Trump biðlar til Bandaríkjamanna að bera grímur fyrir vitum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2020 22:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur íbúa landsins að ganga um með grímur. Getty/ Chip Somodevilla Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að kórónuveirufaraldurinn muni fara stigversnandi áður en hann hægi á sér og bað hann Bandaríkjamenn jafnframt um að bera grímur fyrir vitum. Forsetinn sagði að grímurnar myndu hafa áhrif og að þeir sem bæru þær sýndu „þjóðrækni.“ Trump sjálfur var ekki með grímu á fundinum en hann hefur áður sagt árangur þess að bera grímur lítinn. Aðstoðarmenn og ráðgjafar forsetans hafa að sögn beðið hann um að breyta nálgun sinni í kórónuveiruumræðunni enda hefur tilfellum fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum undanfarnar vikur. Þetta var fyrsti blaðamannafundurinn sem haldinn var í Hvíta húsinu vegna faraldursins eftir að hlé var gert á fundarhöldunum stuttu eftir að Trump ýjaði að því í Apríl að það að sprauta klór í líkamann væri góð leið til að vinna á Covid-19 sjúkdómnum. Málflutningur forsetans virðist, samkvæmt fréttaflutningi BBC, hafa verið samkvæmt handriti og það sem hann sagði var í takt við það sem heilbrigðissérfræðingar í kórónuveiruviðbragðsteyminu hafa sagt frá upphafi. „Við biðlum til allra að þegar þið getið ekki framfylgt félagsforðun verðið þið með grímur fyrir vitum. Fáið ykkur grímu,“ sagði forsetinn. „Hvort sem ykkur líki grímurnar eður ei hafa þær áhrif. Þær skila sínu og við þurfum á allri hjálp að halda.“ Trump hefur sjálfur verið ófús til að klæðast grímu, hið minnsta í návist fjölmiðlamanna, og sást í fyrsta skipti með slíka grímu þegar hann heimsótti hersjúkrahús nýlega. „Við biðlum til Bandaríkjamanna að nota grímur, stunda félagsforðun og huga vel að persónulegum sóttvörnum – þvoið ykkur um hendurnar við hvert tækifæri til að vernda þá sem eru viðkvæmir fyrir,“ bætti forsetinn við. „Við biðlum einnig til ungra Bandaríkjamanna að forðast fjölmenna bari og annað margmenni innandyra. Verið örugg og verið klár.“ Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Heitir því að koma aldrei á grímuskyldu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News að hann muni aldrei gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu í ríkinu. 18. júlí 2020 15:35 Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að kórónuveirufaraldurinn muni fara stigversnandi áður en hann hægi á sér og bað hann Bandaríkjamenn jafnframt um að bera grímur fyrir vitum. Forsetinn sagði að grímurnar myndu hafa áhrif og að þeir sem bæru þær sýndu „þjóðrækni.“ Trump sjálfur var ekki með grímu á fundinum en hann hefur áður sagt árangur þess að bera grímur lítinn. Aðstoðarmenn og ráðgjafar forsetans hafa að sögn beðið hann um að breyta nálgun sinni í kórónuveiruumræðunni enda hefur tilfellum fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum undanfarnar vikur. Þetta var fyrsti blaðamannafundurinn sem haldinn var í Hvíta húsinu vegna faraldursins eftir að hlé var gert á fundarhöldunum stuttu eftir að Trump ýjaði að því í Apríl að það að sprauta klór í líkamann væri góð leið til að vinna á Covid-19 sjúkdómnum. Málflutningur forsetans virðist, samkvæmt fréttaflutningi BBC, hafa verið samkvæmt handriti og það sem hann sagði var í takt við það sem heilbrigðissérfræðingar í kórónuveiruviðbragðsteyminu hafa sagt frá upphafi. „Við biðlum til allra að þegar þið getið ekki framfylgt félagsforðun verðið þið með grímur fyrir vitum. Fáið ykkur grímu,“ sagði forsetinn. „Hvort sem ykkur líki grímurnar eður ei hafa þær áhrif. Þær skila sínu og við þurfum á allri hjálp að halda.“ Trump hefur sjálfur verið ófús til að klæðast grímu, hið minnsta í návist fjölmiðlamanna, og sást í fyrsta skipti með slíka grímu þegar hann heimsótti hersjúkrahús nýlega. „Við biðlum til Bandaríkjamanna að nota grímur, stunda félagsforðun og huga vel að persónulegum sóttvörnum – þvoið ykkur um hendurnar við hvert tækifæri til að vernda þá sem eru viðkvæmir fyrir,“ bætti forsetinn við. „Við biðlum einnig til ungra Bandaríkjamanna að forðast fjölmenna bari og annað margmenni innandyra. Verið örugg og verið klár.“
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Heitir því að koma aldrei á grímuskyldu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News að hann muni aldrei gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu í ríkinu. 18. júlí 2020 15:35 Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira
Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26
Heitir því að koma aldrei á grímuskyldu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News að hann muni aldrei gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu í ríkinu. 18. júlí 2020 15:35
Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54