Gengust við mistökum eftir undirritun samningsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2020 11:39 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður FFÍ. VÍSIR/VILHELM Stjórn og samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) gengust við mistökum við undirritun kjarasamnings félagsins við Icelandair í yfirlýsingu til félagsmanna sem fréttastofa hefur undir höndum. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum, annars vegar ákvæði um aukafrídag flugfreyja 60 ára og eldri og hins vegar svokallaða sex daga reglu. Kjarasamningur FFÍ og Icelandair var undirritaður eftir langar og strangar viðræður 25. júní síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla um samninginn hófst skömmu eftir mánaðamót og þá aðeins seinna en áætlað var. Í umræddri tilkynningu stjórnar FFÍ, sem birt var um það leyti og þannig áður en atkvæðagreiðsla hófst, er ástæða þess að kjörstjórn frestaði atkvæðagreiðslunni útlistuð. Engar flugstundir fyrir frídaginn Í tilkynningu stjórnar kom fram að samningsaðila hafi greint á um útfærslu og skilning tveggja greina. Annars vegar varðandi flugtíma sem eigi að koma til vegna aukafrídags flugfreyja 60 ára og eldri (ákvæði 06-13) og hins vegar að svokallaða sex daga reglu (ákvæði 07-8). Í núgildandi kjarasamningi segir um ákvæði 06-13 að flugfreyjur 60 ára og eldri fái 2:10 flugtíma fyrir hvorn aukafrídag og þeir metnir til hámarksflugtíma og launa. Í nýja samningnum er þetta hins vegar sagt breytast og hljóða á þá leið að flugfreyjur sem náð hafi 55 ára aldri og 10 ára starfsaldri skuli fá einn aukafrídag á mánuði. Við 60 ára aldur og 15 ára starfsaldur fái flugfreyjur tvo aukafrídaga á mánuði. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Hann sagði að það væru mikil vonbrigði að flugfreyjur hefðu fellt kjarasamninginn.Vísir/vilhelm Í tilkynningunni sagði stjórnin að allt frá því að samningaviðræður hófust í ársbyrjun 2019 hafi það verið „sameiginlegur skilningur beggja samningsaðila“ að breyta þyrfti umræddu ákvæði á þá leið að tengja þyrfti aukafrídaginn við starfsaldur vegna sanngirnissjónarmiða. Eins og ákvæðið standi í nýjum kjarasamningi muni hins vegar engar flugstundir fást fyrir frídaginn, þvert á fyrirætlanir samninganefndar FFÍ. Um hitt ákvæðið er varðar sex daga regluna segir í núgildandi kjarasamningi að ekki skuli setja flugfreyjur á skrá fleiri en sex daga samfellt án þess að fá samningsbundinn eða ósamningsbundinn frídag, nema ef um eina samfellda ferð sé að ræða. Þá megi hún vera tíu dagar að hámarki. Í nýja samningnum breytist ákvæðið og hljóði svo: Ekki skal setja flugfreyju á skrá fleiri en sex daga samfellt nema að fengnu samþykki viðkomandi flugfreyju. Ef um eina samfellda ferð sé að ræða megi hún vera tíu dagar að hámarki. Stjórnin sagði í tilkynningu að krafa um breytingar á þessu ákvæði hafi komið frá viðsemjendum, Icelandair, á „lokasprettinum“. Þá hafi komið fram beiðni um viðbætur á sex daga reglunni á þá leið að hana mætti brjóta með samþykki flugfreyju, líkt og lýst er hér fyrir ofan. Samninganefnd FFÍ hafi samþykkt þá viðbót en að annað skyldi standa óbreytt. Undirritun nýja samningsins hafi hins vegar falið í sér að hvíld geti brotið upp sex samfellda vinnudaga. Gengust við mistökum sínum Í tilkynningunni sagði að samninganefnd Icelandair hafi ekki verið reiðubúin að gera þær breytingar á orðalagi sem FFÍ teldi nauðsynlegar. Þá kvaðst samninganefnd FFÍ standa við að hafa skrifað undir samninginn og gangast við „þeim mistökum sem gerð hafa verið“. Einnig hafi það verið mikil vonbrigði að Icelandair hafi hafnað beiðni um leiðréttingu. Líkt og áður segir kolfelldu flugfreyjur kjarasamninginn í atkvæðagreiðslu, með rétt tæpum 73% atkvæða félagsmanna FFÍ. Forsvarsmenn FFÍ hafa ekki viljað fara náið ofan í saumana á ástæðu þess að kjarasamningurinn var felldur og þá hefur ekki komið fram hvort þau tvö atriði sem hér um ræðir eru enn þau atriði sem standa út af í viðræðunum. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir starfandi formaður sagði þó við fréttastofu eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslurnar voru ljósar 8. júlí að Icelandair hefði gengið of langt í hagræðingarkröfum sínum. Samninganefndirnar hafa hist á fundum eftir að samningurinn var felldur, síðast í gær, en hingað til án árangurs. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01 53 vélar væntanlegar næstu þrjá daga Icelandair byrjar að fljúga til Kanada. 14. júlí 2020 13:09 Flugfreyjur og Icelandair á fund ríkissáttasemjara í dag Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný. 10. júlí 2020 07:00 Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til björgunar félaginu Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. 10. júlí 2020 19:20 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Stjórn og samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) gengust við mistökum við undirritun kjarasamnings félagsins við Icelandair í yfirlýsingu til félagsmanna sem fréttastofa hefur undir höndum. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum, annars vegar ákvæði um aukafrídag flugfreyja 60 ára og eldri og hins vegar svokallaða sex daga reglu. Kjarasamningur FFÍ og Icelandair var undirritaður eftir langar og strangar viðræður 25. júní síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla um samninginn hófst skömmu eftir mánaðamót og þá aðeins seinna en áætlað var. Í umræddri tilkynningu stjórnar FFÍ, sem birt var um það leyti og þannig áður en atkvæðagreiðsla hófst, er ástæða þess að kjörstjórn frestaði atkvæðagreiðslunni útlistuð. Engar flugstundir fyrir frídaginn Í tilkynningu stjórnar kom fram að samningsaðila hafi greint á um útfærslu og skilning tveggja greina. Annars vegar varðandi flugtíma sem eigi að koma til vegna aukafrídags flugfreyja 60 ára og eldri (ákvæði 06-13) og hins vegar að svokallaða sex daga reglu (ákvæði 07-8). Í núgildandi kjarasamningi segir um ákvæði 06-13 að flugfreyjur 60 ára og eldri fái 2:10 flugtíma fyrir hvorn aukafrídag og þeir metnir til hámarksflugtíma og launa. Í nýja samningnum er þetta hins vegar sagt breytast og hljóða á þá leið að flugfreyjur sem náð hafi 55 ára aldri og 10 ára starfsaldri skuli fá einn aukafrídag á mánuði. Við 60 ára aldur og 15 ára starfsaldur fái flugfreyjur tvo aukafrídaga á mánuði. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Hann sagði að það væru mikil vonbrigði að flugfreyjur hefðu fellt kjarasamninginn.Vísir/vilhelm Í tilkynningunni sagði stjórnin að allt frá því að samningaviðræður hófust í ársbyrjun 2019 hafi það verið „sameiginlegur skilningur beggja samningsaðila“ að breyta þyrfti umræddu ákvæði á þá leið að tengja þyrfti aukafrídaginn við starfsaldur vegna sanngirnissjónarmiða. Eins og ákvæðið standi í nýjum kjarasamningi muni hins vegar engar flugstundir fást fyrir frídaginn, þvert á fyrirætlanir samninganefndar FFÍ. Um hitt ákvæðið er varðar sex daga regluna segir í núgildandi kjarasamningi að ekki skuli setja flugfreyjur á skrá fleiri en sex daga samfellt án þess að fá samningsbundinn eða ósamningsbundinn frídag, nema ef um eina samfellda ferð sé að ræða. Þá megi hún vera tíu dagar að hámarki. Í nýja samningnum breytist ákvæðið og hljóði svo: Ekki skal setja flugfreyju á skrá fleiri en sex daga samfellt nema að fengnu samþykki viðkomandi flugfreyju. Ef um eina samfellda ferð sé að ræða megi hún vera tíu dagar að hámarki. Stjórnin sagði í tilkynningu að krafa um breytingar á þessu ákvæði hafi komið frá viðsemjendum, Icelandair, á „lokasprettinum“. Þá hafi komið fram beiðni um viðbætur á sex daga reglunni á þá leið að hana mætti brjóta með samþykki flugfreyju, líkt og lýst er hér fyrir ofan. Samninganefnd FFÍ hafi samþykkt þá viðbót en að annað skyldi standa óbreytt. Undirritun nýja samningsins hafi hins vegar falið í sér að hvíld geti brotið upp sex samfellda vinnudaga. Gengust við mistökum sínum Í tilkynningunni sagði að samninganefnd Icelandair hafi ekki verið reiðubúin að gera þær breytingar á orðalagi sem FFÍ teldi nauðsynlegar. Þá kvaðst samninganefnd FFÍ standa við að hafa skrifað undir samninginn og gangast við „þeim mistökum sem gerð hafa verið“. Einnig hafi það verið mikil vonbrigði að Icelandair hafi hafnað beiðni um leiðréttingu. Líkt og áður segir kolfelldu flugfreyjur kjarasamninginn í atkvæðagreiðslu, með rétt tæpum 73% atkvæða félagsmanna FFÍ. Forsvarsmenn FFÍ hafa ekki viljað fara náið ofan í saumana á ástæðu þess að kjarasamningurinn var felldur og þá hefur ekki komið fram hvort þau tvö atriði sem hér um ræðir eru enn þau atriði sem standa út af í viðræðunum. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir starfandi formaður sagði þó við fréttastofu eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslurnar voru ljósar 8. júlí að Icelandair hefði gengið of langt í hagræðingarkröfum sínum. Samninganefndirnar hafa hist á fundum eftir að samningurinn var felldur, síðast í gær, en hingað til án árangurs.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01 53 vélar væntanlegar næstu þrjá daga Icelandair byrjar að fljúga til Kanada. 14. júlí 2020 13:09 Flugfreyjur og Icelandair á fund ríkissáttasemjara í dag Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný. 10. júlí 2020 07:00 Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til björgunar félaginu Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. 10. júlí 2020 19:20 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01
Flugfreyjur og Icelandair á fund ríkissáttasemjara í dag Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný. 10. júlí 2020 07:00
Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til björgunar félaginu Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. 10. júlí 2020 19:20