Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 21. júlí 2020 16:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leggur mikinn metnað í að spila fyrir íslenska landsliðið og hefur spilað fyrir það 119 leiki. VÍSIR/VILHELM Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. Gunnhildur Yrsa er samningsbundinn Utah Royals út næsta ár en tímabilið í Bandaríkjunum í ár hefur verið afar óvenjulegt vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað hefðbundins tímabils í úrvalsdeildinni hefur verið spilað hraðmót frá 27. júní. Utah féll þar úr keppni um síðustu helgi, eftir tap í vítakeppni gegn Houston Dash. Gengur ekki að ferðast frá Bandaríkjunum í landsleiki „Ef að ég fer eitthvað þá verður það á lánssamningi því ég er enn á samningi hér. En ég þarf eiginlega að koma til Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í september, október, nóvember og desember. Það gengur eiginlega ekki að ég sé þá í Bandaríkjunum, þurfi að koma til Íslands í sóttkví, ferðast í leikina og fara svo í 14 daga sóttkví þegar ég kem aftur til Bandaríkjanna. Ég er enn að sjá bestu möguleikana í þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa í samtali við Vísi. Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli 17. september, og Svíþjóð fimm dögum síðar, þegar undankeppni EM heldur áfram. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gunnhildur Yrsa rætt við Íslandsmeistara Vals en hún vill sjálf ekkert gefa uppi um hvort hún sé á leið á Hlíðarenda: „Ég hef ekkert ákveðið. Ég hef alveg rætt við félagið [Utah Royals] áður [um möguleikann á að fara að láni] en það vill ekki ræða þessi mál akkúrat núna. Ég ætla bara að taka nokkurra daga frí og sjá svo hvað ég geri,“ segir Gunnhildur Yrsa. View this post on Instagram You can feel the energy. A post shared by Utah Royals FC (@utahroyalsfc) on Jun 10, 2020 at 4:06pm PDT Ósanngjarnt að láta leikmann velja félagslið fram yfir landslið Forráðamenn Utah Royals vilja helst hafa Gunnhildi til taks fari svo að annað mót verði sett af stað, og hún er ánægð hjá félaginu, en óvissa ríkir um frekara mótahald. „En þeir skilja líka hvernig þetta er með landsliðið, og held að þeir séu alveg opnir fyrir því að þótt að það verði eitthvað mót þá sé erfitt fyrir mig að velja það fram yfir landsliðið. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess af leikmanni að velja klúbbinn yfir landsliðið, fyrir kannski nokkra leiki,“ segir Gunnhildur Yrsa. Fái hún leyfi til að fara að láni segir hún óvíst hvar hún endi: „Ég hef talað við nokkur félög á Íslandi og í Evrópu. Félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar ekki fyrr en í ágúst svo að það er þannig séð ekkert stress. Ég er hvort sem er á leið í frí til Íslands, fer þá í sóttkví og get tekið stöðuna næstu daga.“ Gunnhildur Yrsa, sem á að baki 119 A-landsleiki, hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2013 eftir að hafa unnið Íslands- og bikarmeistaratitil með Stjörnunni. Hún lék lengst af í Noregi en fór til Utah árið 2018 og hefur einnig verið að láni hjá Adelaide United í Ástralíu. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. Gunnhildur Yrsa er samningsbundinn Utah Royals út næsta ár en tímabilið í Bandaríkjunum í ár hefur verið afar óvenjulegt vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað hefðbundins tímabils í úrvalsdeildinni hefur verið spilað hraðmót frá 27. júní. Utah féll þar úr keppni um síðustu helgi, eftir tap í vítakeppni gegn Houston Dash. Gengur ekki að ferðast frá Bandaríkjunum í landsleiki „Ef að ég fer eitthvað þá verður það á lánssamningi því ég er enn á samningi hér. En ég þarf eiginlega að koma til Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í september, október, nóvember og desember. Það gengur eiginlega ekki að ég sé þá í Bandaríkjunum, þurfi að koma til Íslands í sóttkví, ferðast í leikina og fara svo í 14 daga sóttkví þegar ég kem aftur til Bandaríkjanna. Ég er enn að sjá bestu möguleikana í þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa í samtali við Vísi. Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli 17. september, og Svíþjóð fimm dögum síðar, þegar undankeppni EM heldur áfram. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gunnhildur Yrsa rætt við Íslandsmeistara Vals en hún vill sjálf ekkert gefa uppi um hvort hún sé á leið á Hlíðarenda: „Ég hef ekkert ákveðið. Ég hef alveg rætt við félagið [Utah Royals] áður [um möguleikann á að fara að láni] en það vill ekki ræða þessi mál akkúrat núna. Ég ætla bara að taka nokkurra daga frí og sjá svo hvað ég geri,“ segir Gunnhildur Yrsa. View this post on Instagram You can feel the energy. A post shared by Utah Royals FC (@utahroyalsfc) on Jun 10, 2020 at 4:06pm PDT Ósanngjarnt að láta leikmann velja félagslið fram yfir landslið Forráðamenn Utah Royals vilja helst hafa Gunnhildi til taks fari svo að annað mót verði sett af stað, og hún er ánægð hjá félaginu, en óvissa ríkir um frekara mótahald. „En þeir skilja líka hvernig þetta er með landsliðið, og held að þeir séu alveg opnir fyrir því að þótt að það verði eitthvað mót þá sé erfitt fyrir mig að velja það fram yfir landsliðið. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess af leikmanni að velja klúbbinn yfir landsliðið, fyrir kannski nokkra leiki,“ segir Gunnhildur Yrsa. Fái hún leyfi til að fara að láni segir hún óvíst hvar hún endi: „Ég hef talað við nokkur félög á Íslandi og í Evrópu. Félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar ekki fyrr en í ágúst svo að það er þannig séð ekkert stress. Ég er hvort sem er á leið í frí til Íslands, fer þá í sóttkví og get tekið stöðuna næstu daga.“ Gunnhildur Yrsa, sem á að baki 119 A-landsleiki, hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2013 eftir að hafa unnið Íslands- og bikarmeistaratitil með Stjörnunni. Hún lék lengst af í Noregi en fór til Utah árið 2018 og hefur einnig verið að láni hjá Adelaide United í Ástralíu.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira