Hænsnabóndi í Garðabæ segir skemmtilegt að halda hænur í borg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2020 21:00 Hænsnabóndi í Garðabæ segir bæði umhverfisvænt og skemmtilegt að halda hænur í borg. Þrátt fyrir að þær laumi sér stundum í garð nágrannans séu þær þægileg heimilisdýr. Undanfarin ár hefur hænsnahald í þéttbýli aukist og víða má sjá hænur í húsagörðum í borginni. Garðbæingurinn Sigríður Þóra er ein þeirra sem heldur hænur í borg. „Ég ákvað að gefa manninum mínum tvær hænu í afmælisgjöf. En þetta kom líka til út frá því að við vorum að byrja að flokka meira,“ sagði Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, hænsnabóndi í Garðabæ. Sú hugsun að geta gefið hænunum matarafganga - í stað þess að fleygja þeim í ruslið varð meðal annars til þess að þau sóttu um leyfi til hænsnahalds. Hænurnar voru upphaflega þrjár og lá því beinast við að skíra þær í höfuðið á frægu þríeyki. Urðu nöfn söngkvennana í hljómsveitinni Destiny's child fyrir valinu. „Þannig þær heita Beoncéy og Kelly sem er því miður farin frá okkur og hin, því það man enginn hvað elsku Michelle heitir,“ sagði Sigríður Þóra. Sigríður Þóra og Úlfur Orri athuga hvort þau fái egg með morgunverðinum.STÖÐ2 Hver hæna verpir um þremur eggjum á fjórum dögum og er fjölskyldan því hætt að versla egg í matvöruverslun. Sigríður Þóra segir það dásamlegt að geta sótt egg út í garð til mateldis. „Pabbi kemur stundum og fyllir á eggjabakkann þegar þær eru búnar að vera duglegar að verpa.“ Ýmir Örn maður Sigríðar Þóru smíðaði hænsnakofa undir fuglana. Sonurinn Úlfur Orri unir sér vel í kringum hænurnar sem eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru. Húsgarðurinn er afgirtur þannig hænurnar fá oftast að leika lausum hala. „Það hefur líka orðið til þess að þær hafa stungið af og ein þeirra á það til að ílengjast stundum næturlangt.“ Hefur Sigríður Þóra stundum þurft að sækja þær í nærliggjandi garða. Hænunum þykir best að sofa uppi í tré og reglulega kíkja þær í heimsókn inn á heimili fjölskyldunnar. Hænurnar eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru.STÖÐ2 Dýr Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Hænsnabóndi í Garðabæ segir bæði umhverfisvænt og skemmtilegt að halda hænur í borg. Þrátt fyrir að þær laumi sér stundum í garð nágrannans séu þær þægileg heimilisdýr. Undanfarin ár hefur hænsnahald í þéttbýli aukist og víða má sjá hænur í húsagörðum í borginni. Garðbæingurinn Sigríður Þóra er ein þeirra sem heldur hænur í borg. „Ég ákvað að gefa manninum mínum tvær hænu í afmælisgjöf. En þetta kom líka til út frá því að við vorum að byrja að flokka meira,“ sagði Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, hænsnabóndi í Garðabæ. Sú hugsun að geta gefið hænunum matarafganga - í stað þess að fleygja þeim í ruslið varð meðal annars til þess að þau sóttu um leyfi til hænsnahalds. Hænurnar voru upphaflega þrjár og lá því beinast við að skíra þær í höfuðið á frægu þríeyki. Urðu nöfn söngkvennana í hljómsveitinni Destiny's child fyrir valinu. „Þannig þær heita Beoncéy og Kelly sem er því miður farin frá okkur og hin, því það man enginn hvað elsku Michelle heitir,“ sagði Sigríður Þóra. Sigríður Þóra og Úlfur Orri athuga hvort þau fái egg með morgunverðinum.STÖÐ2 Hver hæna verpir um þremur eggjum á fjórum dögum og er fjölskyldan því hætt að versla egg í matvöruverslun. Sigríður Þóra segir það dásamlegt að geta sótt egg út í garð til mateldis. „Pabbi kemur stundum og fyllir á eggjabakkann þegar þær eru búnar að vera duglegar að verpa.“ Ýmir Örn maður Sigríðar Þóru smíðaði hænsnakofa undir fuglana. Sonurinn Úlfur Orri unir sér vel í kringum hænurnar sem eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru. Húsgarðurinn er afgirtur þannig hænurnar fá oftast að leika lausum hala. „Það hefur líka orðið til þess að þær hafa stungið af og ein þeirra á það til að ílengjast stundum næturlangt.“ Hefur Sigríður Þóra stundum þurft að sækja þær í nærliggjandi garða. Hænunum þykir best að sofa uppi í tré og reglulega kíkja þær í heimsókn inn á heimili fjölskyldunnar. Hænurnar eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru.STÖÐ2
Dýr Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira