Þrastarungi sem víkur ekki frá ellefu ára dreng vekur hann með fuglasöng Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2020 21:00 Þrastarunginn Selma víkur ekki frá Kára. Hún er frjáls ferða sinna öllum stundum en unir sér best í Hlíðunum. SIGURJÓN ÓLASON Hinn ellefu ára Kári Kamban Sigurborgarson á heldur óvenjulegt gæludýr, en hann tók að sér munaðarlausan þrastarunga. Þrestinum finnst skemmtilegt að fara í göngutúra og vekur Kára klukkan átta á morgnanna með fuglasöng. Kári fann þröstinn fyrir rúmri viku síðan í laugardalnum. Var fuglinn þá ræfilslegur og yfirgefinn en foreldra hans var hvergi að sjá. „Hann var í pínulitlum skógi en hann var einn það voru engir fuglar nálægt og svo var hann mjög gæfur ég gat strax klappað honum,“ sagði Kári Kamban Sigurborgarson. Tók Kári þá fuglinn að sér í því skyni að gefa honum fæði svo hann myndi lifa af. Þegar fuglinn var orðinn stálpaður fór fjölskylda Kára með fuglinn í sumarbústað í þeim tilgangi að sleppa honum lausum út í náttúruna - en þá vildi hann hvergi fara. „Við fórum með hann í sumarbústaðinn og reyndum að sleppa honum lausum en hann kom alltaf aftur til baka,“ sagði Kári. Eftir nokkrar tilraunir til aðskilnaðar ákvað fjölskyldan að leyfa þrestinum að koma með Kára aftur heim í Hlíðarnar. Þeir félagar eru miklir vinir og spjalla heilmikið saman líkt og sjá má í myndskeiðinu. Kári og þrösturinn eru miklir mátar. Þeir spjalla saman og fara út í göngutúra.SIGURJÓN ÓLASON Þrösturinn fékk nafnið Selma og er hún öllum stundum frjáls ferða sinna. Hún hefur fengið ótal tækifæri til að fljúga út í náttúruna en virðist ekki vilja fara langt frá Kára sem hugsar mjög vel um fuglinn. „Ef maður fer eitthvert þá eltir hún mann,“ sagði Kári. Selmu þykir skemmtilegt að fara út í göngutúra með Kára. Hún sefur ýmist úti á svölum eða inni í svefnherbergi Kára á nóttunni og vekur hann á morgnanna með fuglasöngi. Dýr Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Hinn ellefu ára Kári Kamban Sigurborgarson á heldur óvenjulegt gæludýr, en hann tók að sér munaðarlausan þrastarunga. Þrestinum finnst skemmtilegt að fara í göngutúra og vekur Kára klukkan átta á morgnanna með fuglasöng. Kári fann þröstinn fyrir rúmri viku síðan í laugardalnum. Var fuglinn þá ræfilslegur og yfirgefinn en foreldra hans var hvergi að sjá. „Hann var í pínulitlum skógi en hann var einn það voru engir fuglar nálægt og svo var hann mjög gæfur ég gat strax klappað honum,“ sagði Kári Kamban Sigurborgarson. Tók Kári þá fuglinn að sér í því skyni að gefa honum fæði svo hann myndi lifa af. Þegar fuglinn var orðinn stálpaður fór fjölskylda Kára með fuglinn í sumarbústað í þeim tilgangi að sleppa honum lausum út í náttúruna - en þá vildi hann hvergi fara. „Við fórum með hann í sumarbústaðinn og reyndum að sleppa honum lausum en hann kom alltaf aftur til baka,“ sagði Kári. Eftir nokkrar tilraunir til aðskilnaðar ákvað fjölskyldan að leyfa þrestinum að koma með Kára aftur heim í Hlíðarnar. Þeir félagar eru miklir vinir og spjalla heilmikið saman líkt og sjá má í myndskeiðinu. Kári og þrösturinn eru miklir mátar. Þeir spjalla saman og fara út í göngutúra.SIGURJÓN ÓLASON Þrösturinn fékk nafnið Selma og er hún öllum stundum frjáls ferða sinna. Hún hefur fengið ótal tækifæri til að fljúga út í náttúruna en virðist ekki vilja fara langt frá Kára sem hugsar mjög vel um fuglinn. „Ef maður fer eitthvert þá eltir hún mann,“ sagði Kári. Selmu þykir skemmtilegt að fara út í göngutúra með Kára. Hún sefur ýmist úti á svölum eða inni í svefnherbergi Kára á nóttunni og vekur hann á morgnanna með fuglasöngi.
Dýr Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira