„Við förum bara heim og vöknum með ástvinum okkar og höldum áfram lífinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 13. júlí 2020 21:41 Óskar á hliðarlínunni í kvöld. vísir/bára Það var kanski vitað mál að Óskar Hrafn þjálfari Blika myndi ekki vera brosandi þegar blaðamaður náði tali af honum og það varð raunin. „Það má segja það, við vorum ekki tilbúnir og vorum ólíkir sjálfum okkar í fyrri hálfleik og gerðum okkur mjög erfitt fyrir með því hvernig við byrjuðum leikinn,“ sagði Óskar þegar hann var spurður að því hvort að hans menn hafi ekki verið tilbúnir í leikinn. KR hafa verið þekktir fyrir að stýra leikjum sem þeir komast yfir í og var Óskar spurður að því hvort sú hafi verið raunin í kvöld að hans menn hafi ekki fundið lausnir á leik KR. „Jú jú, KR eru frábærir og mikið búið að tala um það að þeir megi ekki komast yfir og ég tek ekkert af KR-ingum en við virkuðum þreyttir, þungir og orkulausir. Við virkuðum líka pínu stressaðir og ég átta mig ekki alveg á því hvort leikjaálagið sé farið að hafa áhrif í þessum leik.“ „Ég var hæstánægður með seinni hálfleikinn hjá okkur og við hefðum alveg getað jafnað leikinn ef að því er að skipta. Fyrri hálfleikurinn samt með því daprasta sem við höfum sýnt.“ Óskar var þá spurður að því hvort KR hafi grætt á því fyrir þennan leik að hafa fengið hvíld í seinustu umferð. Þjálfari Blika var ekki alveg á því „Þú segir það en ég ætla ekkert að dæma um það. Sumir spila þrjá leiki á sjö dögum á meðan aðrir spila einn þannig að já já það hjálpar til. Það er búið að vera mikið álag á okkur en við getum ekki notað það sem afsökun. Það er bara eins og það er en hvort það er hluti af skýringunni á því að við vorum seinir úr startholunum. Eftir stendur að KR-ingar voru betri en við og unnu þennan leik.“ „Ég þarf náttúrlega bara að segja við þá að þetta var bara fótboltaleikur sem tapaðist. Það gerðist ekkert meira og við förum bara heim og vöknum með ástvinum okkar og höldum áfram lífinu. Ég hef svo sem engar áhyggjur af þessum drengjum, þeir eru mannlegir og menn eru ekki alltaf í sínu allra allra besta formi. Það er bara leiðinlegt að það hafi verið í dag í fyrri hálfleik en þú stjórnar því ekki“, sagði Óskar að lokum en hann var spurður að því hvað hann þurfi að segja við strákana sína. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 2-1 | Meistararnir sýndu klærnar KR er komið á topp Pepsi Max-deildar karla í kvöld eftir sigur á Breiðabliki í kvöld. 13. júlí 2020 21:05 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Það var kanski vitað mál að Óskar Hrafn þjálfari Blika myndi ekki vera brosandi þegar blaðamaður náði tali af honum og það varð raunin. „Það má segja það, við vorum ekki tilbúnir og vorum ólíkir sjálfum okkar í fyrri hálfleik og gerðum okkur mjög erfitt fyrir með því hvernig við byrjuðum leikinn,“ sagði Óskar þegar hann var spurður að því hvort að hans menn hafi ekki verið tilbúnir í leikinn. KR hafa verið þekktir fyrir að stýra leikjum sem þeir komast yfir í og var Óskar spurður að því hvort sú hafi verið raunin í kvöld að hans menn hafi ekki fundið lausnir á leik KR. „Jú jú, KR eru frábærir og mikið búið að tala um það að þeir megi ekki komast yfir og ég tek ekkert af KR-ingum en við virkuðum þreyttir, þungir og orkulausir. Við virkuðum líka pínu stressaðir og ég átta mig ekki alveg á því hvort leikjaálagið sé farið að hafa áhrif í þessum leik.“ „Ég var hæstánægður með seinni hálfleikinn hjá okkur og við hefðum alveg getað jafnað leikinn ef að því er að skipta. Fyrri hálfleikurinn samt með því daprasta sem við höfum sýnt.“ Óskar var þá spurður að því hvort KR hafi grætt á því fyrir þennan leik að hafa fengið hvíld í seinustu umferð. Þjálfari Blika var ekki alveg á því „Þú segir það en ég ætla ekkert að dæma um það. Sumir spila þrjá leiki á sjö dögum á meðan aðrir spila einn þannig að já já það hjálpar til. Það er búið að vera mikið álag á okkur en við getum ekki notað það sem afsökun. Það er bara eins og það er en hvort það er hluti af skýringunni á því að við vorum seinir úr startholunum. Eftir stendur að KR-ingar voru betri en við og unnu þennan leik.“ „Ég þarf náttúrlega bara að segja við þá að þetta var bara fótboltaleikur sem tapaðist. Það gerðist ekkert meira og við förum bara heim og vöknum með ástvinum okkar og höldum áfram lífinu. Ég hef svo sem engar áhyggjur af þessum drengjum, þeir eru mannlegir og menn eru ekki alltaf í sínu allra allra besta formi. Það er bara leiðinlegt að það hafi verið í dag í fyrri hálfleik en þú stjórnar því ekki“, sagði Óskar að lokum en hann var spurður að því hvað hann þurfi að segja við strákana sína.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 2-1 | Meistararnir sýndu klærnar KR er komið á topp Pepsi Max-deildar karla í kvöld eftir sigur á Breiðabliki í kvöld. 13. júlí 2020 21:05 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Breiðablik 2-1 | Meistararnir sýndu klærnar KR er komið á topp Pepsi Max-deildar karla í kvöld eftir sigur á Breiðabliki í kvöld. 13. júlí 2020 21:05