Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Sylvía Hall skrifar 15. júlí 2020 07:17 Það má búast við rigningu næstu daga. Vísir/Vilhelm Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist hún norðaustur yfir landið á morgun og hinn. Virðist hún ætla að verða óvenjudjúp miðað við árstíma, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Því má búast við vaxandi vindi með rigningu í dag og hvessir undir Eyjafjöllum síðdegis. Þá verður einnig hvasst á miðhálendinu í kvöld og tekur gul viðvörun gildi um kvöldmatarleytið þar. Búist er við 13 til 18 metrum á sekúndu en vindstyrkur getur náð allt að 25 metrum á sekúndu í hviðum og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á svæðinu. Ferðalangar og útivistarfólk er því hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Grjóthrun og skriður geta orðið í fjalllendi þegar rignir og má reikna með vatnavöxtum í ám. Á morgun snýst í norðanátt og bætir í rigningu á Vestfjörðum. Það kólnar í veðri á öllu á landinu og er spáð ákveðinni norðanátt á norðanverðu landinu um helgina. Veðrið verður þó þurrara og hlýrra fyrir sunnan og má reikna með að norðanskotið gangi niður á mánudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag:Gengur í suðvestan 13-18 m/s við SA-ströndina en norðaustan 13-20 NV-til. Annars hægari og rigning í öllum landshlutum. Hiti víða 7 til 17 stig, hlýjast og úrkomuminnst á NA-landi. Á föstudag:Allhvöss eða hvöss norðanátt, rigning og svalt veður á V-verðu landinu, en mun hægara, hlýrra og úrkomuminna eystra. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir áframhaldandi norðanátt með kalsarigningu á N-verðu landinu, en bjartviðri og mildara veðri sunnan heiða. Á mánudag:Lægir líklega og léttir til víða um land og hlýnar heldur, en áfram lítilsháttar væta og fremur svalt NA-til. Á þriðjudag:Lítur út fyrir hægar suðlægar áttir, lítilsháttar vætu hér og þar og hlýnandi veður norðan heiða. Veður Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist hún norðaustur yfir landið á morgun og hinn. Virðist hún ætla að verða óvenjudjúp miðað við árstíma, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Því má búast við vaxandi vindi með rigningu í dag og hvessir undir Eyjafjöllum síðdegis. Þá verður einnig hvasst á miðhálendinu í kvöld og tekur gul viðvörun gildi um kvöldmatarleytið þar. Búist er við 13 til 18 metrum á sekúndu en vindstyrkur getur náð allt að 25 metrum á sekúndu í hviðum og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á svæðinu. Ferðalangar og útivistarfólk er því hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Grjóthrun og skriður geta orðið í fjalllendi þegar rignir og má reikna með vatnavöxtum í ám. Á morgun snýst í norðanátt og bætir í rigningu á Vestfjörðum. Það kólnar í veðri á öllu á landinu og er spáð ákveðinni norðanátt á norðanverðu landinu um helgina. Veðrið verður þó þurrara og hlýrra fyrir sunnan og má reikna með að norðanskotið gangi niður á mánudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag:Gengur í suðvestan 13-18 m/s við SA-ströndina en norðaustan 13-20 NV-til. Annars hægari og rigning í öllum landshlutum. Hiti víða 7 til 17 stig, hlýjast og úrkomuminnst á NA-landi. Á föstudag:Allhvöss eða hvöss norðanátt, rigning og svalt veður á V-verðu landinu, en mun hægara, hlýrra og úrkomuminna eystra. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir áframhaldandi norðanátt með kalsarigningu á N-verðu landinu, en bjartviðri og mildara veðri sunnan heiða. Á mánudag:Lægir líklega og léttir til víða um land og hlýnar heldur, en áfram lítilsháttar væta og fremur svalt NA-til. Á þriðjudag:Lítur út fyrir hægar suðlægar áttir, lítilsháttar vætu hér og þar og hlýnandi veður norðan heiða.
Veður Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira