Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2020 08:30 Heimir var sáttur með sigurinn í gær og taldi ummæli Óskars Hrafns um rán ekki alveg eiga rétt á sér. Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. Sigurinn þýðir að Valur er komið upp í 2. sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum KR. „Frábær stemning á leiknum og stuðningsmenn Vals létu vel í sér heyra – sem þeir hafa gert frá því mótið byrjaði – og það hefði verið ömurlegt að fara heim með tap,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, er hann ræddi við þá Kjartan Atla Kjartansson og Tómas Inga Tómasson í Pepsi Max tilþrifunum eftir leikinn í gærkvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson – þjálfari Blika – talaði um að sigur Vals hefði verið þjófnaður eftir leik. Heimir var spurður út í þau ummæli. „Mér fannst þetta ekki vera rán en auðvitað áttu þeir sína möguleika. Ég man samt ekki eftir því að Hannes [Þór Halldórsson, markvörður liðsins] hafi þurft að taka á honum stóra sínum. En eins og ég sagði áðan þá eru þeir frábærir út á vellinum, láta boltann ganga hratt á milli manna en mér fannst þeir ekki skapa mikið af opnum færum á móti okkur.“ Hannes Þór var frábær í marki Vals í gær.Vísir/HAG „Hann hefur gott hugarfar og er góður á ákveðnum stöðum á vellinum – betri en flestir,“ sagði Heimir um Kristinn Frey Sigurðsson. „Auðvitað viltu gera betur á heimavelli. Segir sig sjálft að við höfum aðeins fengið eitt stig af níu mögulegum. Höfum verið klaufar eins og á móti Stjörnunni þar sem við fengum tækifæri til að gera út um leikinn en gerðum það ekki. Útivallarárangurinn hefur verið fínn en við þurfum að bæta heimavallarárangurinn því maður vill gera heimavöllinn að gryfju,“ sagði Heimir um leiki Vals til þessa í sumar. „Ég held að það sé alveg á hreinu. Við höfum séð það í leikjunum – sem er reyndar jákvætt þar sem leikirnir hafa verið opnari en gengur og gerist í fyrstu umferðinum. Meira um varnarmistö og verið að gefa auðveld mörk. Liðin eiga eftir að bæta sig þegar líður á,“ var svarið þegar Heimir var spurður út í muninn á sumrinu í ár og áður eftir allt sem hefur gengið á. Hversu sáttur er Heimir með 13 stig úr sjö leikjum spurði Tómas Ingi. „Fimmtán eða sextán hefði ég verið sáttur við en við tökum þrettán og höldum áfram. Einn leikur í einu,“ sagði Heimir að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira
Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. Sigurinn þýðir að Valur er komið upp í 2. sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum KR. „Frábær stemning á leiknum og stuðningsmenn Vals létu vel í sér heyra – sem þeir hafa gert frá því mótið byrjaði – og það hefði verið ömurlegt að fara heim með tap,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, er hann ræddi við þá Kjartan Atla Kjartansson og Tómas Inga Tómasson í Pepsi Max tilþrifunum eftir leikinn í gærkvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson – þjálfari Blika – talaði um að sigur Vals hefði verið þjófnaður eftir leik. Heimir var spurður út í þau ummæli. „Mér fannst þetta ekki vera rán en auðvitað áttu þeir sína möguleika. Ég man samt ekki eftir því að Hannes [Þór Halldórsson, markvörður liðsins] hafi þurft að taka á honum stóra sínum. En eins og ég sagði áðan þá eru þeir frábærir út á vellinum, láta boltann ganga hratt á milli manna en mér fannst þeir ekki skapa mikið af opnum færum á móti okkur.“ Hannes Þór var frábær í marki Vals í gær.Vísir/HAG „Hann hefur gott hugarfar og er góður á ákveðnum stöðum á vellinum – betri en flestir,“ sagði Heimir um Kristinn Frey Sigurðsson. „Auðvitað viltu gera betur á heimavelli. Segir sig sjálft að við höfum aðeins fengið eitt stig af níu mögulegum. Höfum verið klaufar eins og á móti Stjörnunni þar sem við fengum tækifæri til að gera út um leikinn en gerðum það ekki. Útivallarárangurinn hefur verið fínn en við þurfum að bæta heimavallarárangurinn því maður vill gera heimavöllinn að gryfju,“ sagði Heimir um leiki Vals til þessa í sumar. „Ég held að það sé alveg á hreinu. Við höfum séð það í leikjunum – sem er reyndar jákvætt þar sem leikirnir hafa verið opnari en gengur og gerist í fyrstu umferðinum. Meira um varnarmistö og verið að gefa auðveld mörk. Liðin eiga eftir að bæta sig þegar líður á,“ var svarið þegar Heimir var spurður út í muninn á sumrinu í ár og áður eftir allt sem hefur gengið á. Hversu sáttur er Heimir með 13 stig úr sjö leikjum spurði Tómas Ingi. „Fimmtán eða sextán hefði ég verið sáttur við en við tökum þrettán og höldum áfram. Einn leikur í einu,“ sagði Heimir að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40
Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15