„Það er enginn að greiða sér arð núna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júlí 2020 08:25 Sel-Hótel í Mývatnssveit opnaði þann 4. júní eftir tæpra þriggja mánaða lokun. Facebook/Sel-Hótel Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem rekur Sel-Hótel í Mývatnssveit, segir rekstur hótelsins hafa farið rólega af stað eftir að skimun ferðamanna hófst á Keflavíkurflugvelli fyrir tæpum mánuði síðan. Hann segir reksturinn hafa tekið ágætis kipp á síðustu tíu dögum, en er ekki bjartsýnn á komandi vetur. Í samtali við Vísi upplýsti Yngvi Ragnar um að hótelið hefði opnað 4. júní síðastliðinn, en dyr þess höfðu verið lokaðar síðan 19. mars, en þá var faraldur kórónuveirunnar farinn að sækja allverulega í sig veðrið hér á landi. „Miðað við allt og allt þá erum við með ágætis nýtingu núna,“ segir Yngi en bendir á að verð á gistingu nú sé lægra en gengur og gerist á sama tíma í því árferði sem þekkst hefur hér á landi síðustu ár. Hann segir einhver hótel og aðra gististaði á svæðinu ekki vera opin eins og stendur. „Eins og þetta lítur út þá eru náttúrulega flestallir að sigla í skjól í haust,“ segir Yngvi, sem segist búa sig undir dapran vetur í ferðaþjónustunni. „Menn hafa verið að nota öll ráð sem til eru, aðstoð frá ríkinu, stuðningslán og að semja við banka. Það er enginn að greiða sér arð núna. Þetta snýst bara um að halda sjó.“ Íslendingar ferðast innanlands fram að verslunarmannahelgi Yngvi segir að töluvert sé um Íslendinga sem komi og skipti við hótelið, en það sé þó skammgóður vermir. „Maður reiknar ekki með Íslendingum mikið lengur en eftir verslunarmannahelgi,“ segir hann. Yngvi Ragnar gerir ráð fyrir erfiðum vetri í ferðamannabransanum.Vísir/Aðsend Tímaramminn sem Yngvi lýsir hvað varðar innanlandsferðalög Íslendinga er þá heldur lítill. Hann segir ekkert gerast í þeim málum fyrr en 17. júní. Þá detti allt í dúnalogn eftir verslunarmannahelgi, nema mögulega ef veðrið er gott helgina eftir, sem bætist þá við Íslendingavertíðina. Þá segir hann vetrartíðina vera allt aðra í Mývatnssveit heldur en nær höfuðborgarsvæðinu. Lítið sé um erlenda ferðamenn á þeim slóðum frá lokum september og fram í febrúar. „Það kemur smá kippur í kring um febrúar eða mars, en veturinn hefur ekki verið að skila þeim tekjum sem maður hefur heyrt að hann sé að gera í fyrir sunnan.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem rekur Sel-Hótel í Mývatnssveit, segir rekstur hótelsins hafa farið rólega af stað eftir að skimun ferðamanna hófst á Keflavíkurflugvelli fyrir tæpum mánuði síðan. Hann segir reksturinn hafa tekið ágætis kipp á síðustu tíu dögum, en er ekki bjartsýnn á komandi vetur. Í samtali við Vísi upplýsti Yngvi Ragnar um að hótelið hefði opnað 4. júní síðastliðinn, en dyr þess höfðu verið lokaðar síðan 19. mars, en þá var faraldur kórónuveirunnar farinn að sækja allverulega í sig veðrið hér á landi. „Miðað við allt og allt þá erum við með ágætis nýtingu núna,“ segir Yngi en bendir á að verð á gistingu nú sé lægra en gengur og gerist á sama tíma í því árferði sem þekkst hefur hér á landi síðustu ár. Hann segir einhver hótel og aðra gististaði á svæðinu ekki vera opin eins og stendur. „Eins og þetta lítur út þá eru náttúrulega flestallir að sigla í skjól í haust,“ segir Yngvi, sem segist búa sig undir dapran vetur í ferðaþjónustunni. „Menn hafa verið að nota öll ráð sem til eru, aðstoð frá ríkinu, stuðningslán og að semja við banka. Það er enginn að greiða sér arð núna. Þetta snýst bara um að halda sjó.“ Íslendingar ferðast innanlands fram að verslunarmannahelgi Yngvi segir að töluvert sé um Íslendinga sem komi og skipti við hótelið, en það sé þó skammgóður vermir. „Maður reiknar ekki með Íslendingum mikið lengur en eftir verslunarmannahelgi,“ segir hann. Yngvi Ragnar gerir ráð fyrir erfiðum vetri í ferðamannabransanum.Vísir/Aðsend Tímaramminn sem Yngvi lýsir hvað varðar innanlandsferðalög Íslendinga er þá heldur lítill. Hann segir ekkert gerast í þeim málum fyrr en 17. júní. Þá detti allt í dúnalogn eftir verslunarmannahelgi, nema mögulega ef veðrið er gott helgina eftir, sem bætist þá við Íslendingavertíðina. Þá segir hann vetrartíðina vera allt aðra í Mývatnssveit heldur en nær höfuðborgarsvæðinu. Lítið sé um erlenda ferðamenn á þeim slóðum frá lokum september og fram í febrúar. „Það kemur smá kippur í kring um febrúar eða mars, en veturinn hefur ekki verið að skila þeim tekjum sem maður hefur heyrt að hann sé að gera í fyrir sunnan.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira