Komst yfir 22 milljónir vegna mistaka í bankanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2020 13:50 Alls komst Helgi yfir 22 milljónir króna vegna mistakanna. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku framkvæmdastjóra fiskvinnslufyrirtækis til þriggja ára fangelsisvistar fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Hann notfærði sér mistök við útgáfu banka til þess að komast yfir 22 milljónir króna. Þetta er fimmta auðgunarbrotið sem maðurinn, sem heitir Helgi Már Magnússon, hefur hlotið dóm fyrir. Dómurinn féll í síðustu viku en var birtur á vef héraðsdómstóla í dag. Helgi Már fékk í desember 2017 yfirdráttarheimild fyrir fiskvinnslufyrirtækið hvar hann var framkvæmdastjóri, Hött Seafood. Hann fór í bankann til þess að ganga frá heimildinni, sem átti að vera upp á 2,6 milljónir króna. Vegna mistaka hjá bankanum varð hún hins vegar 26 milljónir. Helgi brást við með því að millifæra fimm milljónir inn á reikning föður síns, tíu milljónir inn á sambýliskonu sína og tók loks sjö milljónir út í reiðufé. Meirihluta þeirra peninga sem hann hafði millifært á aðra lét Helgi síðan greiða sér aftur í reiðufé, en hluti fjármunanna hafði fyrst verið fluttur á reikninga í eigu systur hans og mágs. Upp komst um málið þegar stjórnarmaður og starfsmaður Hattar Seafood kom í bankann og lét vita af mistökunum sem orðið höfðu við útgáfu yfirdráttarheimildarinnar. Því var Helgi kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu, en það var fjórum dögum eftir að mistökin höfðu átt sér stað. Ásamt Helga voru mágur hans, systir og fyrrverandi sambýliskona ákærð, en þau voru bæði sýknuð. Faðir Helga er látinn. Dómari í málinu sagði ljóst að Helgi væri sekur um háttsemina sem honum var gefin að sök. Með því að hafa flutt fjármuni á reikninga annarra og fengið þá aftur í reiðufé hafi verið ljóst að hann áttaði sig á því að háttsemi hans væri röng og ámælisverð. Hér má nálgast dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu. Dómsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku framkvæmdastjóra fiskvinnslufyrirtækis til þriggja ára fangelsisvistar fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Hann notfærði sér mistök við útgáfu banka til þess að komast yfir 22 milljónir króna. Þetta er fimmta auðgunarbrotið sem maðurinn, sem heitir Helgi Már Magnússon, hefur hlotið dóm fyrir. Dómurinn féll í síðustu viku en var birtur á vef héraðsdómstóla í dag. Helgi Már fékk í desember 2017 yfirdráttarheimild fyrir fiskvinnslufyrirtækið hvar hann var framkvæmdastjóri, Hött Seafood. Hann fór í bankann til þess að ganga frá heimildinni, sem átti að vera upp á 2,6 milljónir króna. Vegna mistaka hjá bankanum varð hún hins vegar 26 milljónir. Helgi brást við með því að millifæra fimm milljónir inn á reikning föður síns, tíu milljónir inn á sambýliskonu sína og tók loks sjö milljónir út í reiðufé. Meirihluta þeirra peninga sem hann hafði millifært á aðra lét Helgi síðan greiða sér aftur í reiðufé, en hluti fjármunanna hafði fyrst verið fluttur á reikninga í eigu systur hans og mágs. Upp komst um málið þegar stjórnarmaður og starfsmaður Hattar Seafood kom í bankann og lét vita af mistökunum sem orðið höfðu við útgáfu yfirdráttarheimildarinnar. Því var Helgi kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu, en það var fjórum dögum eftir að mistökin höfðu átt sér stað. Ásamt Helga voru mágur hans, systir og fyrrverandi sambýliskona ákærð, en þau voru bæði sýknuð. Faðir Helga er látinn. Dómari í málinu sagði ljóst að Helgi væri sekur um háttsemina sem honum var gefin að sök. Með því að hafa flutt fjármuni á reikninga annarra og fengið þá aftur í reiðufé hafi verið ljóst að hann áttaði sig á því að háttsemi hans væri röng og ámælisverð. Hér má nálgast dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu.
Dómsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira