Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Andri Eysteinsson skrifar 20. júlí 2020 15:23 Gamli Herjólfur mun sigla á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli. Vísir/Vilhelm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. Að óbreyttu fer sigling Herjólfs III í síðustu vinnustöðvun fyrir félagsdóm Í samtali við Vísi segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins, að á meðan samtal sé í gangi á milli aðila deilunnar sé hann bjartsýnn á framhaldið. Fyrirhugað er að funda í deilunni seinnipartinn í dag að sögn Bergs en gefið hefur verið út að Herjólfur III fyrirrennari Herjólfs muni sigla á milli lands og eyja á meðan að vinnustöðvun stendur yfir. Slíkt var einnig uppi á teningnum við síðustu vinnustöðvun á Herjólfi sem fram fór í liðinni viku. Eftir þá ákvörðun rekstraraðila ferjunnar sagði Bergur í samtali við fréttastofu að mögulega yrði málinu vísað til félagsdóms. „Stjórn Sjómannafélagsins er búin að funda og hefur ákveðið að vísa málinu áfram til lögmanns félagsins sem mun, að óbreyttu, sækja málið fyrir félagsdómi,“ sagði Bergur í dag. Við vinnustöðvun í síðustu viku safnaðist saman hópur fólks á Vestmannaeyjahöfn og voru margir ósáttir við það að Herjólfur III sigldi milli hafna. Sagði Sjómannafélagið um væri að ræða klárt verkfallsbrot en Herjólfur ohf. telur að svo sé ekki. Bergur sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 15. júlí eftir útspil Herjólfs ohf. að Sjómannafélagið hafi ekki verið tilbúið fyrir þennan „skrípaleik“ en yrði tilbúnir í næstu vinnustöðvun. „Það kemur í ljós,“ sagði Bergur spurður út í aðgerðir Sjómannafélagsins fyrir næstu vinnustöðvun. Í samtali við Vísi í dag sagði Bergur þó að ekki hefði verið tekin ákvörðun um aðgerðir vegna fyrirhugaðra siglinga Herjólfs III á meðan að á vinnustöðvun stendur. Í tilkynningu Herjólfs ohf. segir að framkvæmdastjórn félagsins telji að tryggja þurfi samgöngur milli lands og Eyja og því verði siglt. Undirmenn í áhöfn ferjunnar muni koma úr röðum annarra stéttarfélaga en Sjómannafélagsins og siglt verði með lágmarksþjónustu. „Enda er þetta eina samgöngukerfið sem tryggir aðgengi íbúa og lögaðila að nauðsynlegri þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. Að óbreyttu fer sigling Herjólfs III í síðustu vinnustöðvun fyrir félagsdóm Í samtali við Vísi segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins, að á meðan samtal sé í gangi á milli aðila deilunnar sé hann bjartsýnn á framhaldið. Fyrirhugað er að funda í deilunni seinnipartinn í dag að sögn Bergs en gefið hefur verið út að Herjólfur III fyrirrennari Herjólfs muni sigla á milli lands og eyja á meðan að vinnustöðvun stendur yfir. Slíkt var einnig uppi á teningnum við síðustu vinnustöðvun á Herjólfi sem fram fór í liðinni viku. Eftir þá ákvörðun rekstraraðila ferjunnar sagði Bergur í samtali við fréttastofu að mögulega yrði málinu vísað til félagsdóms. „Stjórn Sjómannafélagsins er búin að funda og hefur ákveðið að vísa málinu áfram til lögmanns félagsins sem mun, að óbreyttu, sækja málið fyrir félagsdómi,“ sagði Bergur í dag. Við vinnustöðvun í síðustu viku safnaðist saman hópur fólks á Vestmannaeyjahöfn og voru margir ósáttir við það að Herjólfur III sigldi milli hafna. Sagði Sjómannafélagið um væri að ræða klárt verkfallsbrot en Herjólfur ohf. telur að svo sé ekki. Bergur sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 15. júlí eftir útspil Herjólfs ohf. að Sjómannafélagið hafi ekki verið tilbúið fyrir þennan „skrípaleik“ en yrði tilbúnir í næstu vinnustöðvun. „Það kemur í ljós,“ sagði Bergur spurður út í aðgerðir Sjómannafélagsins fyrir næstu vinnustöðvun. Í samtali við Vísi í dag sagði Bergur þó að ekki hefði verið tekin ákvörðun um aðgerðir vegna fyrirhugaðra siglinga Herjólfs III á meðan að á vinnustöðvun stendur. Í tilkynningu Herjólfs ohf. segir að framkvæmdastjórn félagsins telji að tryggja þurfi samgöngur milli lands og Eyja og því verði siglt. Undirmenn í áhöfn ferjunnar muni koma úr röðum annarra stéttarfélaga en Sjómannafélagsins og siglt verði með lágmarksþjónustu. „Enda er þetta eina samgöngukerfið sem tryggir aðgengi íbúa og lögaðila að nauðsynlegri þjónustu,“ segir í tilkynningunni.
Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira