Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2020 19:45 Vísir/Vilhelm Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. Í samtali við Vísi í dag sagði Ragnar að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna muni sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ekki taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. Eru það viðbrögð VR við þeirri ákvörðun Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum. „Það finnst mér sérstakt og slær mig svolítið. Það er mjög slæmt náttúrulega að menn hafi ekki náð samningi þarna. Eins og ég skil þetta þá er lífeyrissjóðurinn með sjálfstæða stjórn og verkalýðsforystan á ekki að vera að blanda sér af fjárfestingum sjóðsins. Þá ertu farinn að beita fjármunum sjóðfélaga í pólitísku valdatafli. Þá ertu kominn út á hála braut,“ segir Snorri en bætir við að vissulega séu ákvæði um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum lífeyrissjóða og mögulega falli þetta þar undir. Snorri segir, í samtali við Vísi, að útspil Icelandair hafi í raun ekki komið honum á óvart. „Spurningin er hversu lengi það gangi að hafa öryggisverði í staðinn fyrir flugfreyjur. Það gengur líklega á meðan Covid-faraldurinn er en varla þegar allt er komið í sama horf aftur,“ sagði Snorri sem bætti við að erfitt væri að segja mikið um hvaða áhrif þetta gæti haft á horfur fyrirtækisins. „Öll röskun á rekstri félagsins er náttúrulega slæm.“ Snorri Jakobsson Formaður í VR var harðorður um stjórn Icelandair Group og sagði að með þá stjórn í brúnni myndi enginn vilja snerta fyrirtækið með priki. Helmingur stjórnarmanna Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, eins stærsta eiganda Icelandair Group eru skipaðir af VR og eins og áður sagði vill formaður verkalýðsfélagsins að LV fjárfesti ekki frekar í félaginu. „Lífeyrissjóðirnir eiga að vinna faglega og meta fjárfestingarkosti út frá fjárhagslegum sjónarmiðum en ekki pólitík. Það er spurning hvort það sé pólitík eða samfélagsleg ábyrgð sem horft er til þarna,“ sagði Snorri. „Svo er spurning hvernig menn meta þetta. Hvort þetta skref Icelandair hafi verið rangt eða ekki eða hvort til of mikils hafi verið ætlast hjá Flugfreyjufélaginu,“ sagði Snorri. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. Í samtali við Vísi í dag sagði Ragnar að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna muni sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ekki taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. Eru það viðbrögð VR við þeirri ákvörðun Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum. „Það finnst mér sérstakt og slær mig svolítið. Það er mjög slæmt náttúrulega að menn hafi ekki náð samningi þarna. Eins og ég skil þetta þá er lífeyrissjóðurinn með sjálfstæða stjórn og verkalýðsforystan á ekki að vera að blanda sér af fjárfestingum sjóðsins. Þá ertu farinn að beita fjármunum sjóðfélaga í pólitísku valdatafli. Þá ertu kominn út á hála braut,“ segir Snorri en bætir við að vissulega séu ákvæði um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum lífeyrissjóða og mögulega falli þetta þar undir. Snorri segir, í samtali við Vísi, að útspil Icelandair hafi í raun ekki komið honum á óvart. „Spurningin er hversu lengi það gangi að hafa öryggisverði í staðinn fyrir flugfreyjur. Það gengur líklega á meðan Covid-faraldurinn er en varla þegar allt er komið í sama horf aftur,“ sagði Snorri sem bætti við að erfitt væri að segja mikið um hvaða áhrif þetta gæti haft á horfur fyrirtækisins. „Öll röskun á rekstri félagsins er náttúrulega slæm.“ Snorri Jakobsson Formaður í VR var harðorður um stjórn Icelandair Group og sagði að með þá stjórn í brúnni myndi enginn vilja snerta fyrirtækið með priki. Helmingur stjórnarmanna Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, eins stærsta eiganda Icelandair Group eru skipaðir af VR og eins og áður sagði vill formaður verkalýðsfélagsins að LV fjárfesti ekki frekar í félaginu. „Lífeyrissjóðirnir eiga að vinna faglega og meta fjárfestingarkosti út frá fjárhagslegum sjónarmiðum en ekki pólitík. Það er spurning hvort það sé pólitík eða samfélagsleg ábyrgð sem horft er til þarna,“ sagði Snorri. „Svo er spurning hvernig menn meta þetta. Hvort þetta skref Icelandair hafi verið rangt eða ekki eða hvort til of mikils hafi verið ætlast hjá Flugfreyjufélaginu,“ sagði Snorri.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira