Sumum gefið ofnæmislyf með svæfandi verkun vegna sársauka af völdum bita eftir lúsmý Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2020 21:00 Sumarið stendur nú sem hæst og Íslendingar flykkjast í ferðalög til að njóta sumarblíðunnar. Á slíkum ferðalögum finnst flestum einn gestur óvelkominn - lúsmýið. Lúsmýið er skætt þrátt fyrir smæðina. Erling Ólafsson skordýrafræðingur tók þessa mynd af nokkrum eintökum og birti á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, í dag.Mynd/Erling ólafsson Hjúkrunarfræðingur á Læknavaktinni sagði í samtali við fréttastofu í dag að mikið væri um að fólki leiti til vaktarinnar vegna sársauka eftir bit af völdum skordýrsins. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist einnig finna fyrir því að lúsmýið sé farið að láta á sér kræla. „Já við höfum fundið fyrir því í allt sumar frá því í byrjun júní. Þetta er orðinn hluti af sumarkomunni hjá okkur því miður,“ sagði Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bitin valda miklum kláða. Bitunum fylgir mikill kláði. Algengasta meðferðin við þeim er notkun lausasölulyfja á borð við kláðastillandi töflur, ofnæmislyf og mýkjandi krem. Þeir sem eru verst bitnir þurfa þó á stekrari lyfjum að halda. „Sterkari stera, hugsanlega ofnæmistöflur sem eru mjög svæfandi þannig að fólk sofi betur þannig við eigum önnur úrræði ef fólk er mjög illa haldið,“ sagði Sigríður. Í facebook hópnum Lúsmý á íslandi keppist fólk við að leita leiða til að fyrirbyggja bit eða minnka sársauka sem kemur af völdum þeirra. Stungið er upp á ýmsum húsráðum. Sigríður bendir fólki á að klóra alls ekki í bitin en slíkt getur leitt til þess að varanleg ör myndast. Kláðaeinkenni eiga einungis að vara í nokkra daga eftir bit. Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Mælir með því að fólk láti lúsmýbit vera Ofnæmislæknir segir að fólk ætti að forðast það að klóra bit frá lúsmý í sumar. 26. júní 2020 15:00 Besta vörnin við lúsmýi sérstök flugnanet Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar. 22. júní 2020 18:03 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Sumarið stendur nú sem hæst og Íslendingar flykkjast í ferðalög til að njóta sumarblíðunnar. Á slíkum ferðalögum finnst flestum einn gestur óvelkominn - lúsmýið. Lúsmýið er skætt þrátt fyrir smæðina. Erling Ólafsson skordýrafræðingur tók þessa mynd af nokkrum eintökum og birti á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, í dag.Mynd/Erling ólafsson Hjúkrunarfræðingur á Læknavaktinni sagði í samtali við fréttastofu í dag að mikið væri um að fólki leiti til vaktarinnar vegna sársauka eftir bit af völdum skordýrsins. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist einnig finna fyrir því að lúsmýið sé farið að láta á sér kræla. „Já við höfum fundið fyrir því í allt sumar frá því í byrjun júní. Þetta er orðinn hluti af sumarkomunni hjá okkur því miður,“ sagði Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bitin valda miklum kláða. Bitunum fylgir mikill kláði. Algengasta meðferðin við þeim er notkun lausasölulyfja á borð við kláðastillandi töflur, ofnæmislyf og mýkjandi krem. Þeir sem eru verst bitnir þurfa þó á stekrari lyfjum að halda. „Sterkari stera, hugsanlega ofnæmistöflur sem eru mjög svæfandi þannig að fólk sofi betur þannig við eigum önnur úrræði ef fólk er mjög illa haldið,“ sagði Sigríður. Í facebook hópnum Lúsmý á íslandi keppist fólk við að leita leiða til að fyrirbyggja bit eða minnka sársauka sem kemur af völdum þeirra. Stungið er upp á ýmsum húsráðum. Sigríður bendir fólki á að klóra alls ekki í bitin en slíkt getur leitt til þess að varanleg ör myndast. Kláðaeinkenni eiga einungis að vara í nokkra daga eftir bit.
Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Mælir með því að fólk láti lúsmýbit vera Ofnæmislæknir segir að fólk ætti að forðast það að klóra bit frá lúsmý í sumar. 26. júní 2020 15:00 Besta vörnin við lúsmýi sérstök flugnanet Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar. 22. júní 2020 18:03 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Mælir með því að fólk láti lúsmýbit vera Ofnæmislæknir segir að fólk ætti að forðast það að klóra bit frá lúsmý í sumar. 26. júní 2020 15:00
Besta vörnin við lúsmýi sérstök flugnanet Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar. 22. júní 2020 18:03