Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Sylvía Hall og Telma Tómasson skrifa 17. júlí 2020 07:13 Mikið vatnsveður var og er á svæðinu og varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Veðurstofan Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær, en appelsínugul viðvörun er á Vestfjörðum og Norðurlandi. Mikið vatnsveður var í gærkvöldi og er enn á svæðinu og varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Ferðamenn eru varaðir við því að vöð geti verið varhugaverð eða jafnvel ófær í kjölfarið. Snarpar vindhviður geta áfram verið á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Kjalarnesi nú í bítið. Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá því í nótt segir að talsverð úrkoma sé á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Rennsli í Hvalá í Ófeigsfirði mælist yfir 200 ára flóðþröskuldi og megi búast við því að hún haldi áfram að hækka með áframhaldandi úrkomu. Einnig er spáð mikilli úrkomu á Tröllaskaga í dag. Þá er einnig búist við mikilli úrkomu og leysingum við Mýrdalsjökul og sunnanverðan Vatnajökul, með hækkandi vatnshæð og miklu rennsli í lækjum og ám. Vöð geta orðið varasöm og ferðafólk hvatt til þess að sýna aðgát við óbrúaðar ár. Getur orðið hættulegt að hundsa tilmæli Elín Jónasdóttir veðurfræðingur biðlar til fólks að fylgja tilmælum Veðurstofunnar og Almannavarna til ferðafólks og almennings. Það sé varasamt að fara ýmsar vinsælar gönguleiðir í því veðri sem gengur nú yfir og bendir á aukna skriðuhættu á norðanverðu landinu þegar bætir í rigningu. Fyrir sé mikil skriðuhætta á svæðinu vegna jarðskjálfta. Að gefnu tilefni: Myndir af fólki ( í löngum göngum) merktar "veður er bara hugarfar" eða annað af þeim toga geta verið hættulegar og grafið undan skilaboðum VÍ og Almannavarna til ferðafólks og almennings. #lægðin #veðrið #gulviðvörun https://t.co/nAksGv0EqW— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) July 15, 2020 Mikilli úrkomu er spáð um allt norðanvert landið í dag og á morgun. Kólnað hefur í veðri og getur slyddað eða snjóað til fjalla á þessum stöðum, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Jafnframt segir það að ansi hvasst sé á Vestfjörðum og Breiðafirði og hafi hviður mælst allt að 40 metra á sekúndu á þessum svæðum í nótt. Veðrinu slotar á laugardagskvöld og sunnudag þegar lægðin færist lengra til austurs. Veður Tengdar fréttir Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær, en appelsínugul viðvörun er á Vestfjörðum og Norðurlandi. Mikið vatnsveður var í gærkvöldi og er enn á svæðinu og varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Ferðamenn eru varaðir við því að vöð geti verið varhugaverð eða jafnvel ófær í kjölfarið. Snarpar vindhviður geta áfram verið á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Kjalarnesi nú í bítið. Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá því í nótt segir að talsverð úrkoma sé á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Rennsli í Hvalá í Ófeigsfirði mælist yfir 200 ára flóðþröskuldi og megi búast við því að hún haldi áfram að hækka með áframhaldandi úrkomu. Einnig er spáð mikilli úrkomu á Tröllaskaga í dag. Þá er einnig búist við mikilli úrkomu og leysingum við Mýrdalsjökul og sunnanverðan Vatnajökul, með hækkandi vatnshæð og miklu rennsli í lækjum og ám. Vöð geta orðið varasöm og ferðafólk hvatt til þess að sýna aðgát við óbrúaðar ár. Getur orðið hættulegt að hundsa tilmæli Elín Jónasdóttir veðurfræðingur biðlar til fólks að fylgja tilmælum Veðurstofunnar og Almannavarna til ferðafólks og almennings. Það sé varasamt að fara ýmsar vinsælar gönguleiðir í því veðri sem gengur nú yfir og bendir á aukna skriðuhættu á norðanverðu landinu þegar bætir í rigningu. Fyrir sé mikil skriðuhætta á svæðinu vegna jarðskjálfta. Að gefnu tilefni: Myndir af fólki ( í löngum göngum) merktar "veður er bara hugarfar" eða annað af þeim toga geta verið hættulegar og grafið undan skilaboðum VÍ og Almannavarna til ferðafólks og almennings. #lægðin #veðrið #gulviðvörun https://t.co/nAksGv0EqW— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) July 15, 2020 Mikilli úrkomu er spáð um allt norðanvert landið í dag og á morgun. Kólnað hefur í veðri og getur slyddað eða snjóað til fjalla á þessum stöðum, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Jafnframt segir það að ansi hvasst sé á Vestfjörðum og Breiðafirði og hafi hviður mælst allt að 40 metra á sekúndu á þessum svæðum í nótt. Veðrinu slotar á laugardagskvöld og sunnudag þegar lægðin færist lengra til austurs.
Veður Tengdar fréttir Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55