Jón Daði: Þegar dómarinn flautaði missti ég mig algjörlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2020 13:30 Jón Daði í leik gegn Nígeríu á HM í Rússlandi sumarið 2018. Vísir/Vilhelm Selfyssingurinn og landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í mjög ítarlegu viðtali við vefsíðu Millwall – liði sínu í ensku B-deildinni – um sína sögu. Þar fer hann um víðan völl en byrjar auðvitað á að ræða leikinn sem Englendingar eru eflaust enn að klóra sér í höfðinu yfir. „Þegar dómarinn flautaði til leiksloka missti ég mig algjörlega eins og aðrir leikmenn liðsins, við fórum og fögnuðum með stuðningsmönnum Íslands. Þetta var brjálað en þegar við komum í búningsklefann eftir á þá sagði enginn neitt. Leikmenn störðu bara á gólfið og reyndu að átta sig á því hvað hafði gerst,“ svona byrjar Jón Daði sögu sína í viðtali sem hann var í á dögunum. Fyrir þau ykkar sem voru ekki búin að kveikja þér Jón Daði að ræða ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 hér að ofan. Var það fyrsta stórmót íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi. From semi-professional football in Iceland, to taking on Cristiano Ronaldo's Portugal in EURO 2016... This, is 'My Story: @jondadi'#Millwall— Millwall FC (@MillwallFC) July 7, 2020 „Ég flutti á Selfoss og byrjaði að æfa fótbolta þar sjö ára gamall. Fór í gegnum alla yngri flokka liðsins og upp í meistaraflokk. Það var alltaf markmiðið að komst upp í meistaraflokk og mögulega verða atvinnumaður síðar meir,“ segir Jón Daði um sín fyrstu skref í boltanum. „Það er ekki í boði að vera atvinnumaður á Íslandi svo ég var einnig að vinna á vellinum fyrir æfingar. Svo þegar ég var um tvítugt fór ég til Noregs og gerðist atvinnumaður.“ „Það var draumi líkast, sérstaklega þar sem þetta var fyrsti mótsleikurinn minn fyrir A-landsliðið. Ég bjóst ekki við því að vera í byrjunarliðinu svo ég ákvað að stökkva á tækifærið, ég hafði engu að tapa og hef verið í liðinu síðan,“ sagði Jón Daði um 3-0 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli þann 9. september 2014. Var þetta fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016 sem fram fór í Frakklandi og Jón Daði gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. „Við höfðum engu að tapa sem lið enda var þetta í fyrsta skipti sem við komumst á stórmót. Við vissum að við værum með gott lið og við vorum með okkar eigin væntingar. Þær voru nokkuð háar, við vildum komast upp úr riðlinum og sjá hversu langt við kæmumst,“ sagði framherjinn um væntingar íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Jón var spurður út í fyrsta leik Íslands á EM þar sem liðið mætti Portúgal og Cristiano Ronaldo. „Venjulega er mér alveg sama við hverja ég er að spila en það er eitthvað við Ronaldo. Einhver ára í kringum hann, nánast guðlegur en maður pældi ekki of mikið í því á meðan leik stóð. Við einbeittum okkur að okkur sjálfum og stóðum okkur nokkuð vel.“ „Þegar maður er krakki þá þykist maður vera að skora á stórmóti þegar maður er út á velli að leika sér. Að gera það svo í alvörunni er ótrúleg tilfinning. Sigurmarkið í lokin þýddi svo að við myndum mæta Englandi sem var eitthvað sem allir Íslendingar vildu,“ sagði Jón um Austurríkis leikinn sem tryggði Íslendingum leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum. Jón Daði í einum af fjölmörgum landsleikjum sínum gegn Tyrklandi.Vísir/Daniel Viðtalið í heild sinni má finna á vef Millwall en Jón fer yfir víðan völl þar og ræðir til að mynda ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á mótinu. Að sjálfsögðu var Víkingaklappið rætt sem og HM í Rússlandi. Þá ræðir Jón Daði einnig veru sína í Englandi en hann hefur leikið í ensku B-deildinni síðan um haustið 2016 með Wolverhampton Wanderers, Reading og nú Millwall. Milwall er í 11. sæti ensku B-deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir, fimm stigum frá 6. sæti sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Sjá meira
Selfyssingurinn og landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í mjög ítarlegu viðtali við vefsíðu Millwall – liði sínu í ensku B-deildinni – um sína sögu. Þar fer hann um víðan völl en byrjar auðvitað á að ræða leikinn sem Englendingar eru eflaust enn að klóra sér í höfðinu yfir. „Þegar dómarinn flautaði til leiksloka missti ég mig algjörlega eins og aðrir leikmenn liðsins, við fórum og fögnuðum með stuðningsmönnum Íslands. Þetta var brjálað en þegar við komum í búningsklefann eftir á þá sagði enginn neitt. Leikmenn störðu bara á gólfið og reyndu að átta sig á því hvað hafði gerst,“ svona byrjar Jón Daði sögu sína í viðtali sem hann var í á dögunum. Fyrir þau ykkar sem voru ekki búin að kveikja þér Jón Daði að ræða ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 hér að ofan. Var það fyrsta stórmót íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi. From semi-professional football in Iceland, to taking on Cristiano Ronaldo's Portugal in EURO 2016... This, is 'My Story: @jondadi'#Millwall— Millwall FC (@MillwallFC) July 7, 2020 „Ég flutti á Selfoss og byrjaði að æfa fótbolta þar sjö ára gamall. Fór í gegnum alla yngri flokka liðsins og upp í meistaraflokk. Það var alltaf markmiðið að komst upp í meistaraflokk og mögulega verða atvinnumaður síðar meir,“ segir Jón Daði um sín fyrstu skref í boltanum. „Það er ekki í boði að vera atvinnumaður á Íslandi svo ég var einnig að vinna á vellinum fyrir æfingar. Svo þegar ég var um tvítugt fór ég til Noregs og gerðist atvinnumaður.“ „Það var draumi líkast, sérstaklega þar sem þetta var fyrsti mótsleikurinn minn fyrir A-landsliðið. Ég bjóst ekki við því að vera í byrjunarliðinu svo ég ákvað að stökkva á tækifærið, ég hafði engu að tapa og hef verið í liðinu síðan,“ sagði Jón Daði um 3-0 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli þann 9. september 2014. Var þetta fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016 sem fram fór í Frakklandi og Jón Daði gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. „Við höfðum engu að tapa sem lið enda var þetta í fyrsta skipti sem við komumst á stórmót. Við vissum að við værum með gott lið og við vorum með okkar eigin væntingar. Þær voru nokkuð háar, við vildum komast upp úr riðlinum og sjá hversu langt við kæmumst,“ sagði framherjinn um væntingar íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Jón var spurður út í fyrsta leik Íslands á EM þar sem liðið mætti Portúgal og Cristiano Ronaldo. „Venjulega er mér alveg sama við hverja ég er að spila en það er eitthvað við Ronaldo. Einhver ára í kringum hann, nánast guðlegur en maður pældi ekki of mikið í því á meðan leik stóð. Við einbeittum okkur að okkur sjálfum og stóðum okkur nokkuð vel.“ „Þegar maður er krakki þá þykist maður vera að skora á stórmóti þegar maður er út á velli að leika sér. Að gera það svo í alvörunni er ótrúleg tilfinning. Sigurmarkið í lokin þýddi svo að við myndum mæta Englandi sem var eitthvað sem allir Íslendingar vildu,“ sagði Jón um Austurríkis leikinn sem tryggði Íslendingum leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum. Jón Daði í einum af fjölmörgum landsleikjum sínum gegn Tyrklandi.Vísir/Daniel Viðtalið í heild sinni má finna á vef Millwall en Jón fer yfir víðan völl þar og ræðir til að mynda ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á mótinu. Að sjálfsögðu var Víkingaklappið rætt sem og HM í Rússlandi. Þá ræðir Jón Daði einnig veru sína í Englandi en hann hefur leikið í ensku B-deildinni síðan um haustið 2016 með Wolverhampton Wanderers, Reading og nú Millwall. Milwall er í 11. sæti ensku B-deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir, fimm stigum frá 6. sæti sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Sjá meira