Sigríður Dögg segir ofsafengin viðbrögð við frétt sinni lýsa brengluðum hugmyndum um fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2020 16:16 „Ég get ekki orða bundist vegna þeirra ofsafengnu viðbragða sem frétt mín í kvöldfréttum RÚV á sunnudaginn vakti. Í fréttinni, sem var ekki einu sinni ein af helstu fréttunum í fréttatímanum, tók ég saman upplýsingar um flutning opinberra stofnana og sviða út á land frá aldamótum. Tilefnið var ákvörðun félagsmálaráðherra að flytja brunamálasvið HMS til Sauðárkróks,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ömurlegar ranghugmyndir um fjölmiðla Vísir greindi frá hinum miklu viðbrögðum sem urðu við frétt Sigríðar Daggar á dögunum. Ekkert lát er á. „Það er í rauninni magnað að upplifa það hve lítil frétt sem þessi sem einfaldlega byggir á samantekt á upplýsingum, hefur orðið tilefni til mikils upphlaups. Ég hef fengið fjölda tölvupósta, Facebook skilaboða og símhringinga frá fólki sem hefur sakað mig um landsbyggðarhatur og hroka, að hafa vísvitandi farið með rangfærslur til þess að gera fréttina að „enn meiri æsifrétt“, ég hef verið sökuð um að hafa ætlað mér að draga upp mynd af kjördæmapoti og spillingu,“ segir Sigríður Dögg. Hún segist hafa gert mistök í fréttinni, sett tvo ráðherra í skökk kjördæmi og það sé notað miskunnarlaust gegn henni til að kasta rýrð á sig sem fréttamann og til að draga heilindi hennar í efa. „Það þykir mér sárt og óverðskuldað,“ segir Sigríður Dögg. En henni þykir þó alvarlegast að í þessu kristallist brenglað viðhorf til frétta og fjölmiðla. Að þeir séu með fréttum sínum að lýsa afstöðu og misnoti þannig stöðu sína til að klekkja á einhverjum. Að þær hafi annarlegan tilgang og að staðreyndum sé jafnvel hagrætt og þær falsaðar til þess að fréttin megi hafa sem mest áhrif, valda sem mestum usla eða tjóni. Fréttin hleypti út ónæmisviðbrögðum hjá Höllu Signý „Og það sem er ef til vill alvarlegast af öllu er þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar lýsa þessu viðhorfi. Ekki einungis er það alvarlegt af þeim sökum að orð þeirra hafa mikið vægi í samfélagslegri umræðu heldur einnig vegna þess hve mikilli vanþekkingu það lýsir á hlutverki fjölmiðla, þeim siðareglum og vinnubrögðum sem þar gilda og þeim heilindum sem þar ríkja. Þetta er áhyggjuefni.“ Eftir því sem Vísir kemst næst er Sigríður Dögg þarna meðal annars að vísa til pistils Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem hún birtir á Feyki og kallar RÚV og þúfnahyggjan. Þar segir Halla Signý meðal annars: „Fréttin hleypti út á mér ofnæmisviðbrögðum, bæði var hún ónákvæm og einnig var uppleggið skakkt, sjónarhornið var að störfin eiga heima í Reykjavík og einungis þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Framsóknarráðherrar áttu að sitja eftir með skaðann en niðurstaðan er sú að fréttastofa Ríkisútvarps landsmanna situr uppi með skömmina.“ Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Byggðamál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
„Ég get ekki orða bundist vegna þeirra ofsafengnu viðbragða sem frétt mín í kvöldfréttum RÚV á sunnudaginn vakti. Í fréttinni, sem var ekki einu sinni ein af helstu fréttunum í fréttatímanum, tók ég saman upplýsingar um flutning opinberra stofnana og sviða út á land frá aldamótum. Tilefnið var ákvörðun félagsmálaráðherra að flytja brunamálasvið HMS til Sauðárkróks,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ömurlegar ranghugmyndir um fjölmiðla Vísir greindi frá hinum miklu viðbrögðum sem urðu við frétt Sigríðar Daggar á dögunum. Ekkert lát er á. „Það er í rauninni magnað að upplifa það hve lítil frétt sem þessi sem einfaldlega byggir á samantekt á upplýsingum, hefur orðið tilefni til mikils upphlaups. Ég hef fengið fjölda tölvupósta, Facebook skilaboða og símhringinga frá fólki sem hefur sakað mig um landsbyggðarhatur og hroka, að hafa vísvitandi farið með rangfærslur til þess að gera fréttina að „enn meiri æsifrétt“, ég hef verið sökuð um að hafa ætlað mér að draga upp mynd af kjördæmapoti og spillingu,“ segir Sigríður Dögg. Hún segist hafa gert mistök í fréttinni, sett tvo ráðherra í skökk kjördæmi og það sé notað miskunnarlaust gegn henni til að kasta rýrð á sig sem fréttamann og til að draga heilindi hennar í efa. „Það þykir mér sárt og óverðskuldað,“ segir Sigríður Dögg. En henni þykir þó alvarlegast að í þessu kristallist brenglað viðhorf til frétta og fjölmiðla. Að þeir séu með fréttum sínum að lýsa afstöðu og misnoti þannig stöðu sína til að klekkja á einhverjum. Að þær hafi annarlegan tilgang og að staðreyndum sé jafnvel hagrætt og þær falsaðar til þess að fréttin megi hafa sem mest áhrif, valda sem mestum usla eða tjóni. Fréttin hleypti út ónæmisviðbrögðum hjá Höllu Signý „Og það sem er ef til vill alvarlegast af öllu er þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar lýsa þessu viðhorfi. Ekki einungis er það alvarlegt af þeim sökum að orð þeirra hafa mikið vægi í samfélagslegri umræðu heldur einnig vegna þess hve mikilli vanþekkingu það lýsir á hlutverki fjölmiðla, þeim siðareglum og vinnubrögðum sem þar gilda og þeim heilindum sem þar ríkja. Þetta er áhyggjuefni.“ Eftir því sem Vísir kemst næst er Sigríður Dögg þarna meðal annars að vísa til pistils Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem hún birtir á Feyki og kallar RÚV og þúfnahyggjan. Þar segir Halla Signý meðal annars: „Fréttin hleypti út á mér ofnæmisviðbrögðum, bæði var hún ónákvæm og einnig var uppleggið skakkt, sjónarhornið var að störfin eiga heima í Reykjavík og einungis þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Framsóknarráðherrar áttu að sitja eftir með skaðann en niðurstaðan er sú að fréttastofa Ríkisútvarps landsmanna situr uppi með skömmina.“
Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Byggðamál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira