Segir „grimmilega aðför“ Icelandair að FFÍ óskiljanlegan afleik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2020 20:09 Jóhanna Sigurðardóttir var formaður Flugfreyjufélags Íslands á sjöunda áratug síðustu aldar. Johannes Jansson/norden.org Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, birtir í dag Facebook-færslu þar sem hún segir að það sem hún kallar „grimmilega aðför Icelandair að Flugfreyjufélagi Íslands“ sé óskiljanlegur afleikur og mistök. Icelandair tilkynnti í gær að kjaraviðræðum sem staðið hafa yfir við FFÍ hafi verið slitið og að öllum flugfreyjum og þjónum félagsins yrði sagt upp. „Halda forsvarsmenn félagsins virkilega að það sé leiðin út úr vandanum að knésetja flugfreyjur/flugþjóna og stinga þau í bakið? Trúa þeir því í raun og veru að þetta sé leiðin að liðsinni lífeyrissjóðanna og stjórnvalda? Hvílík heimska,“ skrifar Jóhanna, sem gegndi embætti formanns Flugfreyjufélags Íslands á árunum 1966 til 1969. Þá segir hún að með því að sniðganga Flugfreyjufélagið sé verið að færa verkalýðsbaráttu meira en öld aftur í tímann, „þar sem launafólk, ekki síst konur, var beitt kúgun, ofbeldi og hótunum af atvinnurekendum.“ Hvaða fordæmi er verið að skapa með svona ógnarstjórnun? „Að atvinnurekendur geti bara leitað á önnur mið ef launþegar lúta ekki vilja þeirra? Þá sé leiðin bara að lama verkalýðshreyfinguna og stuðla að annars konar stéttarbaráttu þar sem leikreglur atvinnurekenda ráða för?“ spyr Jóhanna. Hún bætir þá við að við aðstæður sem þessar geti ríkisstjórnin ekki setið hjá aðgerðalaus. Hún hafi skyldu til þess að forða gífurlegum átökum á vinnumarkaðnum, sem ekki sjái fyrir endann á. Aðilar funda þrátt fyrir fréttir gærdagsins Þó að Icelandair hafi í gær tilkynnt um viðræðuslit og uppsagnir flugfreyja og þjóna virðist öll von ekki úti enn. Samninganefndir Icelandair og Flugfreyjufélagsins funda nú í húsnæði ríkissáttasemjara, og því útlit fyrir að aðilar vilji reyna hvað þeir geta í lokatilraun til þess að ná saman. Kjaramál Icelandair Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, birtir í dag Facebook-færslu þar sem hún segir að það sem hún kallar „grimmilega aðför Icelandair að Flugfreyjufélagi Íslands“ sé óskiljanlegur afleikur og mistök. Icelandair tilkynnti í gær að kjaraviðræðum sem staðið hafa yfir við FFÍ hafi verið slitið og að öllum flugfreyjum og þjónum félagsins yrði sagt upp. „Halda forsvarsmenn félagsins virkilega að það sé leiðin út úr vandanum að knésetja flugfreyjur/flugþjóna og stinga þau í bakið? Trúa þeir því í raun og veru að þetta sé leiðin að liðsinni lífeyrissjóðanna og stjórnvalda? Hvílík heimska,“ skrifar Jóhanna, sem gegndi embætti formanns Flugfreyjufélags Íslands á árunum 1966 til 1969. Þá segir hún að með því að sniðganga Flugfreyjufélagið sé verið að færa verkalýðsbaráttu meira en öld aftur í tímann, „þar sem launafólk, ekki síst konur, var beitt kúgun, ofbeldi og hótunum af atvinnurekendum.“ Hvaða fordæmi er verið að skapa með svona ógnarstjórnun? „Að atvinnurekendur geti bara leitað á önnur mið ef launþegar lúta ekki vilja þeirra? Þá sé leiðin bara að lama verkalýðshreyfinguna og stuðla að annars konar stéttarbaráttu þar sem leikreglur atvinnurekenda ráða för?“ spyr Jóhanna. Hún bætir þá við að við aðstæður sem þessar geti ríkisstjórnin ekki setið hjá aðgerðalaus. Hún hafi skyldu til þess að forða gífurlegum átökum á vinnumarkaðnum, sem ekki sjái fyrir endann á. Aðilar funda þrátt fyrir fréttir gærdagsins Þó að Icelandair hafi í gær tilkynnt um viðræðuslit og uppsagnir flugfreyja og þjóna virðist öll von ekki úti enn. Samninganefndir Icelandair og Flugfreyjufélagsins funda nú í húsnæði ríkissáttasemjara, og því útlit fyrir að aðilar vilji reyna hvað þeir geta í lokatilraun til þess að ná saman.
Kjaramál Icelandair Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira