Sá grunaði í máli Madeleine talinn tengjast nauðgun frá 2004 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2020 23:43 Christan B er grunaður um aðild að hvarfinu á Madeleine McCann. Vísir/Getty/Samsett Lögreglan í Portúgal rannsakar nú hvort maður sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann geti einnig tengst nauðgun á Algarve í Portúgal, þremur árum fyrir hvarfið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að maðurinn, Christian Brückner, hafi mögulega tengsl við nauðgun á Hazel Behan, 37 ára írskri konu sem ráðist var á nálægt Praia da Luz árið 2004. Madeleine McCann hvarf árið 2007. Portúgalska lögreglan hefur þá sagst ætla að koma öllum sönnunargögnum sem kunni að koma fram í málinu til þýskra kollega sinna, sem rannsaka nú hvarf Madeleine. Þá hefur BBC eftir heimildamönnum sínum að lögregluyfirvöld hafi undir höndum „trúverðugar upplýsingar“ þess efnis að Brückner, sem er 43 ára Þjóðverji, gæti tengst nauðguninni á Behan en í rannsókn á máli hennar lá aldrei neinn undir grun og sönnunargögn eyðilögðust. Síðan þá hafa rannsóknir lögreglunnar þó leitt í ljós að Brückner var sakfelldur fyrir nauðgun í Praia da Luz, sambærilega þeirri sem nú er til rannsóknar. Þó að rannsóknin gæti leitt tengsl mannsins við árásina í ljós yrði hann þó ekki sakfelldur, en fyrningarfrestur nauðgana í Portúgal er 15 ár. Varð viðfangsefni rannsóknarinnar í síðasta mánuði Brückner, sem situr nú í fangelsi í Þýskalandi fyrir nauðgun, varð miðpunktur rannsóknar þýskra og breskra lögregluyfirvalda á hvarfi Madeleine McCann, sem hvarf af hótelherbergi í Praia da Luz á Algarve í Portúgal árið 2007. Hún var þá þriggja ára gömul. Brückner er talinn hafa verið á svæðinu þegar Madeleine hvarf. Lögregluyfirvöld í Bretlandi segja málið enn unnið út frá þeirri forsendu að Madeleine sé á lífi, þar sem aldrei hafi komið fram óyggjandi sönnunargögn fyrir andláti hennar. Þýskir saksóknarar sem hafa haft aðkomu að málinu segjast hins vegar gera ráð fyrir því að Madeleine sé látin. Madeleine McCann Portúgal Þýskaland Bretland Tengdar fréttir Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59 Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43 Því velt upp hvort yfirvöld hafi hunsað ábendingar um manninn sem grunaður er í máli Madeleine Þýskir fjölmiðlar fjalla nú um hvort að rannsakendur á vegum þýsku sambandslögreglunnar hafi hunsað viðvaranir frá rannsakendum í Braunschweig árið 2013 varðandi Christian Brückner 6. júní 2020 20:24 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Lögreglan í Portúgal rannsakar nú hvort maður sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann geti einnig tengst nauðgun á Algarve í Portúgal, þremur árum fyrir hvarfið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að maðurinn, Christian Brückner, hafi mögulega tengsl við nauðgun á Hazel Behan, 37 ára írskri konu sem ráðist var á nálægt Praia da Luz árið 2004. Madeleine McCann hvarf árið 2007. Portúgalska lögreglan hefur þá sagst ætla að koma öllum sönnunargögnum sem kunni að koma fram í málinu til þýskra kollega sinna, sem rannsaka nú hvarf Madeleine. Þá hefur BBC eftir heimildamönnum sínum að lögregluyfirvöld hafi undir höndum „trúverðugar upplýsingar“ þess efnis að Brückner, sem er 43 ára Þjóðverji, gæti tengst nauðguninni á Behan en í rannsókn á máli hennar lá aldrei neinn undir grun og sönnunargögn eyðilögðust. Síðan þá hafa rannsóknir lögreglunnar þó leitt í ljós að Brückner var sakfelldur fyrir nauðgun í Praia da Luz, sambærilega þeirri sem nú er til rannsóknar. Þó að rannsóknin gæti leitt tengsl mannsins við árásina í ljós yrði hann þó ekki sakfelldur, en fyrningarfrestur nauðgana í Portúgal er 15 ár. Varð viðfangsefni rannsóknarinnar í síðasta mánuði Brückner, sem situr nú í fangelsi í Þýskalandi fyrir nauðgun, varð miðpunktur rannsóknar þýskra og breskra lögregluyfirvalda á hvarfi Madeleine McCann, sem hvarf af hótelherbergi í Praia da Luz á Algarve í Portúgal árið 2007. Hún var þá þriggja ára gömul. Brückner er talinn hafa verið á svæðinu þegar Madeleine hvarf. Lögregluyfirvöld í Bretlandi segja málið enn unnið út frá þeirri forsendu að Madeleine sé á lífi, þar sem aldrei hafi komið fram óyggjandi sönnunargögn fyrir andláti hennar. Þýskir saksóknarar sem hafa haft aðkomu að málinu segjast hins vegar gera ráð fyrir því að Madeleine sé látin.
Madeleine McCann Portúgal Þýskaland Bretland Tengdar fréttir Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59 Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43 Því velt upp hvort yfirvöld hafi hunsað ábendingar um manninn sem grunaður er í máli Madeleine Þýskir fjölmiðlar fjalla nú um hvort að rannsakendur á vegum þýsku sambandslögreglunnar hafi hunsað viðvaranir frá rannsakendum í Braunschweig árið 2013 varðandi Christian Brückner 6. júní 2020 20:24 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59
Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43
Því velt upp hvort yfirvöld hafi hunsað ábendingar um manninn sem grunaður er í máli Madeleine Þýskir fjölmiðlar fjalla nú um hvort að rannsakendur á vegum þýsku sambandslögreglunnar hafi hunsað viðvaranir frá rannsakendum í Braunschweig árið 2013 varðandi Christian Brückner 6. júní 2020 20:24