Trump biðlar til Bandaríkjamanna að bera grímur fyrir vitum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2020 22:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur íbúa landsins að ganga um með grímur. Getty/ Chip Somodevilla Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að kórónuveirufaraldurinn muni fara stigversnandi áður en hann hægi á sér og bað hann Bandaríkjamenn jafnframt um að bera grímur fyrir vitum. Forsetinn sagði að grímurnar myndu hafa áhrif og að þeir sem bæru þær sýndu „þjóðrækni.“ Trump sjálfur var ekki með grímu á fundinum en hann hefur áður sagt árangur þess að bera grímur lítinn. Aðstoðarmenn og ráðgjafar forsetans hafa að sögn beðið hann um að breyta nálgun sinni í kórónuveiruumræðunni enda hefur tilfellum fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum undanfarnar vikur. Þetta var fyrsti blaðamannafundurinn sem haldinn var í Hvíta húsinu vegna faraldursins eftir að hlé var gert á fundarhöldunum stuttu eftir að Trump ýjaði að því í Apríl að það að sprauta klór í líkamann væri góð leið til að vinna á Covid-19 sjúkdómnum. Málflutningur forsetans virðist, samkvæmt fréttaflutningi BBC, hafa verið samkvæmt handriti og það sem hann sagði var í takt við það sem heilbrigðissérfræðingar í kórónuveiruviðbragðsteyminu hafa sagt frá upphafi. „Við biðlum til allra að þegar þið getið ekki framfylgt félagsforðun verðið þið með grímur fyrir vitum. Fáið ykkur grímu,“ sagði forsetinn. „Hvort sem ykkur líki grímurnar eður ei hafa þær áhrif. Þær skila sínu og við þurfum á allri hjálp að halda.“ Trump hefur sjálfur verið ófús til að klæðast grímu, hið minnsta í návist fjölmiðlamanna, og sást í fyrsta skipti með slíka grímu þegar hann heimsótti hersjúkrahús nýlega. „Við biðlum til Bandaríkjamanna að nota grímur, stunda félagsforðun og huga vel að persónulegum sóttvörnum – þvoið ykkur um hendurnar við hvert tækifæri til að vernda þá sem eru viðkvæmir fyrir,“ bætti forsetinn við. „Við biðlum einnig til ungra Bandaríkjamanna að forðast fjölmenna bari og annað margmenni innandyra. Verið örugg og verið klár.“ Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Heitir því að koma aldrei á grímuskyldu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News að hann muni aldrei gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu í ríkinu. 18. júlí 2020 15:35 Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að kórónuveirufaraldurinn muni fara stigversnandi áður en hann hægi á sér og bað hann Bandaríkjamenn jafnframt um að bera grímur fyrir vitum. Forsetinn sagði að grímurnar myndu hafa áhrif og að þeir sem bæru þær sýndu „þjóðrækni.“ Trump sjálfur var ekki með grímu á fundinum en hann hefur áður sagt árangur þess að bera grímur lítinn. Aðstoðarmenn og ráðgjafar forsetans hafa að sögn beðið hann um að breyta nálgun sinni í kórónuveiruumræðunni enda hefur tilfellum fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum undanfarnar vikur. Þetta var fyrsti blaðamannafundurinn sem haldinn var í Hvíta húsinu vegna faraldursins eftir að hlé var gert á fundarhöldunum stuttu eftir að Trump ýjaði að því í Apríl að það að sprauta klór í líkamann væri góð leið til að vinna á Covid-19 sjúkdómnum. Málflutningur forsetans virðist, samkvæmt fréttaflutningi BBC, hafa verið samkvæmt handriti og það sem hann sagði var í takt við það sem heilbrigðissérfræðingar í kórónuveiruviðbragðsteyminu hafa sagt frá upphafi. „Við biðlum til allra að þegar þið getið ekki framfylgt félagsforðun verðið þið með grímur fyrir vitum. Fáið ykkur grímu,“ sagði forsetinn. „Hvort sem ykkur líki grímurnar eður ei hafa þær áhrif. Þær skila sínu og við þurfum á allri hjálp að halda.“ Trump hefur sjálfur verið ófús til að klæðast grímu, hið minnsta í návist fjölmiðlamanna, og sást í fyrsta skipti með slíka grímu þegar hann heimsótti hersjúkrahús nýlega. „Við biðlum til Bandaríkjamanna að nota grímur, stunda félagsforðun og huga vel að persónulegum sóttvörnum – þvoið ykkur um hendurnar við hvert tækifæri til að vernda þá sem eru viðkvæmir fyrir,“ bætti forsetinn við. „Við biðlum einnig til ungra Bandaríkjamanna að forðast fjölmenna bari og annað margmenni innandyra. Verið örugg og verið klár.“
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Heitir því að koma aldrei á grímuskyldu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News að hann muni aldrei gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu í ríkinu. 18. júlí 2020 15:35 Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26
Heitir því að koma aldrei á grímuskyldu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News að hann muni aldrei gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu í ríkinu. 18. júlí 2020 15:35
Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54