„Þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann“ Telma Tómasson skrifar 14. júlí 2020 13:27 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri ÖSE. Vísir/getty Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. Vitað sé að það verði ekki auðvelt að finna eftirmann hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var ráðin til þriggja ára í starf forstjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu – ÖSE. Hún hafði lýst yfir áhuga sínum á að halda starfinu áfram, en ásamt þremur öðrum yfirmönnum hlýtur hún ekki brautargengi. Aðildarríki ÖSE eru 57 og nýtur Ingibjörg Sólrún stuðnings íslenskra stjórnvalda sem og flestra annarra ríkja. Hins vegar settu Tyrkir og Tadsíkar sig upp á móti áframhaldandi ráðningu hennar meðal annars vegna þess að hún þótti ekki hafa beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Og þessi frjálsu félagasamtök hafa þau viljað skilgreina sem hryðjuverkasamtök eða samtök sem styðja við ofbeldi en þau hafa ekki fært fram neinar sönnur á það,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Einhugur þarf að vera meðal aðildarríkjanna um ráðningu yfirmanna og segir Ingibjörg Sólrún ákveðna yfirlýsingu felast í þessari ákvörðun. „Ég lít á þetta sem ákveðna yfirlýsingu um að það sé ekki sammæli um þau grundvallarviðmið sem við höfum stuðst við í okkar starfi sem lúta að lýðræði og mannréttindum. Því þau eru auðvitað að setja þá starfsemi ÖSE sem lýtur að þessu í ákveðið uppnám með þessum aðgerðum sínum. Og þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann sem á að taka við keflinu. Því málið er óleyst með þessi frjálsu félagasamtök þó að ég fari. Það mun ekki nýr yfirmaður leysa það mál,“ segir Ingibjörg Sólrún. Vendingin í málinu er nýtilkomin. „Það er ekki fyrr en á undanförnum tveimur, þremur vikum sem þetta er að koma upp á yfirborðið. Þetta var alls ekki uppi á yfirborðinu áður. Þannig að þetta er nýtilkomið en kemur kannski ekki alveg á óvart,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún mun að óbreyttu láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE á laugardag, eftir þrjú ár í starfi. Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. Vitað sé að það verði ekki auðvelt að finna eftirmann hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var ráðin til þriggja ára í starf forstjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu – ÖSE. Hún hafði lýst yfir áhuga sínum á að halda starfinu áfram, en ásamt þremur öðrum yfirmönnum hlýtur hún ekki brautargengi. Aðildarríki ÖSE eru 57 og nýtur Ingibjörg Sólrún stuðnings íslenskra stjórnvalda sem og flestra annarra ríkja. Hins vegar settu Tyrkir og Tadsíkar sig upp á móti áframhaldandi ráðningu hennar meðal annars vegna þess að hún þótti ekki hafa beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Og þessi frjálsu félagasamtök hafa þau viljað skilgreina sem hryðjuverkasamtök eða samtök sem styðja við ofbeldi en þau hafa ekki fært fram neinar sönnur á það,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Einhugur þarf að vera meðal aðildarríkjanna um ráðningu yfirmanna og segir Ingibjörg Sólrún ákveðna yfirlýsingu felast í þessari ákvörðun. „Ég lít á þetta sem ákveðna yfirlýsingu um að það sé ekki sammæli um þau grundvallarviðmið sem við höfum stuðst við í okkar starfi sem lúta að lýðræði og mannréttindum. Því þau eru auðvitað að setja þá starfsemi ÖSE sem lýtur að þessu í ákveðið uppnám með þessum aðgerðum sínum. Og þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann sem á að taka við keflinu. Því málið er óleyst með þessi frjálsu félagasamtök þó að ég fari. Það mun ekki nýr yfirmaður leysa það mál,“ segir Ingibjörg Sólrún. Vendingin í málinu er nýtilkomin. „Það er ekki fyrr en á undanförnum tveimur, þremur vikum sem þetta er að koma upp á yfirborðið. Þetta var alls ekki uppi á yfirborðinu áður. Þannig að þetta er nýtilkomið en kemur kannski ekki alveg á óvart,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún mun að óbreyttu láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE á laugardag, eftir þrjú ár í starfi.
Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira