Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júlí 2020 17:42 Mikið hefur mætt á björgunarsveitunum á Vestfjörðum í dag vegna vatnsveðursins. Vísir/Hafþór Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. Björgunarsveitir hafa sinnt fjölmörgum útköllum á Vestfjörðum, flest hafa þau verið á Suðureyri og í Bolungarvík. Bátar hafa losnað frá byggju, flætt hefur inn á vegi og inn í kjallara. Þá hafa aurskriður hafa fallið og nokkuð verið um grjóthrun. Þegar fréttastofa náði tali af Val Sæþóri Valgeirssyni, formanni björgunarsveitar á Suðureyri, var hann staddur í verkefni við höfnina á Flateyri. „Hér er bara allt á kafi og það er úrhellisrigning ennþá á svæðinu,“ sagði Valur sem bætti við að verkefnin í dag hafi verið mýmörg og enn væri mikið um útköll. Vísir/Hafþór „Fyrsta verkefnið okkar var í morgun að bjarga lömbum og rollum sem voru innlyksa. Þær komust hvorki lönd né strönd. Síðan þurftum við að dæla upp úr kjöllurum og aðstoða fólk við það.“ Veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við sagði að vatnsveður sem þetta væri alls ekki algengt á Vestfjörðum. Vísir/Hafþór „Þetta er ekki algengt, bara alls ekki. Mér skilst að sólarhringsúrkoma hér fyrir vestan hafi verið að slaga í á annað hundrað millimetra, sem er ansi mikið.“ Valur biðlar til íbúa að fylgjast með viðvörunum og veðurspám og að fara að öllu með gát. „Mjög gott er að menn fylgist með hlíðum og öðru og hreinsi frá niðurföllum, ef menn hafa einhver tök á því, þannig að tjón verði ekki meira en orðið er.“ Veður Tengdar fréttir Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55 Lentu í sjálfheldu vegna vatnavaxta Lögreglan á Vestfjörðum fylgdist vel með fólki á svæðinu í gær. 17. júlí 2020 07:35 Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira
Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. Björgunarsveitir hafa sinnt fjölmörgum útköllum á Vestfjörðum, flest hafa þau verið á Suðureyri og í Bolungarvík. Bátar hafa losnað frá byggju, flætt hefur inn á vegi og inn í kjallara. Þá hafa aurskriður hafa fallið og nokkuð verið um grjóthrun. Þegar fréttastofa náði tali af Val Sæþóri Valgeirssyni, formanni björgunarsveitar á Suðureyri, var hann staddur í verkefni við höfnina á Flateyri. „Hér er bara allt á kafi og það er úrhellisrigning ennþá á svæðinu,“ sagði Valur sem bætti við að verkefnin í dag hafi verið mýmörg og enn væri mikið um útköll. Vísir/Hafþór „Fyrsta verkefnið okkar var í morgun að bjarga lömbum og rollum sem voru innlyksa. Þær komust hvorki lönd né strönd. Síðan þurftum við að dæla upp úr kjöllurum og aðstoða fólk við það.“ Veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við sagði að vatnsveður sem þetta væri alls ekki algengt á Vestfjörðum. Vísir/Hafþór „Þetta er ekki algengt, bara alls ekki. Mér skilst að sólarhringsúrkoma hér fyrir vestan hafi verið að slaga í á annað hundrað millimetra, sem er ansi mikið.“ Valur biðlar til íbúa að fylgjast með viðvörunum og veðurspám og að fara að öllu með gát. „Mjög gott er að menn fylgist með hlíðum og öðru og hreinsi frá niðurföllum, ef menn hafa einhver tök á því, þannig að tjón verði ekki meira en orðið er.“
Veður Tengdar fréttir Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55 Lentu í sjálfheldu vegna vatnavaxta Lögreglan á Vestfjörðum fylgdist vel með fólki á svæðinu í gær. 17. júlí 2020 07:35 Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira
Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54
Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55
Lentu í sjálfheldu vegna vatnavaxta Lögreglan á Vestfjörðum fylgdist vel með fólki á svæðinu í gær. 17. júlí 2020 07:35
Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13