjá okkur í dag,“ sagði Ásgeir Börkur. Hefðu getað dælt boltum inn í allt kvöld án þess að skora Hann tók undir að lið HK hefði eftir slaka frammistöðu að undanförnu nú aftur minnt á liðið sem stóð sig svo vel í fyrra: „Það er kannski óvanalegt hjá okkur í sumar að við höfum verið að hleypa inn mörkum eftir föst leikatriði og annað, en ég held að Breiðablik hefði getað dælt boltum inn í teig í allt kvöld og aldrei skorað. Þannig var tilfinningin í fyrra líka, að það væri ekkert að fara að brjóta okkur.“ Ásgeir Börkur lét finna vel fyrir sér í grannaslagnum og fékk slæm högg, og var með klakapoka og teip um allan fótinn þegar hann ræddi við blaðamann. Hann hafði hlaupið haltrandi um völlinn síðustu mínúturnar áður en honum var skipt af velli seint í leiknum og fann greinilega fyrir höggunum: „Svo er ég líka bara orðinn gamall. Nei, nei, ég var smá lemstraður fyrir leik og fékk svo „dead leg“ og þeir sem hafa lent í því vita að það er ekki gott. Þetta er bara hluti af fótboltanum – maður meiðir sig,“ sagði þungarokkarinn léttur. Pepsi Max-deild karla HK Íslenski boltinn Tengdar fréttir Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
„Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og alltaf gaman að vinna Breiðablik. Ég held að við höfum bara átt þetta skilið. Það kannski lá á okkur á ákveðnum tímapunktum en mér leið aldrei eins og að þetta myndi leka inn hjá þeim,“ sagði Ásgeir Börkur en viðurkenndi þó að það hefði aðeins farið um sig á lokamínútum leiksins, þegar hann var farinn meiddur af velli. HK hafði tapað fyrstu þremur heimaleikjum sínum í sumar en kom sér þremur stigum frá fallsæti með sigrinum. „Já, já. Það er nóg eftir af þessu móti en ég er ánægður með leikinn. Við töluðum um það fyrir leik að það væri ekki til betri leikur til að rífa sig í gang en Kópavogsslagurinn. Breiðablik er auðvitað með mjög gott lið, vel drillað lið, eins og við vissum en við erum helvíti góðir líka þó að við höfum ekki náð að sýna það upp á síðkastið. Þetta small hjá okkur í dag,“ sagði Ásgeir Börkur. Hefðu getað dælt boltum inn í allt kvöld án þess að skora Hann tók undir að lið HK hefði eftir slaka frammistöðu að undanförnu nú aftur minnt á liðið sem stóð sig svo vel í fyrra: „Það er kannski óvanalegt hjá okkur í sumar að við höfum verið að hleypa inn mörkum eftir föst leikatriði og annað, en ég held að Breiðablik hefði getað dælt boltum inn í teig í allt kvöld og aldrei skorað. Þannig var tilfinningin í fyrra líka, að það væri ekkert að fara að brjóta okkur.“ Ásgeir Börkur lét finna vel fyrir sér í grannaslagnum og fékk slæm högg, og var með klakapoka og teip um allan fótinn þegar hann ræddi við blaðamann. Hann hafði hlaupið haltrandi um völlinn síðustu mínúturnar áður en honum var skipt af velli seint í leiknum og fann greinilega fyrir höggunum: „Svo er ég líka bara orðinn gamall. Nei, nei, ég var smá lemstraður fyrir leik og fékk svo „dead leg“ og þeir sem hafa lent í því vita að það er ekki gott. Þetta er bara hluti af fótboltanum – maður meiðir sig,“ sagði þungarokkarinn léttur.
Pepsi Max-deild karla HK Íslenski boltinn Tengdar fréttir Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50
Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15