Sjá fleiri atlögur að mannréttindum og lýðræði Sylvía Hall skrifar 19. júlí 2020 10:39 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Vísir/Vilhelm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir mörg ríki hafa nýtt sér kórónuveirufaraldurinn til þess að ganga á mannréttindi borgaranna. Síðari ár hafi stofnunin séð atlögur að mannréttindum og lýðræði í auknu mæli. Ingibjörg ræddi starfslokin í Sprengisandi í morgun. Á dögunum var ákveðið að Ingibjörg og aðrir forystumenn innan stofnunarinnar myndu ekki starfa áfram. Fulltrúar Aserbaídsjan og Tadsíkistan mótmæltu því að fjölmiðlafulltrúinn yrði endurráðinn, Tadsíkar, Tyrkir og Egyptar lögðust gegn því að Ingibjörg yrði áfram í starfi og fór því svo að hún lét af störfum í gær þegar ráðningartími hennar kláraðist. Ráðningarnar héldust allar í hendur og framlenging á starfssamningi þeirra átti að gera það sömuleiðis en Ingibjörg sagði ráðningarnar hafa verið afgreiddar sem „einn pakka“ á sínum tíma. Forsendan fyrir því að þau myndu starfa áfram var að öll aðildarríki myndu sammælast um það. Síðasti dagur Ingibjargar í starfi var í gær og var hennar síðasta verk að gefa út skýrslu um hvernig aðildarríkin hafa innleitt neyðaraðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þar var farið yfir þá málaflokka sem heyra undir stofnunina og skoðað hvernig ríkin hafa staðið að málum. Hún segir eðlilegt að ríki hafi þurft að fórna ýmsum grundvallarmannréttindum til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Til að mynda hafi verið eðlilegt að setja fundafrelsinu skorður, enda hafi þurft að setja á samkomubann svo smit myndi ekki breiðast út. Margir hafi þó nýtt sér aðstæðurnar til að ganga lengra en þörf var á. Að sögn Ingibjargar er grundvallarreglan við slíkar aðstæður að allar aðgerðir séu tímabundnar og miði að því að ná ákveðnu markmiði. Þá eigi ekki að ganga lengra en nauðsyn krefur. Stofnunin hafi þó séð dæmi þess að ríki hafi „nýtt sér ferðina“ og sett íþyngjandi reglur sem voru oft ótímabundnar eða til lengri tíma. Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. 14. júlí 2020 18:17 Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir mörg ríki hafa nýtt sér kórónuveirufaraldurinn til þess að ganga á mannréttindi borgaranna. Síðari ár hafi stofnunin séð atlögur að mannréttindum og lýðræði í auknu mæli. Ingibjörg ræddi starfslokin í Sprengisandi í morgun. Á dögunum var ákveðið að Ingibjörg og aðrir forystumenn innan stofnunarinnar myndu ekki starfa áfram. Fulltrúar Aserbaídsjan og Tadsíkistan mótmæltu því að fjölmiðlafulltrúinn yrði endurráðinn, Tadsíkar, Tyrkir og Egyptar lögðust gegn því að Ingibjörg yrði áfram í starfi og fór því svo að hún lét af störfum í gær þegar ráðningartími hennar kláraðist. Ráðningarnar héldust allar í hendur og framlenging á starfssamningi þeirra átti að gera það sömuleiðis en Ingibjörg sagði ráðningarnar hafa verið afgreiddar sem „einn pakka“ á sínum tíma. Forsendan fyrir því að þau myndu starfa áfram var að öll aðildarríki myndu sammælast um það. Síðasti dagur Ingibjargar í starfi var í gær og var hennar síðasta verk að gefa út skýrslu um hvernig aðildarríkin hafa innleitt neyðaraðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þar var farið yfir þá málaflokka sem heyra undir stofnunina og skoðað hvernig ríkin hafa staðið að málum. Hún segir eðlilegt að ríki hafi þurft að fórna ýmsum grundvallarmannréttindum til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Til að mynda hafi verið eðlilegt að setja fundafrelsinu skorður, enda hafi þurft að setja á samkomubann svo smit myndi ekki breiðast út. Margir hafi þó nýtt sér aðstæðurnar til að ganga lengra en þörf var á. Að sögn Ingibjargar er grundvallarreglan við slíkar aðstæður að allar aðgerðir séu tímabundnar og miði að því að ná ákveðnu markmiði. Þá eigi ekki að ganga lengra en nauðsyn krefur. Stofnunin hafi þó séð dæmi þess að ríki hafi „nýtt sér ferðina“ og sett íþyngjandi reglur sem voru oft ótímabundnar eða til lengri tíma.
Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. 14. júlí 2020 18:17 Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. 14. júlí 2020 18:17
Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02