Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2020 13:37 Hér er sýnd ein af nokkrum tillögum Vegagerðarinnar um þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund. Skipulagsstofnun leggst eindregið gegn þverun fjarðarins og vill halda óbreyttri veglínu um fjarðarbotninn. Grafík/Vegagerðin. Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. Þetta kemur fram í kafla þar sem Skipulagsstofnun svarar þeirri niðurstöðu Vegagerðarinnar að veglínur þvert yfir fjörðinn komi til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2 þar sem veglínurnar stytti núverandi vegalengdir. „Að mati Skipulagsstofnunar ber að horfa til þess að framkvæmdin felur í sér samgöngubætur sem eru líklegar til að fjölga ferðum. Í matsskýrslu eru ekki færð rök fyrir því að minni útblástur vegna styttingar vegalengdar um 3-4 km sé líkleg til að vega upp á móti auknum útblæstri vegna fjölgunar ferða. Skipulagsstofnun telur að framkvæmdin sem slík sé heilt yfir líkleg til að hafa neikvæð áhrif á útblástur,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar. Undir það rita Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri og Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismats. Úr Vatnsfirði. Flókalundur til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Stofnunin, sem eindregið leggst gegn þverun Vatnsfjarðar í áliti sínu, hafnar einnig þeim sjónarmiðum Vegagerðarinnar að færsla vegarins muni hafa veruleg jákvæð áhrif á þá sem dvelja í Vatnsfirði. Þar segir Vegagerðin að kyrrð í firðinum aukist sem gæti aukið gildi hans og haft verulega jákvæð áhrif fyrir útivist og ferðamennsku. Áhugi á fuglaskoðun á svæðinu gæti aukist með aukinni kyrrð vegna minni umferðar um fjarðarbotninn. Ferða- og áhugafólki um fuglaskoðun gæti þótt það eftirsóknarvert. Það sama gildi um berjatínslu og veiðisvæði sem koma til með að liggja innan þverunar. „Að mati Skipulagsstofnunar munu áhrif af vegaframkvæmdum um friðlandið í Vatnsfirði verða neikvæð samkvæmt öllum valkostum á ferðamennsku og útivist,“ segir stofnunin og telur fjarðarþverun hafa veruleg neikvæð áhrif á ásýnd svæðisins. „Slík breyting, bæði á ásýnd og umferð, mun ekki verða vegin upp með aukinni friðsæld innan þverunar. Ekki er getið um sjónræn áhrif frá útivistarsvæðum innan þverunar, né tiltekið að öll sú afþreying og útivist sem getið er um að hægt verði að stunda innan þverunar sé til staðar þar í dag. Jafnframt verða meiri áhrif á einstaka mikilvæga staði, svo sem Hellulaug og ósa Pennu. Jákvæð áhrif af þverun á útivist innan botns Vatnsfjarðar eru því ofmetin,“ segir Skipulagsstofnun. Þrívíddarmyndir Vegagerðarinnar af mismunandi tillögum um veglínur má sjá hér. Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Skipulag Vesturbyggð Loftslagsmál Tengdar fréttir Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8. júlí 2020 21:59 Vara við áhrifum á umhverfi vegna nýs vegar um Dynjandisheiði Skipulagsstofnun mælir ekki með því að brú verði reist yfir Vatnsfjörð en til stendur að hefja þar vegaframkvæmdir sem hluta af því að leggja heilsársveg um Dynjandisheiði. 7. júlí 2020 17:27 Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. Þetta kemur fram í kafla þar sem Skipulagsstofnun svarar þeirri niðurstöðu Vegagerðarinnar að veglínur þvert yfir fjörðinn komi til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2 þar sem veglínurnar stytti núverandi vegalengdir. „Að mati Skipulagsstofnunar ber að horfa til þess að framkvæmdin felur í sér samgöngubætur sem eru líklegar til að fjölga ferðum. Í matsskýrslu eru ekki færð rök fyrir því að minni útblástur vegna styttingar vegalengdar um 3-4 km sé líkleg til að vega upp á móti auknum útblæstri vegna fjölgunar ferða. Skipulagsstofnun telur að framkvæmdin sem slík sé heilt yfir líkleg til að hafa neikvæð áhrif á útblástur,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar. Undir það rita Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri og Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismats. Úr Vatnsfirði. Flókalundur til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Stofnunin, sem eindregið leggst gegn þverun Vatnsfjarðar í áliti sínu, hafnar einnig þeim sjónarmiðum Vegagerðarinnar að færsla vegarins muni hafa veruleg jákvæð áhrif á þá sem dvelja í Vatnsfirði. Þar segir Vegagerðin að kyrrð í firðinum aukist sem gæti aukið gildi hans og haft verulega jákvæð áhrif fyrir útivist og ferðamennsku. Áhugi á fuglaskoðun á svæðinu gæti aukist með aukinni kyrrð vegna minni umferðar um fjarðarbotninn. Ferða- og áhugafólki um fuglaskoðun gæti þótt það eftirsóknarvert. Það sama gildi um berjatínslu og veiðisvæði sem koma til með að liggja innan þverunar. „Að mati Skipulagsstofnunar munu áhrif af vegaframkvæmdum um friðlandið í Vatnsfirði verða neikvæð samkvæmt öllum valkostum á ferðamennsku og útivist,“ segir stofnunin og telur fjarðarþverun hafa veruleg neikvæð áhrif á ásýnd svæðisins. „Slík breyting, bæði á ásýnd og umferð, mun ekki verða vegin upp með aukinni friðsæld innan þverunar. Ekki er getið um sjónræn áhrif frá útivistarsvæðum innan þverunar, né tiltekið að öll sú afþreying og útivist sem getið er um að hægt verði að stunda innan þverunar sé til staðar þar í dag. Jafnframt verða meiri áhrif á einstaka mikilvæga staði, svo sem Hellulaug og ósa Pennu. Jákvæð áhrif af þverun á útivist innan botns Vatnsfjarðar eru því ofmetin,“ segir Skipulagsstofnun. Þrívíddarmyndir Vegagerðarinnar af mismunandi tillögum um veglínur má sjá hér.
Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Skipulag Vesturbyggð Loftslagsmál Tengdar fréttir Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8. júlí 2020 21:59 Vara við áhrifum á umhverfi vegna nýs vegar um Dynjandisheiði Skipulagsstofnun mælir ekki með því að brú verði reist yfir Vatnsfjörð en til stendur að hefja þar vegaframkvæmdir sem hluta af því að leggja heilsársveg um Dynjandisheiði. 7. júlí 2020 17:27 Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8. júlí 2020 21:59
Vara við áhrifum á umhverfi vegna nýs vegar um Dynjandisheiði Skipulagsstofnun mælir ekki með því að brú verði reist yfir Vatnsfjörð en til stendur að hefja þar vegaframkvæmdir sem hluta af því að leggja heilsársveg um Dynjandisheiði. 7. júlí 2020 17:27
Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00
Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30
Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06