„Það er enginn að greiða sér arð núna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júlí 2020 08:25 Sel-Hótel í Mývatnssveit opnaði þann 4. júní eftir tæpra þriggja mánaða lokun. Facebook/Sel-Hótel Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem rekur Sel-Hótel í Mývatnssveit, segir rekstur hótelsins hafa farið rólega af stað eftir að skimun ferðamanna hófst á Keflavíkurflugvelli fyrir tæpum mánuði síðan. Hann segir reksturinn hafa tekið ágætis kipp á síðustu tíu dögum, en er ekki bjartsýnn á komandi vetur. Í samtali við Vísi upplýsti Yngvi Ragnar um að hótelið hefði opnað 4. júní síðastliðinn, en dyr þess höfðu verið lokaðar síðan 19. mars, en þá var faraldur kórónuveirunnar farinn að sækja allverulega í sig veðrið hér á landi. „Miðað við allt og allt þá erum við með ágætis nýtingu núna,“ segir Yngi en bendir á að verð á gistingu nú sé lægra en gengur og gerist á sama tíma í því árferði sem þekkst hefur hér á landi síðustu ár. Hann segir einhver hótel og aðra gististaði á svæðinu ekki vera opin eins og stendur. „Eins og þetta lítur út þá eru náttúrulega flestallir að sigla í skjól í haust,“ segir Yngvi, sem segist búa sig undir dapran vetur í ferðaþjónustunni. „Menn hafa verið að nota öll ráð sem til eru, aðstoð frá ríkinu, stuðningslán og að semja við banka. Það er enginn að greiða sér arð núna. Þetta snýst bara um að halda sjó.“ Íslendingar ferðast innanlands fram að verslunarmannahelgi Yngvi segir að töluvert sé um Íslendinga sem komi og skipti við hótelið, en það sé þó skammgóður vermir. „Maður reiknar ekki með Íslendingum mikið lengur en eftir verslunarmannahelgi,“ segir hann. Yngvi Ragnar gerir ráð fyrir erfiðum vetri í ferðamannabransanum.Vísir/Aðsend Tímaramminn sem Yngvi lýsir hvað varðar innanlandsferðalög Íslendinga er þá heldur lítill. Hann segir ekkert gerast í þeim málum fyrr en 17. júní. Þá detti allt í dúnalogn eftir verslunarmannahelgi, nema mögulega ef veðrið er gott helgina eftir, sem bætist þá við Íslendingavertíðina. Þá segir hann vetrartíðina vera allt aðra í Mývatnssveit heldur en nær höfuðborgarsvæðinu. Lítið sé um erlenda ferðamenn á þeim slóðum frá lokum september og fram í febrúar. „Það kemur smá kippur í kring um febrúar eða mars, en veturinn hefur ekki verið að skila þeim tekjum sem maður hefur heyrt að hann sé að gera í fyrir sunnan.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem rekur Sel-Hótel í Mývatnssveit, segir rekstur hótelsins hafa farið rólega af stað eftir að skimun ferðamanna hófst á Keflavíkurflugvelli fyrir tæpum mánuði síðan. Hann segir reksturinn hafa tekið ágætis kipp á síðustu tíu dögum, en er ekki bjartsýnn á komandi vetur. Í samtali við Vísi upplýsti Yngvi Ragnar um að hótelið hefði opnað 4. júní síðastliðinn, en dyr þess höfðu verið lokaðar síðan 19. mars, en þá var faraldur kórónuveirunnar farinn að sækja allverulega í sig veðrið hér á landi. „Miðað við allt og allt þá erum við með ágætis nýtingu núna,“ segir Yngi en bendir á að verð á gistingu nú sé lægra en gengur og gerist á sama tíma í því árferði sem þekkst hefur hér á landi síðustu ár. Hann segir einhver hótel og aðra gististaði á svæðinu ekki vera opin eins og stendur. „Eins og þetta lítur út þá eru náttúrulega flestallir að sigla í skjól í haust,“ segir Yngvi, sem segist búa sig undir dapran vetur í ferðaþjónustunni. „Menn hafa verið að nota öll ráð sem til eru, aðstoð frá ríkinu, stuðningslán og að semja við banka. Það er enginn að greiða sér arð núna. Þetta snýst bara um að halda sjó.“ Íslendingar ferðast innanlands fram að verslunarmannahelgi Yngvi segir að töluvert sé um Íslendinga sem komi og skipti við hótelið, en það sé þó skammgóður vermir. „Maður reiknar ekki með Íslendingum mikið lengur en eftir verslunarmannahelgi,“ segir hann. Yngvi Ragnar gerir ráð fyrir erfiðum vetri í ferðamannabransanum.Vísir/Aðsend Tímaramminn sem Yngvi lýsir hvað varðar innanlandsferðalög Íslendinga er þá heldur lítill. Hann segir ekkert gerast í þeim málum fyrr en 17. júní. Þá detti allt í dúnalogn eftir verslunarmannahelgi, nema mögulega ef veðrið er gott helgina eftir, sem bætist þá við Íslendingavertíðina. Þá segir hann vetrartíðina vera allt aðra í Mývatnssveit heldur en nær höfuðborgarsvæðinu. Lítið sé um erlenda ferðamenn á þeim slóðum frá lokum september og fram í febrúar. „Það kemur smá kippur í kring um febrúar eða mars, en veturinn hefur ekki verið að skila þeim tekjum sem maður hefur heyrt að hann sé að gera í fyrir sunnan.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira