Komu til Íslands því hér er öruggt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2020 19:15 Laura Callet og Jonathan Zaccaria. Vísir/baldur Fjörutíu og fimm Frakkar flugu frá París í dag til að fara í siglingu með lúxusskemmtiferðaskipi sem siglir frá Reykjavík. Tveir Frakkar sem fréttastofa ræddi við sögðust hafa komið til Íslands því hér sé öruggt. Franska skemmtiferðaskipið Le Boreal lagðist við Miðbakka snemma í morgun en það siglir fram og til baka til Grænlands. Frakkarnir sem komu til landsins í hádeginu fóru allir í kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli og voru komnir um borð í skipið nú á sjöunda tímanum. Ekki voru enn komnar niðurstöður úr skimuninni en allir farþegarnir voru skimaðir fyrir veirunni í Frakklandi og voru þá neikvæðir. Skipið siglir með farþegana til Grænlands þegar niðurstöður berast. Fréttastofa ræddi við tvo Frakka sem biðu eftir niðurstöðum úr skimun í dag. Þau sögðust hafa ákveðið að koma til Íslands því hér sé öruggt. „Í Frakklandi eru 30 þúsund dánir úr Covid-19, hér eru þeir tíu. Þetta er svarið mitt,“ sagði Laura Callet, farþegi Le Boreal. „Þetta er tækifæri til að vinna á sumrin og möguleiki á að ferðast,“ sagði Jonathan Zaccaria, sem er í áhöfn Le Boreal. Að sögn Emmu Kjartansdóttur, deildarstjóra skipadeildar hjá Iceland Travel, hefur ekkert smit komið upp í skipinu frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Hún kvað vera almenna ánægju með að fyrstu siglingar skemmtiferðaskipa séu nú að hefjast á ný. Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt öðru frönsku skemmtiferðaskipi. Langflest skemmtiferðaskip hafa hins vegar afboðað komu sína eins og raunin er á Ísafirði. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. 11. júlí 2020 14:00 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Fjörutíu og fimm Frakkar flugu frá París í dag til að fara í siglingu með lúxusskemmtiferðaskipi sem siglir frá Reykjavík. Tveir Frakkar sem fréttastofa ræddi við sögðust hafa komið til Íslands því hér sé öruggt. Franska skemmtiferðaskipið Le Boreal lagðist við Miðbakka snemma í morgun en það siglir fram og til baka til Grænlands. Frakkarnir sem komu til landsins í hádeginu fóru allir í kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli og voru komnir um borð í skipið nú á sjöunda tímanum. Ekki voru enn komnar niðurstöður úr skimuninni en allir farþegarnir voru skimaðir fyrir veirunni í Frakklandi og voru þá neikvæðir. Skipið siglir með farþegana til Grænlands þegar niðurstöður berast. Fréttastofa ræddi við tvo Frakka sem biðu eftir niðurstöðum úr skimun í dag. Þau sögðust hafa ákveðið að koma til Íslands því hér sé öruggt. „Í Frakklandi eru 30 þúsund dánir úr Covid-19, hér eru þeir tíu. Þetta er svarið mitt,“ sagði Laura Callet, farþegi Le Boreal. „Þetta er tækifæri til að vinna á sumrin og möguleiki á að ferðast,“ sagði Jonathan Zaccaria, sem er í áhöfn Le Boreal. Að sögn Emmu Kjartansdóttur, deildarstjóra skipadeildar hjá Iceland Travel, hefur ekkert smit komið upp í skipinu frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Hún kvað vera almenna ánægju með að fyrstu siglingar skemmtiferðaskipa séu nú að hefjast á ný. Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt öðru frönsku skemmtiferðaskipi. Langflest skemmtiferðaskip hafa hins vegar afboðað komu sína eins og raunin er á Ísafirði.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. 11. júlí 2020 14:00 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22
Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. 11. júlí 2020 14:00