Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Stefán Ó. Jónsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. júlí 2020 17:13 Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. Landsvirkjun hafi staðið í þeirri trú að viðræður við Rio Tinto stæðu enn yfir en að álframleiðandinn hafi ekki svarað tilboði sem lagt var fram vegna erfiðrar stöðu á álmörkuðum. Erfitt sé þó að tjá sig um efnisatriði raforkusamningsins milli Landsvirkjunar og Rio Tinto því síðarnefnda fyrirtækið hafi ekki viljað aflétta trúnaði. Samkeppniseftirlitinu barst formleg kvörtun frá Rio Tinto í dag. Félagið telur Landsvirkjun hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína og fyrir vikið hafi Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, greitt hærra raforkuverð en aðrir álframleiðendur á Íslandi - sem grafi undan samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Gamlir samningar ekki í boði Rio Tinto hefur leitast eftir því að endursemja við Landsvirkjun en samstarf fyrirtækjanna hvílir nú á grunni samnings frá árinu 2010. Rio Tinto segir þennan samning óhagstæðan, ekki síst í núverandi árferði og í samanburði við félög eins og Alcoa á Reyðarfirði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir því ekki að neita að sumir eldri samningar, eins og við Alcoa, séu hagstæðari en þeir sem Rio Tinto hefur búið við. Þeir hafi hins vegar verið gerðir fyrir 20 árum síðan þegar markaðasaðstæður voru allt aðrir, slíkir samningar séu einfaldlega ekki í boði í dag. „Það er rétt að verðið hefur verið að hækka í raforkusamningum Landsvirkjunar og það var vitað þegar við sömdum við Rio Tinto árið 2010. Þessi samningur var skoðaður af ESA á sínum tíma og ekki gerðar neinar athugasemdir við hann,“ segir Hörður. Fyrirtæki sem semji við Landsvirkjun í dag fái þannig raforku á sambærilegum kjörum og Rio Tinto gerði á sínum tíma. Aðstandendur álversins í Straumsvík hafa ýjað að lokun þess síðan í febrúar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Svöruðu ekki tilboði Landsvirkjun hafi hins vegar reynt að koma til móts við Rio Tinto. Fyrirtækinu hafi verið gert tilboð til að mæta þeirri „mjög erfiðu stöðu“ sem ríki á álmörkuðum núna. Tilboðið hafi falið í sér lækkun á raforkuverði en engin viðbrögð hafi hins vegar borist frá Rio Tinto. „Þau hafa ekki svarað því,“ segir Hörður. „Það kemur okkur á óvart að þau séu að leggja fram kvörtun á þessum samningi, sem gerður var fyrir tíu árum síðan að frumkvæði Rio Tinto,“ segir Hörður. Fyrirtækið hafi auk þess farið fram á það að samningurinn við Landsvirkjun yrði langur, en Hörður segir augljóst að hann hafi falið í sér mikla skuldbindingu af hálfu beggja fyrirtækja. „Fyrirtækin réðust í miklar fjárfestingar, t.a.m. fjárfesti Landsvirkjun í Búðarhálsvirkjun sem kostaði u.þ.b. 50 milljarða,“ segir Hörður. „Þannnig að leggja upp málið á þennan hátt núna tíu árum síðar, það kemur okkur á óvart.“ Áfall ef Rio Tinto færi Landsvirkjun hafi ekki gengið út frá öðru en að samningaviðræðurnar við Rio Tinto stæðu enn - „og við vonum að við getum átt áfram samtal um þetta.“ Aftur á móti sé erfitt fyrir Landsvirkjun að tjá sig efnislega um samninginn við Rio Tinto. „Við höfum ítrekað óskað eftir því við Rio Tinto að þau aflétti trúnaði um samninginn. Það er mjög sérstakt að þau skuli leggja fram þessar ásakanir í dag en neita að aflétta trúnaði, sem gerir það erfitt fyrir okkur að ræða innihald samningsins,“ segir Hörður. Hann segist ekki hafa heyrt í Samkeppniseftirlitinu og veit ekki hvenær mögulegrar niðurstöðu gæti verið að vænta þaðan. Hann býst þó við því að málið sé ekki á förum næstum mánuði. Landsvirkjun telji sig þó hafa farið eftir íslenskum og evrópskum samkeppnislögum í einu og öllu. Rúmlega 20 prósent af raforkusölu Landsvirkjunar er til Rio Tinto. Aðspurður segir Hörður því að það yrði verulegt áfall ef Rio Tinto færi úr landi. Stóriðja Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30. júní 2020 20:52 Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. 18. júní 2020 12:33 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. Landsvirkjun hafi staðið í þeirri trú að viðræður við Rio Tinto stæðu enn yfir en að álframleiðandinn hafi ekki svarað tilboði sem lagt var fram vegna erfiðrar stöðu á álmörkuðum. Erfitt sé þó að tjá sig um efnisatriði raforkusamningsins milli Landsvirkjunar og Rio Tinto því síðarnefnda fyrirtækið hafi ekki viljað aflétta trúnaði. Samkeppniseftirlitinu barst formleg kvörtun frá Rio Tinto í dag. Félagið telur Landsvirkjun hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína og fyrir vikið hafi Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, greitt hærra raforkuverð en aðrir álframleiðendur á Íslandi - sem grafi undan samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Gamlir samningar ekki í boði Rio Tinto hefur leitast eftir því að endursemja við Landsvirkjun en samstarf fyrirtækjanna hvílir nú á grunni samnings frá árinu 2010. Rio Tinto segir þennan samning óhagstæðan, ekki síst í núverandi árferði og í samanburði við félög eins og Alcoa á Reyðarfirði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir því ekki að neita að sumir eldri samningar, eins og við Alcoa, séu hagstæðari en þeir sem Rio Tinto hefur búið við. Þeir hafi hins vegar verið gerðir fyrir 20 árum síðan þegar markaðasaðstæður voru allt aðrir, slíkir samningar séu einfaldlega ekki í boði í dag. „Það er rétt að verðið hefur verið að hækka í raforkusamningum Landsvirkjunar og það var vitað þegar við sömdum við Rio Tinto árið 2010. Þessi samningur var skoðaður af ESA á sínum tíma og ekki gerðar neinar athugasemdir við hann,“ segir Hörður. Fyrirtæki sem semji við Landsvirkjun í dag fái þannig raforku á sambærilegum kjörum og Rio Tinto gerði á sínum tíma. Aðstandendur álversins í Straumsvík hafa ýjað að lokun þess síðan í febrúar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Svöruðu ekki tilboði Landsvirkjun hafi hins vegar reynt að koma til móts við Rio Tinto. Fyrirtækinu hafi verið gert tilboð til að mæta þeirri „mjög erfiðu stöðu“ sem ríki á álmörkuðum núna. Tilboðið hafi falið í sér lækkun á raforkuverði en engin viðbrögð hafi hins vegar borist frá Rio Tinto. „Þau hafa ekki svarað því,“ segir Hörður. „Það kemur okkur á óvart að þau séu að leggja fram kvörtun á þessum samningi, sem gerður var fyrir tíu árum síðan að frumkvæði Rio Tinto,“ segir Hörður. Fyrirtækið hafi auk þess farið fram á það að samningurinn við Landsvirkjun yrði langur, en Hörður segir augljóst að hann hafi falið í sér mikla skuldbindingu af hálfu beggja fyrirtækja. „Fyrirtækin réðust í miklar fjárfestingar, t.a.m. fjárfesti Landsvirkjun í Búðarhálsvirkjun sem kostaði u.þ.b. 50 milljarða,“ segir Hörður. „Þannnig að leggja upp málið á þennan hátt núna tíu árum síðar, það kemur okkur á óvart.“ Áfall ef Rio Tinto færi Landsvirkjun hafi ekki gengið út frá öðru en að samningaviðræðurnar við Rio Tinto stæðu enn - „og við vonum að við getum átt áfram samtal um þetta.“ Aftur á móti sé erfitt fyrir Landsvirkjun að tjá sig efnislega um samninginn við Rio Tinto. „Við höfum ítrekað óskað eftir því við Rio Tinto að þau aflétti trúnaði um samninginn. Það er mjög sérstakt að þau skuli leggja fram þessar ásakanir í dag en neita að aflétta trúnaði, sem gerir það erfitt fyrir okkur að ræða innihald samningsins,“ segir Hörður. Hann segist ekki hafa heyrt í Samkeppniseftirlitinu og veit ekki hvenær mögulegrar niðurstöðu gæti verið að vænta þaðan. Hann býst þó við því að málið sé ekki á förum næstum mánuði. Landsvirkjun telji sig þó hafa farið eftir íslenskum og evrópskum samkeppnislögum í einu og öllu. Rúmlega 20 prósent af raforkusölu Landsvirkjunar er til Rio Tinto. Aðspurður segir Hörður því að það yrði verulegt áfall ef Rio Tinto færi úr landi.
Stóriðja Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30. júní 2020 20:52 Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. 18. júní 2020 12:33 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35
Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30. júní 2020 20:52
Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. 18. júní 2020 12:33
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent