Jón Daði: Þegar dómarinn flautaði missti ég mig algjörlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2020 13:30 Jón Daði í leik gegn Nígeríu á HM í Rússlandi sumarið 2018. Vísir/Vilhelm Selfyssingurinn og landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í mjög ítarlegu viðtali við vefsíðu Millwall – liði sínu í ensku B-deildinni – um sína sögu. Þar fer hann um víðan völl en byrjar auðvitað á að ræða leikinn sem Englendingar eru eflaust enn að klóra sér í höfðinu yfir. „Þegar dómarinn flautaði til leiksloka missti ég mig algjörlega eins og aðrir leikmenn liðsins, við fórum og fögnuðum með stuðningsmönnum Íslands. Þetta var brjálað en þegar við komum í búningsklefann eftir á þá sagði enginn neitt. Leikmenn störðu bara á gólfið og reyndu að átta sig á því hvað hafði gerst,“ svona byrjar Jón Daði sögu sína í viðtali sem hann var í á dögunum. Fyrir þau ykkar sem voru ekki búin að kveikja þér Jón Daði að ræða ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 hér að ofan. Var það fyrsta stórmót íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi. From semi-professional football in Iceland, to taking on Cristiano Ronaldo's Portugal in EURO 2016... This, is 'My Story: @jondadi'#Millwall— Millwall FC (@MillwallFC) July 7, 2020 „Ég flutti á Selfoss og byrjaði að æfa fótbolta þar sjö ára gamall. Fór í gegnum alla yngri flokka liðsins og upp í meistaraflokk. Það var alltaf markmiðið að komst upp í meistaraflokk og mögulega verða atvinnumaður síðar meir,“ segir Jón Daði um sín fyrstu skref í boltanum. „Það er ekki í boði að vera atvinnumaður á Íslandi svo ég var einnig að vinna á vellinum fyrir æfingar. Svo þegar ég var um tvítugt fór ég til Noregs og gerðist atvinnumaður.“ „Það var draumi líkast, sérstaklega þar sem þetta var fyrsti mótsleikurinn minn fyrir A-landsliðið. Ég bjóst ekki við því að vera í byrjunarliðinu svo ég ákvað að stökkva á tækifærið, ég hafði engu að tapa og hef verið í liðinu síðan,“ sagði Jón Daði um 3-0 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli þann 9. september 2014. Var þetta fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016 sem fram fór í Frakklandi og Jón Daði gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. „Við höfðum engu að tapa sem lið enda var þetta í fyrsta skipti sem við komumst á stórmót. Við vissum að við værum með gott lið og við vorum með okkar eigin væntingar. Þær voru nokkuð háar, við vildum komast upp úr riðlinum og sjá hversu langt við kæmumst,“ sagði framherjinn um væntingar íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Jón var spurður út í fyrsta leik Íslands á EM þar sem liðið mætti Portúgal og Cristiano Ronaldo. „Venjulega er mér alveg sama við hverja ég er að spila en það er eitthvað við Ronaldo. Einhver ára í kringum hann, nánast guðlegur en maður pældi ekki of mikið í því á meðan leik stóð. Við einbeittum okkur að okkur sjálfum og stóðum okkur nokkuð vel.“ „Þegar maður er krakki þá þykist maður vera að skora á stórmóti þegar maður er út á velli að leika sér. Að gera það svo í alvörunni er ótrúleg tilfinning. Sigurmarkið í lokin þýddi svo að við myndum mæta Englandi sem var eitthvað sem allir Íslendingar vildu,“ sagði Jón um Austurríkis leikinn sem tryggði Íslendingum leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum. Jón Daði í einum af fjölmörgum landsleikjum sínum gegn Tyrklandi.Vísir/Daniel Viðtalið í heild sinni má finna á vef Millwall en Jón fer yfir víðan völl þar og ræðir til að mynda ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á mótinu. Að sjálfsögðu var Víkingaklappið rætt sem og HM í Rússlandi. Þá ræðir Jón Daði einnig veru sína í Englandi en hann hefur leikið í ensku B-deildinni síðan um haustið 2016 með Wolverhampton Wanderers, Reading og nú Millwall. Milwall er í 11. sæti ensku B-deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir, fimm stigum frá 6. sæti sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Selfyssingurinn og landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í mjög ítarlegu viðtali við vefsíðu Millwall – liði sínu í ensku B-deildinni – um sína sögu. Þar fer hann um víðan völl en byrjar auðvitað á að ræða leikinn sem Englendingar eru eflaust enn að klóra sér í höfðinu yfir. „Þegar dómarinn flautaði til leiksloka missti ég mig algjörlega eins og aðrir leikmenn liðsins, við fórum og fögnuðum með stuðningsmönnum Íslands. Þetta var brjálað en þegar við komum í búningsklefann eftir á þá sagði enginn neitt. Leikmenn störðu bara á gólfið og reyndu að átta sig á því hvað hafði gerst,“ svona byrjar Jón Daði sögu sína í viðtali sem hann var í á dögunum. Fyrir þau ykkar sem voru ekki búin að kveikja þér Jón Daði að ræða ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 hér að ofan. Var það fyrsta stórmót íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi. From semi-professional football in Iceland, to taking on Cristiano Ronaldo's Portugal in EURO 2016... This, is 'My Story: @jondadi'#Millwall— Millwall FC (@MillwallFC) July 7, 2020 „Ég flutti á Selfoss og byrjaði að æfa fótbolta þar sjö ára gamall. Fór í gegnum alla yngri flokka liðsins og upp í meistaraflokk. Það var alltaf markmiðið að komst upp í meistaraflokk og mögulega verða atvinnumaður síðar meir,“ segir Jón Daði um sín fyrstu skref í boltanum. „Það er ekki í boði að vera atvinnumaður á Íslandi svo ég var einnig að vinna á vellinum fyrir æfingar. Svo þegar ég var um tvítugt fór ég til Noregs og gerðist atvinnumaður.“ „Það var draumi líkast, sérstaklega þar sem þetta var fyrsti mótsleikurinn minn fyrir A-landsliðið. Ég bjóst ekki við því að vera í byrjunarliðinu svo ég ákvað að stökkva á tækifærið, ég hafði engu að tapa og hef verið í liðinu síðan,“ sagði Jón Daði um 3-0 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli þann 9. september 2014. Var þetta fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016 sem fram fór í Frakklandi og Jón Daði gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. „Við höfðum engu að tapa sem lið enda var þetta í fyrsta skipti sem við komumst á stórmót. Við vissum að við værum með gott lið og við vorum með okkar eigin væntingar. Þær voru nokkuð háar, við vildum komast upp úr riðlinum og sjá hversu langt við kæmumst,“ sagði framherjinn um væntingar íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Jón var spurður út í fyrsta leik Íslands á EM þar sem liðið mætti Portúgal og Cristiano Ronaldo. „Venjulega er mér alveg sama við hverja ég er að spila en það er eitthvað við Ronaldo. Einhver ára í kringum hann, nánast guðlegur en maður pældi ekki of mikið í því á meðan leik stóð. Við einbeittum okkur að okkur sjálfum og stóðum okkur nokkuð vel.“ „Þegar maður er krakki þá þykist maður vera að skora á stórmóti þegar maður er út á velli að leika sér. Að gera það svo í alvörunni er ótrúleg tilfinning. Sigurmarkið í lokin þýddi svo að við myndum mæta Englandi sem var eitthvað sem allir Íslendingar vildu,“ sagði Jón um Austurríkis leikinn sem tryggði Íslendingum leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum. Jón Daði í einum af fjölmörgum landsleikjum sínum gegn Tyrklandi.Vísir/Daniel Viðtalið í heild sinni má finna á vef Millwall en Jón fer yfir víðan völl þar og ræðir til að mynda ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á mótinu. Að sjálfsögðu var Víkingaklappið rætt sem og HM í Rússlandi. Þá ræðir Jón Daði einnig veru sína í Englandi en hann hefur leikið í ensku B-deildinni síðan um haustið 2016 með Wolverhampton Wanderers, Reading og nú Millwall. Milwall er í 11. sæti ensku B-deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir, fimm stigum frá 6. sæti sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira