Var búinn að ákveða að fara til Fenerbache en Valencia varð fyrir valinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2020 12:00 Martin Hermannsson lék með Alba Berlin í tvö ár. Nú tekur nýtt ævintýri á Spáni við. vísir/getty Valencia á Spáni staðfesti í morgun að Martin Hermannsson hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann kemur til Valencia frá Alba Berlin sem hann varð tvöfaldur meistari með á síðasta tímabili. Martin hafði úr mörgum tilboðum að velja og um tíma var líklegast að hann færi til tyrkneska stórliðsins Fenerbache. En Valencia varð á endanum fyrir valinu. „Ég hef vitað af áhuga þeirra í nokkurn tíma. Fyrst var ég ekkert staðráðinn í að fara þangað. Það voru mörg lið sem ég var í sambandi við. Ég var búinn að þrengja þetta niður í þrjú lið, Valencia, Fenerbache og Baskonia,“ sagði Martin í samtali við Vísi í morgun. Eitt kvöldið var ég eiginlega búinn að ákveða að fara til Tyrklands en svo sýndi Valencia svo rosalega mikinn áhuga. Þeir yfirbuðu öll tilboð sem komu frá öðrum liðum. Og eftir að hafa talað við þjálfarann fannst mér þetta rétta skrefið. Öfugt við mörg önnur félög stendur Valencia vel að vígi fjárhagslega og það vantar ekkert upp á metnaðinn þar á bæ. Félagið hefur t.a.m. samið við Bandaríkjamanninn Derrick Williams sem var valinn númer tvö í nýliðavali NBA-deildarinnar 2011. Eina félagið sem borgaði full laun í Covid „Á síðasta tímabili var munurinn á Valencia og Alba Berlin ekkert rosalega mikill. En Alba Berlin er að missa þrjá byrjunarliðsmenn á meðan Valencia heldur flestum sínum mönnum og bætir mér og Derrick Williams við. Þeir ætla sér stóra hluti og vilja taka skref fram á við. Markmiðið er að komast í úrslitakeppnina í EuroLeague. Það heillar mjög mikið og það er staður sem ég vil vera á,“ sagði Martin. Martin segir að spænska deildin hafi verið sín draumadeild.vísir/bára „Stærsta skrefið er kannski að fara úr þýsku deildinni í þá spænsku og ég er mjög spenntur. Þetta er örugglega það félag í Evrópu sem best statt fjárhagslega í dag og mesta öryggið að vera í. Þetta var eina félagið sem borgaði full laun í Covid-ástandinu. Þeir eru að byggja nýja keppnishöll og eru með eina bestu aðstöðu í Evrópu.“ Síminn hjá Jóni Arnóri stoppaði ekki Jón Arnór Stefánsson lék með Valencia á sínum tíma og hvatti Martin til að ganga í raðir síns gamla félags. „Einn morguninn hringdi hann í mig og sagði að ég væri að fara í Valencia. Síminn hjá honum stoppaði víst ekki þar sem menn voru að segja honum að ég þyrfti að koma og þeir vildu gera stóran og langan samning við mig,“ sagði Martin. Martin og Jón Arnór léku saman í íslenska landsliðinu, m.a. á EM 2015 og 2017.vísir/bára Honum er ætlað stórt hlutverk hjá Valencia og vera aðalleikstjórnandi liðsins. „Þeir sjá mig sem næsta mann til að stjórna þessu liði næstu árin. Sam Van Rossom, sem hefur verið þarna í sjö ár, er kominn á aldur og þá vantar kannski einhvern til að taka við af honum. Það heillar mig rosalega mikið að fá lyklana að einu stærsta liði Evrópu,“ sagði Martin. Útilokar ekki að fara aftur til Berlínar Eins og áður sagði varð íslenski landsliðsmaðurinn tvöfaldur meistari með Alba Berlin á síðasta tímabili. Hann segir að árin tvö í Berlín hafi verið afar góð. Eftir mikið silfurár í fyrra vann Alba Berlin tvöfalt á þessu tímabili.GETTY/CITY-PRESS „Það var ekki auðveld ákvörðun að fara en það fyllir aðeins upp í að hafa unnið þessa tvo titla og geta skilið við liðið á þeim nótum. Ég kveð alla hjá Alba Berlin með miklum söknuði. Þetta var rosalega góður tími í Berlín, bæði hvað körfuboltann og fjölskyldulífið varðar. Okkur leið vel þarna og það er aldrei að vita að maður fari aftur þangað,“ sagði Martin að lokum. Spænski körfuboltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Valencia á Spáni staðfesti í morgun að Martin Hermannsson hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann kemur til Valencia frá Alba Berlin sem hann varð tvöfaldur meistari með á síðasta tímabili. Martin hafði úr mörgum tilboðum að velja og um tíma var líklegast að hann færi til tyrkneska stórliðsins Fenerbache. En Valencia varð á endanum fyrir valinu. „Ég hef vitað af áhuga þeirra í nokkurn tíma. Fyrst var ég ekkert staðráðinn í að fara þangað. Það voru mörg lið sem ég var í sambandi við. Ég var búinn að þrengja þetta niður í þrjú lið, Valencia, Fenerbache og Baskonia,“ sagði Martin í samtali við Vísi í morgun. Eitt kvöldið var ég eiginlega búinn að ákveða að fara til Tyrklands en svo sýndi Valencia svo rosalega mikinn áhuga. Þeir yfirbuðu öll tilboð sem komu frá öðrum liðum. Og eftir að hafa talað við þjálfarann fannst mér þetta rétta skrefið. Öfugt við mörg önnur félög stendur Valencia vel að vígi fjárhagslega og það vantar ekkert upp á metnaðinn þar á bæ. Félagið hefur t.a.m. samið við Bandaríkjamanninn Derrick Williams sem var valinn númer tvö í nýliðavali NBA-deildarinnar 2011. Eina félagið sem borgaði full laun í Covid „Á síðasta tímabili var munurinn á Valencia og Alba Berlin ekkert rosalega mikill. En Alba Berlin er að missa þrjá byrjunarliðsmenn á meðan Valencia heldur flestum sínum mönnum og bætir mér og Derrick Williams við. Þeir ætla sér stóra hluti og vilja taka skref fram á við. Markmiðið er að komast í úrslitakeppnina í EuroLeague. Það heillar mjög mikið og það er staður sem ég vil vera á,“ sagði Martin. Martin segir að spænska deildin hafi verið sín draumadeild.vísir/bára „Stærsta skrefið er kannski að fara úr þýsku deildinni í þá spænsku og ég er mjög spenntur. Þetta er örugglega það félag í Evrópu sem best statt fjárhagslega í dag og mesta öryggið að vera í. Þetta var eina félagið sem borgaði full laun í Covid-ástandinu. Þeir eru að byggja nýja keppnishöll og eru með eina bestu aðstöðu í Evrópu.“ Síminn hjá Jóni Arnóri stoppaði ekki Jón Arnór Stefánsson lék með Valencia á sínum tíma og hvatti Martin til að ganga í raðir síns gamla félags. „Einn morguninn hringdi hann í mig og sagði að ég væri að fara í Valencia. Síminn hjá honum stoppaði víst ekki þar sem menn voru að segja honum að ég þyrfti að koma og þeir vildu gera stóran og langan samning við mig,“ sagði Martin. Martin og Jón Arnór léku saman í íslenska landsliðinu, m.a. á EM 2015 og 2017.vísir/bára Honum er ætlað stórt hlutverk hjá Valencia og vera aðalleikstjórnandi liðsins. „Þeir sjá mig sem næsta mann til að stjórna þessu liði næstu árin. Sam Van Rossom, sem hefur verið þarna í sjö ár, er kominn á aldur og þá vantar kannski einhvern til að taka við af honum. Það heillar mig rosalega mikið að fá lyklana að einu stærsta liði Evrópu,“ sagði Martin. Útilokar ekki að fara aftur til Berlínar Eins og áður sagði varð íslenski landsliðsmaðurinn tvöfaldur meistari með Alba Berlin á síðasta tímabili. Hann segir að árin tvö í Berlín hafi verið afar góð. Eftir mikið silfurár í fyrra vann Alba Berlin tvöfalt á þessu tímabili.GETTY/CITY-PRESS „Það var ekki auðveld ákvörðun að fara en það fyllir aðeins upp í að hafa unnið þessa tvo titla og geta skilið við liðið á þeim nótum. Ég kveð alla hjá Alba Berlin með miklum söknuði. Þetta var rosalega góður tími í Berlín, bæði hvað körfuboltann og fjölskyldulífið varðar. Okkur leið vel þarna og það er aldrei að vita að maður fari aftur þangað,“ sagði Martin að lokum.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum