Barcelona þarf að sætta sig við silfrið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2020 20:57 Lionel Messi skoraði fyrir Barcelona í kvöld en það dugði skammt. VÍSIR/GETTY Eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvö síðustu ár verður Barcelona að sætta sig við silfur í ár en liðið tapaði í kvöld gegn Osasuna í næstsíðustu umferð, 2-1. Barcelona þurfti að vinna Osasuna og treysta á að Real Madrid tapaði gegn Villarreal, til að eiga möguleika á að vinna titilinn. Hvorugt gekk eftir. Barcelona er því sjö stigum á eftir Real fyrir lokaumferðina, en átta stigum á undan næsta liði, Atlético Madrid. Osasuna komst yfir á 15. mínútu í kvöld með marki Jose Arnaiz en Lionel Messi jafnaði metin úr aukaspyrnu um miðjan seinni hálfleik. Osasuna var manni færra síðasta korterið í leiknum en tókst samt að skora sigurmark á síðustu stundu, sem Roberto Torres skoraði. Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid spænskur meistari Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. 16. júlí 2020 20:59
Eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvö síðustu ár verður Barcelona að sætta sig við silfur í ár en liðið tapaði í kvöld gegn Osasuna í næstsíðustu umferð, 2-1. Barcelona þurfti að vinna Osasuna og treysta á að Real Madrid tapaði gegn Villarreal, til að eiga möguleika á að vinna titilinn. Hvorugt gekk eftir. Barcelona er því sjö stigum á eftir Real fyrir lokaumferðina, en átta stigum á undan næsta liði, Atlético Madrid. Osasuna komst yfir á 15. mínútu í kvöld með marki Jose Arnaiz en Lionel Messi jafnaði metin úr aukaspyrnu um miðjan seinni hálfleik. Osasuna var manni færra síðasta korterið í leiknum en tókst samt að skora sigurmark á síðustu stundu, sem Roberto Torres skoraði.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid spænskur meistari Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. 16. júlí 2020 20:59
Real Madrid spænskur meistari Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. 16. júlí 2020 20:59
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti