Komst yfir 22 milljónir vegna mistaka í bankanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2020 13:50 Alls komst Helgi yfir 22 milljónir króna vegna mistakanna. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku framkvæmdastjóra fiskvinnslufyrirtækis til þriggja ára fangelsisvistar fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Hann notfærði sér mistök við útgáfu banka til þess að komast yfir 22 milljónir króna. Þetta er fimmta auðgunarbrotið sem maðurinn, sem heitir Helgi Már Magnússon, hefur hlotið dóm fyrir. Dómurinn féll í síðustu viku en var birtur á vef héraðsdómstóla í dag. Helgi Már fékk í desember 2017 yfirdráttarheimild fyrir fiskvinnslufyrirtækið hvar hann var framkvæmdastjóri, Hött Seafood. Hann fór í bankann til þess að ganga frá heimildinni, sem átti að vera upp á 2,6 milljónir króna. Vegna mistaka hjá bankanum varð hún hins vegar 26 milljónir. Helgi brást við með því að millifæra fimm milljónir inn á reikning föður síns, tíu milljónir inn á sambýliskonu sína og tók loks sjö milljónir út í reiðufé. Meirihluta þeirra peninga sem hann hafði millifært á aðra lét Helgi síðan greiða sér aftur í reiðufé, en hluti fjármunanna hafði fyrst verið fluttur á reikninga í eigu systur hans og mágs. Upp komst um málið þegar stjórnarmaður og starfsmaður Hattar Seafood kom í bankann og lét vita af mistökunum sem orðið höfðu við útgáfu yfirdráttarheimildarinnar. Því var Helgi kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu, en það var fjórum dögum eftir að mistökin höfðu átt sér stað. Ásamt Helga voru mágur hans, systir og fyrrverandi sambýliskona ákærð, en þau voru bæði sýknuð. Faðir Helga er látinn. Dómari í málinu sagði ljóst að Helgi væri sekur um háttsemina sem honum var gefin að sök. Með því að hafa flutt fjármuni á reikninga annarra og fengið þá aftur í reiðufé hafi verið ljóst að hann áttaði sig á því að háttsemi hans væri röng og ámælisverð. Hér má nálgast dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu. Dómsmál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku framkvæmdastjóra fiskvinnslufyrirtækis til þriggja ára fangelsisvistar fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Hann notfærði sér mistök við útgáfu banka til þess að komast yfir 22 milljónir króna. Þetta er fimmta auðgunarbrotið sem maðurinn, sem heitir Helgi Már Magnússon, hefur hlotið dóm fyrir. Dómurinn féll í síðustu viku en var birtur á vef héraðsdómstóla í dag. Helgi Már fékk í desember 2017 yfirdráttarheimild fyrir fiskvinnslufyrirtækið hvar hann var framkvæmdastjóri, Hött Seafood. Hann fór í bankann til þess að ganga frá heimildinni, sem átti að vera upp á 2,6 milljónir króna. Vegna mistaka hjá bankanum varð hún hins vegar 26 milljónir. Helgi brást við með því að millifæra fimm milljónir inn á reikning föður síns, tíu milljónir inn á sambýliskonu sína og tók loks sjö milljónir út í reiðufé. Meirihluta þeirra peninga sem hann hafði millifært á aðra lét Helgi síðan greiða sér aftur í reiðufé, en hluti fjármunanna hafði fyrst verið fluttur á reikninga í eigu systur hans og mágs. Upp komst um málið þegar stjórnarmaður og starfsmaður Hattar Seafood kom í bankann og lét vita af mistökunum sem orðið höfðu við útgáfu yfirdráttarheimildarinnar. Því var Helgi kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu, en það var fjórum dögum eftir að mistökin höfðu átt sér stað. Ásamt Helga voru mágur hans, systir og fyrrverandi sambýliskona ákærð, en þau voru bæði sýknuð. Faðir Helga er látinn. Dómari í málinu sagði ljóst að Helgi væri sekur um háttsemina sem honum var gefin að sök. Með því að hafa flutt fjármuni á reikninga annarra og fengið þá aftur í reiðufé hafi verið ljóst að hann áttaði sig á því að háttsemi hans væri röng og ámælisverð. Hér má nálgast dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu.
Dómsmál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent