Segir „grimmilega aðför“ Icelandair að FFÍ óskiljanlegan afleik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2020 20:09 Jóhanna Sigurðardóttir var formaður Flugfreyjufélags Íslands á sjöunda áratug síðustu aldar. Johannes Jansson/norden.org Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, birtir í dag Facebook-færslu þar sem hún segir að það sem hún kallar „grimmilega aðför Icelandair að Flugfreyjufélagi Íslands“ sé óskiljanlegur afleikur og mistök. Icelandair tilkynnti í gær að kjaraviðræðum sem staðið hafa yfir við FFÍ hafi verið slitið og að öllum flugfreyjum og þjónum félagsins yrði sagt upp. „Halda forsvarsmenn félagsins virkilega að það sé leiðin út úr vandanum að knésetja flugfreyjur/flugþjóna og stinga þau í bakið? Trúa þeir því í raun og veru að þetta sé leiðin að liðsinni lífeyrissjóðanna og stjórnvalda? Hvílík heimska,“ skrifar Jóhanna, sem gegndi embætti formanns Flugfreyjufélags Íslands á árunum 1966 til 1969. Þá segir hún að með því að sniðganga Flugfreyjufélagið sé verið að færa verkalýðsbaráttu meira en öld aftur í tímann, „þar sem launafólk, ekki síst konur, var beitt kúgun, ofbeldi og hótunum af atvinnurekendum.“ Hvaða fordæmi er verið að skapa með svona ógnarstjórnun? „Að atvinnurekendur geti bara leitað á önnur mið ef launþegar lúta ekki vilja þeirra? Þá sé leiðin bara að lama verkalýðshreyfinguna og stuðla að annars konar stéttarbaráttu þar sem leikreglur atvinnurekenda ráða för?“ spyr Jóhanna. Hún bætir þá við að við aðstæður sem þessar geti ríkisstjórnin ekki setið hjá aðgerðalaus. Hún hafi skyldu til þess að forða gífurlegum átökum á vinnumarkaðnum, sem ekki sjái fyrir endann á. Aðilar funda þrátt fyrir fréttir gærdagsins Þó að Icelandair hafi í gær tilkynnt um viðræðuslit og uppsagnir flugfreyja og þjóna virðist öll von ekki úti enn. Samninganefndir Icelandair og Flugfreyjufélagsins funda nú í húsnæði ríkissáttasemjara, og því útlit fyrir að aðilar vilji reyna hvað þeir geta í lokatilraun til þess að ná saman. Kjaramál Icelandair Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, birtir í dag Facebook-færslu þar sem hún segir að það sem hún kallar „grimmilega aðför Icelandair að Flugfreyjufélagi Íslands“ sé óskiljanlegur afleikur og mistök. Icelandair tilkynnti í gær að kjaraviðræðum sem staðið hafa yfir við FFÍ hafi verið slitið og að öllum flugfreyjum og þjónum félagsins yrði sagt upp. „Halda forsvarsmenn félagsins virkilega að það sé leiðin út úr vandanum að knésetja flugfreyjur/flugþjóna og stinga þau í bakið? Trúa þeir því í raun og veru að þetta sé leiðin að liðsinni lífeyrissjóðanna og stjórnvalda? Hvílík heimska,“ skrifar Jóhanna, sem gegndi embætti formanns Flugfreyjufélags Íslands á árunum 1966 til 1969. Þá segir hún að með því að sniðganga Flugfreyjufélagið sé verið að færa verkalýðsbaráttu meira en öld aftur í tímann, „þar sem launafólk, ekki síst konur, var beitt kúgun, ofbeldi og hótunum af atvinnurekendum.“ Hvaða fordæmi er verið að skapa með svona ógnarstjórnun? „Að atvinnurekendur geti bara leitað á önnur mið ef launþegar lúta ekki vilja þeirra? Þá sé leiðin bara að lama verkalýðshreyfinguna og stuðla að annars konar stéttarbaráttu þar sem leikreglur atvinnurekenda ráða för?“ spyr Jóhanna. Hún bætir þá við að við aðstæður sem þessar geti ríkisstjórnin ekki setið hjá aðgerðalaus. Hún hafi skyldu til þess að forða gífurlegum átökum á vinnumarkaðnum, sem ekki sjái fyrir endann á. Aðilar funda þrátt fyrir fréttir gærdagsins Þó að Icelandair hafi í gær tilkynnt um viðræðuslit og uppsagnir flugfreyja og þjóna virðist öll von ekki úti enn. Samninganefndir Icelandair og Flugfreyjufélagsins funda nú í húsnæði ríkissáttasemjara, og því útlit fyrir að aðilar vilji reyna hvað þeir geta í lokatilraun til þess að ná saman.
Kjaramál Icelandair Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira