Mynduðu hnetti á braut um stjörnu sem líkist sólinni í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2020 13:17 Móðurstjarnan TYC 8998-760-1 er í efra vinstra horni myndarinnar og gasrisarnir tveir sjást á miðju hennar og í neðra hægra horni. ESO/Bohn og fleiri Tveir gasrisar sjást á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar á fyrstu myndinni sem stjarnvísindamenn hafa náð af sólkerfi með fleiri en einum hnetti. Sólkerfið er mun yngra en okkar og er talið geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig reikistjörnurnar í okkar eigin sólkerfi mynduðustu og þróuðust. Fáar myndir hafa náðst af fjarreikistjörnum, hnöttum á braut um aðrar stjörnur, þó að menn hafi fundið þúsundir slíkar með hjálp öflugra sjónauka. Enn fátíðara er að mynd náist af tveimur eða fleiri fjarreikistjörnum á braut um sömu stjörnuna. Það hefur gerst tvisvar og í bæði skipti voru það reikistjörnur á braut um stjörnur sem eru alls ólíkar sólinni okkar. Það sem hópi vísindamanna tókst að gera með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle var að ná mynd af fleiri en einni reikistjörnu á braut um stjörnu sem líkist sólinni. Grein um niðurstöður athuganna þeirra birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters í gær. Sólkerfið sem þeir mynduðu nefnist TYC 8998-760-1 og er í um 300 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Flugunni. Gasrisarnir tveir sem ganga um stjörnuna eru mun utar í sólkerfi sínu en jörðin er í okkar, um 160 og 320 sinnum lengra frá móðurstjörnunni en jörðin frá sólu, að því er segir í grein á vef ESO. Til samanburðar eru stóru gasrisarnir í sólkerfinu okkar, Júpíter og Satúrnus, sex og tíu sinnum fjær sólinni en jörðin. Þá eru reikistjörnurnar tvær mun massameiri en gasrisarnir okkar. Sú innri er fjórtán sinnum massameiri en Júpíter og sú ytri sex sinnum efnismeiri. Ungar og heitar reikistjörnur Vísindamenn finna fjarreikistjörnur með óbeinum hætti, annað hvort með því að mæla breytingar á birtu móðurstjarna þeirra þegar reikistjörnurnar ganga á milli þeirra og jarðarinnar eða með því að greina áhrif þyngdarkrafts reikistjarnanna á snúning móðurstjarnanna. Reikistjörnurnar eru sjálfar svo daufar og hverfa í bjarmanum frá móðurstjörnunum að þær sjást ekki með hefðbundnum stjörnusjónaukum. VLT-sjónaukinn er búinn SPHERE-mælitækinu sem felur ljósið frá móðurstjörnunni með búnaði sem nefnist kórónusjá. Ungur aldur sólkerfisins átti þátt í að vísindamönnunum tókst að mynda það. Móðurstjarnan TYV 8998-760-1 er talin um sautján milljón ára gömul en til samanburðar er sólin okkar um 4,6 milljarða ára gömul. Reikistjörnur kólna með tímanum og dofna. Ekki væri hægt að mynda reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar með SPHERE-mælitækinu vegna þess hversu gamlar og daufar þær eru. Reikistjörnurnar í TYC 8998-760-1 eru heitari og gefa frá sér nægilega mikið innrautt ljós til að þær sjáist á mynd sjónaukans. Í framtíðinni vilja vísindamennirnir nota nýjan ELT-sjónauka ESO til þess að rannsaka sólkerfið frekar og kanna hvort að reikistjörnurnar urðu til þar sem þær eru núna eða hvort þær mynduðust innar og færðust utar með tímanum. „Sá möguleiki er fyrir hendi að mælitæki framtíðarinnar, eins og verða á ELT, geti fundið enn minni reikistjörnur í kringum þessa stjörnu. Uppgötvunin er mikilvægur liður í að auka skilning okkar á fjölhnatta sólkerfum og hefur þar með áhrif á skilning okkar á eigin sólkerfi,“ segir Alexander Bohn, doktorsnemi við Leidenháskóla í Hollandi sem hafði umsjón með rannsókninni. Geimurinn Vísindi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Tveir gasrisar sjást á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar á fyrstu myndinni sem stjarnvísindamenn hafa náð af sólkerfi með fleiri en einum hnetti. Sólkerfið er mun yngra en okkar og er talið geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig reikistjörnurnar í okkar eigin sólkerfi mynduðustu og þróuðust. Fáar myndir hafa náðst af fjarreikistjörnum, hnöttum á braut um aðrar stjörnur, þó að menn hafi fundið þúsundir slíkar með hjálp öflugra sjónauka. Enn fátíðara er að mynd náist af tveimur eða fleiri fjarreikistjörnum á braut um sömu stjörnuna. Það hefur gerst tvisvar og í bæði skipti voru það reikistjörnur á braut um stjörnur sem eru alls ólíkar sólinni okkar. Það sem hópi vísindamanna tókst að gera með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle var að ná mynd af fleiri en einni reikistjörnu á braut um stjörnu sem líkist sólinni. Grein um niðurstöður athuganna þeirra birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters í gær. Sólkerfið sem þeir mynduðu nefnist TYC 8998-760-1 og er í um 300 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Flugunni. Gasrisarnir tveir sem ganga um stjörnuna eru mun utar í sólkerfi sínu en jörðin er í okkar, um 160 og 320 sinnum lengra frá móðurstjörnunni en jörðin frá sólu, að því er segir í grein á vef ESO. Til samanburðar eru stóru gasrisarnir í sólkerfinu okkar, Júpíter og Satúrnus, sex og tíu sinnum fjær sólinni en jörðin. Þá eru reikistjörnurnar tvær mun massameiri en gasrisarnir okkar. Sú innri er fjórtán sinnum massameiri en Júpíter og sú ytri sex sinnum efnismeiri. Ungar og heitar reikistjörnur Vísindamenn finna fjarreikistjörnur með óbeinum hætti, annað hvort með því að mæla breytingar á birtu móðurstjarna þeirra þegar reikistjörnurnar ganga á milli þeirra og jarðarinnar eða með því að greina áhrif þyngdarkrafts reikistjarnanna á snúning móðurstjarnanna. Reikistjörnurnar eru sjálfar svo daufar og hverfa í bjarmanum frá móðurstjörnunum að þær sjást ekki með hefðbundnum stjörnusjónaukum. VLT-sjónaukinn er búinn SPHERE-mælitækinu sem felur ljósið frá móðurstjörnunni með búnaði sem nefnist kórónusjá. Ungur aldur sólkerfisins átti þátt í að vísindamönnunum tókst að mynda það. Móðurstjarnan TYV 8998-760-1 er talin um sautján milljón ára gömul en til samanburðar er sólin okkar um 4,6 milljarða ára gömul. Reikistjörnur kólna með tímanum og dofna. Ekki væri hægt að mynda reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar með SPHERE-mælitækinu vegna þess hversu gamlar og daufar þær eru. Reikistjörnurnar í TYC 8998-760-1 eru heitari og gefa frá sér nægilega mikið innrautt ljós til að þær sjáist á mynd sjónaukans. Í framtíðinni vilja vísindamennirnir nota nýjan ELT-sjónauka ESO til þess að rannsaka sólkerfið frekar og kanna hvort að reikistjörnurnar urðu til þar sem þær eru núna eða hvort þær mynduðust innar og færðust utar með tímanum. „Sá möguleiki er fyrir hendi að mælitæki framtíðarinnar, eins og verða á ELT, geti fundið enn minni reikistjörnur í kringum þessa stjörnu. Uppgötvunin er mikilvægur liður í að auka skilning okkar á fjölhnatta sólkerfum og hefur þar með áhrif á skilning okkar á eigin sólkerfi,“ segir Alexander Bohn, doktorsnemi við Leidenháskóla í Hollandi sem hafði umsjón með rannsókninni.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira