Lýsir undrun og furðu eftir að hafa sótt um lækkun en fengið hækkun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2020 11:47 Frá Breiðamerkursandi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnar Benjamínsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Unlimited, telur að vinnubrögð Ferðamálastofu við útreikninga á upphæð tryggingar sem fyrirtæki hans þarf að reiða af hendi séu bæði „forkastanleg“ og „fáránleg“. Hann sótti nýverið um lækkun á tryggingarupphæð vegna kórónuveirufaraldursins, en fékk þess í stað um 25 prósent hækkun. Jón Gunnar vakti sjálfur athygli á þessu í færslu í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar sem vakið hefur töluverða athygli. Þar lýsir hann því hvernig hann hafi sótt um lækkun á tryggingarupphæð til Ferðamálastofu en sem fyrr segið fengið umrædda hækkun. Hann lýsti upplifun sinni í viðtali í Bítinu í morgun. Þar vísaði hann í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð sem heimilar Ferðamálastofu að taka tillit til aðstæðna tryggingaskyldra aðila vegna Covid-19 faraldursins og áhrifa hans á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki við útreikning tryggingarfjárhæðar. „Þeir opna á þennan möguleika að við getum sótt um lækkun á þessu. Ég stekk á það og sæki um en löng saga stutt, í staðinn fyrir að fá hækkun þá fæ ég um það bil 25 prósent hækkun sem kom mér mjög á óvart. Ég var reyndar búinn að heyra að einhverjir hafi lent í þessu en ég hugsaði með mér að þeirra rekstur væri mögulega ekki sambærilegum mínum eða þeir hefðu einhverjar aðrar forsendur en við erum að reikna okkar út frá,“ sagði Jón Gunnar. Hann hafi skilað inn áætlun fyrir tekjur ársins 2021 og reiknað með að tryggingarupphæðin yrði stillt af miðað við það. Þess í stað voru tekjuupplýsingar frá árið 2019 notaðar. „Það eru ferðir sem er búið að afgreiða öllu leyti,“ sagði Jón Gunnar. „Ég á að fara borga tryggingu miðað við það plús það sem ferðamenn eiga inni hjá mér núna sem að eru fyrirframgreiddar ferðir fyrir 2020, ferðir sem við erum búin að færa til 2021.“ Umrædd færsla.Mynd/Skjáskot Hann segist hafa skilning á því að tekið sé viðmið af því sem ferðamenn séu búnir að greiða til hans en hann telur að miðað við þunga stöðu ferðaþjónustufyrirtæki eftir algjört hrun í komu ferðamanna hingað til lands sé það undarlegt að miða við árið 2019, þegar ferðamenn komu hingað í stórum stíl. „Að það sé miðað við rekstrarárið í fyrra, í svona ástandi, það er forkastanlegt og það er fáránlegt. Það er gríðarleg íþyngjandi fyrir ferðaskrifstofur,“ sagði Jón Gunnar. Niðurstaðan er sú að tryggingarupphæðin hækkar um 25 prósent en Jón Gunnar benti á í Facebook-færslunni að Ferðamálastofa væri nú þegar með 33 prósent hærri upphæð frá fyrirtæki Jóns Gunnars en þær upphæðir sem ferðamenn eigi inni hjá honum fyrir næsta ár. „Mér finnst eins og ég hafi verið narraður til að sækja um þetta og síðan þegar umsóknin er afgreidd þá fæ ég bara þveröfuga niðurstöðu. Það er eins og þeir hafi ætlað að tryggja sig og neytendur með belti og axlaböndum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Jón Gunnar Benjamínsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Unlimited, telur að vinnubrögð Ferðamálastofu við útreikninga á upphæð tryggingar sem fyrirtæki hans þarf að reiða af hendi séu bæði „forkastanleg“ og „fáránleg“. Hann sótti nýverið um lækkun á tryggingarupphæð vegna kórónuveirufaraldursins, en fékk þess í stað um 25 prósent hækkun. Jón Gunnar vakti sjálfur athygli á þessu í færslu í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar sem vakið hefur töluverða athygli. Þar lýsir hann því hvernig hann hafi sótt um lækkun á tryggingarupphæð til Ferðamálastofu en sem fyrr segið fengið umrædda hækkun. Hann lýsti upplifun sinni í viðtali í Bítinu í morgun. Þar vísaði hann í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð sem heimilar Ferðamálastofu að taka tillit til aðstæðna tryggingaskyldra aðila vegna Covid-19 faraldursins og áhrifa hans á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki við útreikning tryggingarfjárhæðar. „Þeir opna á þennan möguleika að við getum sótt um lækkun á þessu. Ég stekk á það og sæki um en löng saga stutt, í staðinn fyrir að fá hækkun þá fæ ég um það bil 25 prósent hækkun sem kom mér mjög á óvart. Ég var reyndar búinn að heyra að einhverjir hafi lent í þessu en ég hugsaði með mér að þeirra rekstur væri mögulega ekki sambærilegum mínum eða þeir hefðu einhverjar aðrar forsendur en við erum að reikna okkar út frá,“ sagði Jón Gunnar. Hann hafi skilað inn áætlun fyrir tekjur ársins 2021 og reiknað með að tryggingarupphæðin yrði stillt af miðað við það. Þess í stað voru tekjuupplýsingar frá árið 2019 notaðar. „Það eru ferðir sem er búið að afgreiða öllu leyti,“ sagði Jón Gunnar. „Ég á að fara borga tryggingu miðað við það plús það sem ferðamenn eiga inni hjá mér núna sem að eru fyrirframgreiddar ferðir fyrir 2020, ferðir sem við erum búin að færa til 2021.“ Umrædd færsla.Mynd/Skjáskot Hann segist hafa skilning á því að tekið sé viðmið af því sem ferðamenn séu búnir að greiða til hans en hann telur að miðað við þunga stöðu ferðaþjónustufyrirtæki eftir algjört hrun í komu ferðamanna hingað til lands sé það undarlegt að miða við árið 2019, þegar ferðamenn komu hingað í stórum stíl. „Að það sé miðað við rekstrarárið í fyrra, í svona ástandi, það er forkastanlegt og það er fáránlegt. Það er gríðarleg íþyngjandi fyrir ferðaskrifstofur,“ sagði Jón Gunnar. Niðurstaðan er sú að tryggingarupphæðin hækkar um 25 prósent en Jón Gunnar benti á í Facebook-færslunni að Ferðamálastofa væri nú þegar með 33 prósent hærri upphæð frá fyrirtæki Jóns Gunnars en þær upphæðir sem ferðamenn eigi inni hjá honum fyrir næsta ár. „Mér finnst eins og ég hafi verið narraður til að sækja um þetta og síðan þegar umsóknin er afgreidd þá fæ ég bara þveröfuga niðurstöðu. Það er eins og þeir hafi ætlað að tryggja sig og neytendur með belti og axlaböndum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira