Komu til Íslands því hér er öruggt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2020 19:15 Laura Callet og Jonathan Zaccaria. Vísir/baldur Fjörutíu og fimm Frakkar flugu frá París í dag til að fara í siglingu með lúxusskemmtiferðaskipi sem siglir frá Reykjavík. Tveir Frakkar sem fréttastofa ræddi við sögðust hafa komið til Íslands því hér sé öruggt. Franska skemmtiferðaskipið Le Boreal lagðist við Miðbakka snemma í morgun en það siglir fram og til baka til Grænlands. Frakkarnir sem komu til landsins í hádeginu fóru allir í kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli og voru komnir um borð í skipið nú á sjöunda tímanum. Ekki voru enn komnar niðurstöður úr skimuninni en allir farþegarnir voru skimaðir fyrir veirunni í Frakklandi og voru þá neikvæðir. Skipið siglir með farþegana til Grænlands þegar niðurstöður berast. Fréttastofa ræddi við tvo Frakka sem biðu eftir niðurstöðum úr skimun í dag. Þau sögðust hafa ákveðið að koma til Íslands því hér sé öruggt. „Í Frakklandi eru 30 þúsund dánir úr Covid-19, hér eru þeir tíu. Þetta er svarið mitt,“ sagði Laura Callet, farþegi Le Boreal. „Þetta er tækifæri til að vinna á sumrin og möguleiki á að ferðast,“ sagði Jonathan Zaccaria, sem er í áhöfn Le Boreal. Að sögn Emmu Kjartansdóttur, deildarstjóra skipadeildar hjá Iceland Travel, hefur ekkert smit komið upp í skipinu frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Hún kvað vera almenna ánægju með að fyrstu siglingar skemmtiferðaskipa séu nú að hefjast á ný. Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt öðru frönsku skemmtiferðaskipi. Langflest skemmtiferðaskip hafa hins vegar afboðað komu sína eins og raunin er á Ísafirði. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. 11. júlí 2020 14:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Fjörutíu og fimm Frakkar flugu frá París í dag til að fara í siglingu með lúxusskemmtiferðaskipi sem siglir frá Reykjavík. Tveir Frakkar sem fréttastofa ræddi við sögðust hafa komið til Íslands því hér sé öruggt. Franska skemmtiferðaskipið Le Boreal lagðist við Miðbakka snemma í morgun en það siglir fram og til baka til Grænlands. Frakkarnir sem komu til landsins í hádeginu fóru allir í kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli og voru komnir um borð í skipið nú á sjöunda tímanum. Ekki voru enn komnar niðurstöður úr skimuninni en allir farþegarnir voru skimaðir fyrir veirunni í Frakklandi og voru þá neikvæðir. Skipið siglir með farþegana til Grænlands þegar niðurstöður berast. Fréttastofa ræddi við tvo Frakka sem biðu eftir niðurstöðum úr skimun í dag. Þau sögðust hafa ákveðið að koma til Íslands því hér sé öruggt. „Í Frakklandi eru 30 þúsund dánir úr Covid-19, hér eru þeir tíu. Þetta er svarið mitt,“ sagði Laura Callet, farþegi Le Boreal. „Þetta er tækifæri til að vinna á sumrin og möguleiki á að ferðast,“ sagði Jonathan Zaccaria, sem er í áhöfn Le Boreal. Að sögn Emmu Kjartansdóttur, deildarstjóra skipadeildar hjá Iceland Travel, hefur ekkert smit komið upp í skipinu frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Hún kvað vera almenna ánægju með að fyrstu siglingar skemmtiferðaskipa séu nú að hefjast á ný. Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt öðru frönsku skemmtiferðaskipi. Langflest skemmtiferðaskip hafa hins vegar afboðað komu sína eins og raunin er á Ísafirði.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. 11. júlí 2020 14:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22
Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. 11. júlí 2020 14:00