Óli Stefán Flóventsson ritaði nú undir kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fer yfir atburðarrás dagsins en hann hætti í dag sem þjálfari KA í Pepsi Max-deildinni.
Óli Stefán segir að dagurinn hafi verið viburðarríkur en hann hefur verið þjálfari KA undanfarin tæp tvö ár.
Hann segist þurfa að fara yfir þau mistök sem hann gerði. Sumt sjái hann strax en annað þurfi hann að skoða betur.
Hann þakkar einnig fyrir allar kveðjurnar sem honum hafi borist í dag en pistill má sjá í heild sinni hér að neðan.