Leituðu að innbrotsþjófi í Elliðaárdal eftir eftirför Sylvía Hall skrifar 14. júlí 2020 06:20 46 mál voru bókuð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Skömmu fyrir miðnætti barst lögreglu tilkynning um tilraun til innbrots í hús í Árbæ. Rúmlega klukkutíma síðar barst lögreglu svo önnur tilkynning um aðra innbrotstilraun í hús í sama hverfi og bentu lýsingar til þess að um sama mann væri að ræða samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu. Tæplega korteri síðar kom lögregla auga á hinn grunaða þar sem hann ók bifreið. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu sem endaði með eftirför um hverfið. Maðurinn hljóp inn í Elliðaárdalinn og var hann handtekinn eftir nokkra leit í dalnum. Í ljós kom að hann hafði stolið bifreiðinni frá seinni innbrotsstaðnum og var hann vistaður í fangageymslu. Einn var handtekinn fyrir heimilisofbeldi og var vistaður í fangageymslu. Þá var tilkynnt um hópasöfnun ungmenna á tíunda tímanum í gærkvöldi þar sem einhverjir voru sagðir vopnaðir og undir áhrifum fíkniefna. Lögregla kom og fylgdist með í nokkra stund, nokkrir yfirgáfu svæðið en engin læti voru í þeim sem eftir voru. Fleiri tilkynningar komu inn á borð lögreglu vegna ungmenna, en um klukkan átta í gærkvöldi barst tilkynning um krakka uppi á þaki Breiðholtsskóla. Þegar lögreglu bar að garði reyndist enginn vera þar. Nokkrar tilkynningar sneru að ökumönnum sem voru líklega undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, en einn ökumaður var stöðvaður á tíunda tímanum grunaður um akstur undir áhrifum, vörslu fíkniefna og að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Sá reyndi að ljúga til um hver hann væri en var látinn laus að sýnatöku lokinni. Alls voru 46 mál bókuð frá klukkan 17 til fimm í nótt. Lögreglumál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Skömmu fyrir miðnætti barst lögreglu tilkynning um tilraun til innbrots í hús í Árbæ. Rúmlega klukkutíma síðar barst lögreglu svo önnur tilkynning um aðra innbrotstilraun í hús í sama hverfi og bentu lýsingar til þess að um sama mann væri að ræða samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu. Tæplega korteri síðar kom lögregla auga á hinn grunaða þar sem hann ók bifreið. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu sem endaði með eftirför um hverfið. Maðurinn hljóp inn í Elliðaárdalinn og var hann handtekinn eftir nokkra leit í dalnum. Í ljós kom að hann hafði stolið bifreiðinni frá seinni innbrotsstaðnum og var hann vistaður í fangageymslu. Einn var handtekinn fyrir heimilisofbeldi og var vistaður í fangageymslu. Þá var tilkynnt um hópasöfnun ungmenna á tíunda tímanum í gærkvöldi þar sem einhverjir voru sagðir vopnaðir og undir áhrifum fíkniefna. Lögregla kom og fylgdist með í nokkra stund, nokkrir yfirgáfu svæðið en engin læti voru í þeim sem eftir voru. Fleiri tilkynningar komu inn á borð lögreglu vegna ungmenna, en um klukkan átta í gærkvöldi barst tilkynning um krakka uppi á þaki Breiðholtsskóla. Þegar lögreglu bar að garði reyndist enginn vera þar. Nokkrar tilkynningar sneru að ökumönnum sem voru líklega undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, en einn ökumaður var stöðvaður á tíunda tímanum grunaður um akstur undir áhrifum, vörslu fíkniefna og að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Sá reyndi að ljúga til um hver hann væri en var látinn laus að sýnatöku lokinni. Alls voru 46 mál bókuð frá klukkan 17 til fimm í nótt.
Lögreglumál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira