Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Sylvía Hall skrifar 8. júlí 2020 15:47 Fólkið var handtekið í aðgerðum lögreglu í og við Hvalfjarðargöng í lok febrúar. Vísir/vilhelm Tveir þeirra sem dæmdir voru fyrir amfetamínframleiðslu og umhverfisspjöll í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun höfðu leitað að acetone í verslun Bauhaus sem þótti styðja grunsemdir lögreglu um fyrirhugaða amfetamínframleiðslu þeirra. Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að annar þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. Þetta kemur fram í niðurstöðum dómsins en mennirnir, Grzegorz Marcin Krzton og Jakub Pawel Rzasa voru dæmdir í þriggja og fjögurra ára fangelsi. Bartlomiej Szelengiewicz, Dawid Stanislaw Dolecki, Krzystof Sieracki og Jaroslava Davíðsson voru einnig dæmd í þriggja til fjögurra ára fangelsi vegna amfetamínframleiðslunnar sem fór fram í sumarhúsi í Borgarfirði. Aðeins Grzegorz og Jaroslava höfðu ekki gerst sek um refsiverða háttsemi áður, fyrir utan umferðarlagabrot Jaroslövu sem höfðu ekki áhrif við ákvörðun refsingar hennar. Var hún dæmd til þriggja ára fangelsisvistar vegna málsins. Meiriháttar umhverfisspjöll Þrír mannanna voru ákærðir fyrir brot gegn lögum um umhverfisvernd með því að hafa sturtað afgangsefnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum sumarhúsið. Mynd var tekin af tveimur ákærðu þegar þeir voru að losa úrganginn. Þrátt fyrir að frekari sönnunargögn lágu ekki fyrir þótti fullvíst að mennirnir höfðu losað úrganginn í náttúruna og að þriðji maður, Krzysztof, hafi tekið þátt í þeim verknaði. Um skaðlegt efni væri að ræða og því skýrt brot gegn lögum um umhverfisvernd. Dómur féll í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Jaroslava mátti vita af amfetamínframleiðslunni Jaroslava Davíðsson, eiginkona Geira á Goldfinger, var handtekinn í aðgerðum lögreglu þann 29. febrúar við Hvalfjarðargöng. Í dómnum segir að hún hafi farið í tvígang með Jakub í sumarhúsið og í fyrra skiptið hafi verið varningur í bifreið hennar sem tengdist framleiðslunni. Í seinna skiptið sem hún fór í sumarhúsið var fíkniefnið sett í bifreið hennar sem leiddi til þess að „kemískt“ lykt var í bifreiðinni. Þá fór hún einnig í tvígang út á flugvöll að sækja hina mennina sem komu hingað til lands til þess að framleiða fíkniefni og lánaði þeim bifreið sína. Taldi dómurinn hafið yfir vafa að hún hafi verið þátttakandi í framleiðslunni og henni hafi verið kunnugt um framleiðsluna frá upphafi. Var hún því sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi. Losuðu sig við ruslapokana við Goldfinger Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærðu tjáðu sig takmarkað um atvik málsins og lýstu þau Grzegorz og Jaroslava því yfir að þau hefðu hvorki tekið þátt í framleiðslunni né vitað af henni. Þá var talið sannað að þeir Bartlomiej, Dawid og Krzysztof hafi komið til landsins til þess eins að framleiða fíkniefni. Jakub hafði keypt flugmiða fyrir þá í þeim tilgangi en þeir Bartlomiej og Dawid komu til landsins þann 27. febrúar, tveimur dögum fyrir handtökuna. Krzystof hafði komið þremur dögum fyrr. Eftir að mennirnir höfðu komið til landsins keyptu þeir ýmsa muni fyrir framleiðsluna, til að mynda whire sprit og plastfilmu. Fóru þeir í kjölfarið í sumarhúsið ásamt Jaroslövu, sóttu þar tvo svarta ruslapoka sem voru settir í bifreiðina og óku aftur til Reykjavíkur. Jakub losaði sig við ruslapokana í ruslagám við Goldfinger í Kópavogi. Við handtökuna í og við Hvalfjarðargöngin fundust tæplega tvö kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 34 til 66 prósent. Þá var einnig lagt hald á rúmlega kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 1,7 til 3,2 prósent. Bíll Jaroslövu var jafnframt gerður upptækur, BMW bifreið með einkanúmerinu JARA ásamt úðavopni og tveimur rafbyssum. Voru þau dæmd til þess að greiða sameiginlega tæplega 3,6 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Hvalfjarðargöng Pólland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Tveir þeirra sem dæmdir voru fyrir amfetamínframleiðslu og umhverfisspjöll í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun höfðu leitað að acetone í verslun Bauhaus sem þótti styðja grunsemdir lögreglu um fyrirhugaða amfetamínframleiðslu þeirra. Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að annar þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. Þetta kemur fram í niðurstöðum dómsins en mennirnir, Grzegorz Marcin Krzton og Jakub Pawel Rzasa voru dæmdir í þriggja og fjögurra ára fangelsi. Bartlomiej Szelengiewicz, Dawid Stanislaw Dolecki, Krzystof Sieracki og Jaroslava Davíðsson voru einnig dæmd í þriggja til fjögurra ára fangelsi vegna amfetamínframleiðslunnar sem fór fram í sumarhúsi í Borgarfirði. Aðeins Grzegorz og Jaroslava höfðu ekki gerst sek um refsiverða háttsemi áður, fyrir utan umferðarlagabrot Jaroslövu sem höfðu ekki áhrif við ákvörðun refsingar hennar. Var hún dæmd til þriggja ára fangelsisvistar vegna málsins. Meiriháttar umhverfisspjöll Þrír mannanna voru ákærðir fyrir brot gegn lögum um umhverfisvernd með því að hafa sturtað afgangsefnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum sumarhúsið. Mynd var tekin af tveimur ákærðu þegar þeir voru að losa úrganginn. Þrátt fyrir að frekari sönnunargögn lágu ekki fyrir þótti fullvíst að mennirnir höfðu losað úrganginn í náttúruna og að þriðji maður, Krzysztof, hafi tekið þátt í þeim verknaði. Um skaðlegt efni væri að ræða og því skýrt brot gegn lögum um umhverfisvernd. Dómur féll í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Jaroslava mátti vita af amfetamínframleiðslunni Jaroslava Davíðsson, eiginkona Geira á Goldfinger, var handtekinn í aðgerðum lögreglu þann 29. febrúar við Hvalfjarðargöng. Í dómnum segir að hún hafi farið í tvígang með Jakub í sumarhúsið og í fyrra skiptið hafi verið varningur í bifreið hennar sem tengdist framleiðslunni. Í seinna skiptið sem hún fór í sumarhúsið var fíkniefnið sett í bifreið hennar sem leiddi til þess að „kemískt“ lykt var í bifreiðinni. Þá fór hún einnig í tvígang út á flugvöll að sækja hina mennina sem komu hingað til lands til þess að framleiða fíkniefni og lánaði þeim bifreið sína. Taldi dómurinn hafið yfir vafa að hún hafi verið þátttakandi í framleiðslunni og henni hafi verið kunnugt um framleiðsluna frá upphafi. Var hún því sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi. Losuðu sig við ruslapokana við Goldfinger Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærðu tjáðu sig takmarkað um atvik málsins og lýstu þau Grzegorz og Jaroslava því yfir að þau hefðu hvorki tekið þátt í framleiðslunni né vitað af henni. Þá var talið sannað að þeir Bartlomiej, Dawid og Krzysztof hafi komið til landsins til þess eins að framleiða fíkniefni. Jakub hafði keypt flugmiða fyrir þá í þeim tilgangi en þeir Bartlomiej og Dawid komu til landsins þann 27. febrúar, tveimur dögum fyrir handtökuna. Krzystof hafði komið þremur dögum fyrr. Eftir að mennirnir höfðu komið til landsins keyptu þeir ýmsa muni fyrir framleiðsluna, til að mynda whire sprit og plastfilmu. Fóru þeir í kjölfarið í sumarhúsið ásamt Jaroslövu, sóttu þar tvo svarta ruslapoka sem voru settir í bifreiðina og óku aftur til Reykjavíkur. Jakub losaði sig við ruslapokana í ruslagám við Goldfinger í Kópavogi. Við handtökuna í og við Hvalfjarðargöngin fundust tæplega tvö kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 34 til 66 prósent. Þá var einnig lagt hald á rúmlega kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 1,7 til 3,2 prósent. Bíll Jaroslövu var jafnframt gerður upptækur, BMW bifreið með einkanúmerinu JARA ásamt úðavopni og tveimur rafbyssum. Voru þau dæmd til þess að greiða sameiginlega tæplega 3,6 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Hvalfjarðargöng Pólland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira