Segjast hafa fylgt öllum reglum en fengið morðhótanir fyrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2020 11:21 Hópurinn hefur ekið um landið á sex bílum, til að mynda þessum hér. bureko cz Tékknesku jeppakarlarnir sem sakaðir voru um utanvegaakstur segjast ekki hafa komið til Íslands til að tæta upp íslenska náttúru. Þvert á móti beri þeir virðingu fyrir henni, þeir hafi áður ferðast um landið og þekki reglurnar sem hér gilda. Akstur þeirra um Suðurland hafi þannig allur verið innan ramma laganna. Þeim þykir miður að hafa valdið illindum með akstrinum, sem hafi skilað þeim morðhótunum frá íslenskum netverjum. Óhætt er að segja að ferðalag Tékkanna hafi vakið meiri athygli en þeir gátu gert sér í hugarlund. Eftir að þeir birtu myndir og myndskeið af akstri sínum um Suðurland sagðist lögreglan vilja ná tali af þeim. Varðstjóri sem Vísir ræddi við í gær taldi myndefnið sýna utanvegaakstur og því þyrfti að hafa uppi á þeim tékknesku. Lögreglan náði að endingu tali af þeim í miðborg Reykjavíkur og er málinu lokið af hálfu lögreglunnar. Ekki var talið tilefni til að sekta Tékkana. Urgur í virkum Akstur þeirra vakti engu að síður hörð viðbrögð, bæði í athugasemdakerfum vefmiðlanna sem og á sjálfri Facebook-síðu Bureko, bifreiðaverkstæðisins sem skipulagði Íslandsferðina. Þangað flykktust Íslendingar til að lesa yfir hausamótunum á Tékkunum, sögðu þeim að hypja sig aftur til meginlandsins og að nærveru slíkra umhverfissóða væri ekki óskað á Íslandi. Netníðið var slíkt að hópurinn ákvað að eyða flestum færslum sínum frá Íslandi. „Í fyrsta lagi komum við ekki hingað til að „rústa náttúrunni“ eins og mörg ykkar vilja meina,“ skrifa Tékkarnir í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í morgun. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þeir koma hingað til lands og segjast þeir bera virðingu fyrir sambandi Íslendinga við náttúruna. „Við vitum hvert við megum fara, við gistum á hótelum og tjaldsvæðum, við fylgjum reglunum hér,“ skrifa þeir. Tékkarnir segjast varla hafa getað beðið eftir því að koma aftur hingað til lands. Því til staðfestingar nefna þeir að ákveðið hafi verið að bóka ferð með einni fyrstu ferð Norrænu til Íslands eftir að létt var á ferðatakmörkunum. Þeir hafi jafnframt farið í kórónuveiruskimun við komuna til landsins - „til þess eins að upplifa fegurð eyjunnar aftur.“ Tékkarnir segjast því harma það að þeir skuli hafi verið teiknaðir upp sem villimenn fyrir akstur sinn, sem þeir segja hafa fullkomlega verið innan ramma laganna. Jeppakarlanir segjast aðeins hafa ekið á slóðum þar sem Íslendingar aki sjálfir og birta myndbandið hér að neðan því til staðfestingar. Myndbandið sýnir smárútu, ekki á þeirra vegum, aka yfir fljót í Þórsmörk. Tékkarnir óku sömu leið í upphafi vikunnar, sem netverjum þótti gagnrýnivert. „Berið aksturinn saman, var okkar eitthvað öðruvísi?“ Samstarfsfúsir og sluppu við sekt Eftir að lýst var eftir hópnum hafði lögreglan loks uppi á honum síðdegis í gær, en þá voru Tékkarnir komnir til Reykjavíkur. Þeir segja samskipti sín við lögreglu hafa verið hin ánægjulegustu; hópurinn hafi útskýrt að allur akstur þeirra hafi verið löglegur og sýnt þeim ljósmyndir og myndskeið úr ferðinni. „Lögreglan er nú með allar upplýsingar um okkur og við erum tilbúnir til að liðsinna henni eftir fremsta megni,“ segja Tékkarnir. „Eftir síðdegisfund okkar óskaði lögreglan í Reykjavík okkur góðrar ferðar og leyfðu okkur að halda áfram. Þar við sat,“ skrifa Tékkarnir og vísa þar til þess að þeir hafi ekki verið sektaðir eða kærðir fyrir akstur sinn. „Já, Bureko er fyrirferðamikið og oft miðpunktur athyglinnar, sem skýrir hvers vegna viðskiptavinir versla við okkur. Getum við samt sleppt því að móðga þá og hóta þeim lífláti,“ skrifa Tékkarnir og bæta við: „Með vinsemd og virðingu fyrir Íslandi.“ Yfirlýsingu Bureko má sjá hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Tékknesku jeppakarlarnir sem sakaðir voru um utanvegaakstur segjast ekki hafa komið til Íslands til að tæta upp íslenska náttúru. Þvert á móti beri þeir virðingu fyrir henni, þeir hafi áður ferðast um landið og þekki reglurnar sem hér gilda. Akstur þeirra um Suðurland hafi þannig allur verið innan ramma laganna. Þeim þykir miður að hafa valdið illindum með akstrinum, sem hafi skilað þeim morðhótunum frá íslenskum netverjum. Óhætt er að segja að ferðalag Tékkanna hafi vakið meiri athygli en þeir gátu gert sér í hugarlund. Eftir að þeir birtu myndir og myndskeið af akstri sínum um Suðurland sagðist lögreglan vilja ná tali af þeim. Varðstjóri sem Vísir ræddi við í gær taldi myndefnið sýna utanvegaakstur og því þyrfti að hafa uppi á þeim tékknesku. Lögreglan náði að endingu tali af þeim í miðborg Reykjavíkur og er málinu lokið af hálfu lögreglunnar. Ekki var talið tilefni til að sekta Tékkana. Urgur í virkum Akstur þeirra vakti engu að síður hörð viðbrögð, bæði í athugasemdakerfum vefmiðlanna sem og á sjálfri Facebook-síðu Bureko, bifreiðaverkstæðisins sem skipulagði Íslandsferðina. Þangað flykktust Íslendingar til að lesa yfir hausamótunum á Tékkunum, sögðu þeim að hypja sig aftur til meginlandsins og að nærveru slíkra umhverfissóða væri ekki óskað á Íslandi. Netníðið var slíkt að hópurinn ákvað að eyða flestum færslum sínum frá Íslandi. „Í fyrsta lagi komum við ekki hingað til að „rústa náttúrunni“ eins og mörg ykkar vilja meina,“ skrifa Tékkarnir í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í morgun. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þeir koma hingað til lands og segjast þeir bera virðingu fyrir sambandi Íslendinga við náttúruna. „Við vitum hvert við megum fara, við gistum á hótelum og tjaldsvæðum, við fylgjum reglunum hér,“ skrifa þeir. Tékkarnir segjast varla hafa getað beðið eftir því að koma aftur hingað til lands. Því til staðfestingar nefna þeir að ákveðið hafi verið að bóka ferð með einni fyrstu ferð Norrænu til Íslands eftir að létt var á ferðatakmörkunum. Þeir hafi jafnframt farið í kórónuveiruskimun við komuna til landsins - „til þess eins að upplifa fegurð eyjunnar aftur.“ Tékkarnir segjast því harma það að þeir skuli hafi verið teiknaðir upp sem villimenn fyrir akstur sinn, sem þeir segja hafa fullkomlega verið innan ramma laganna. Jeppakarlanir segjast aðeins hafa ekið á slóðum þar sem Íslendingar aki sjálfir og birta myndbandið hér að neðan því til staðfestingar. Myndbandið sýnir smárútu, ekki á þeirra vegum, aka yfir fljót í Þórsmörk. Tékkarnir óku sömu leið í upphafi vikunnar, sem netverjum þótti gagnrýnivert. „Berið aksturinn saman, var okkar eitthvað öðruvísi?“ Samstarfsfúsir og sluppu við sekt Eftir að lýst var eftir hópnum hafði lögreglan loks uppi á honum síðdegis í gær, en þá voru Tékkarnir komnir til Reykjavíkur. Þeir segja samskipti sín við lögreglu hafa verið hin ánægjulegustu; hópurinn hafi útskýrt að allur akstur þeirra hafi verið löglegur og sýnt þeim ljósmyndir og myndskeið úr ferðinni. „Lögreglan er nú með allar upplýsingar um okkur og við erum tilbúnir til að liðsinna henni eftir fremsta megni,“ segja Tékkarnir. „Eftir síðdegisfund okkar óskaði lögreglan í Reykjavík okkur góðrar ferðar og leyfðu okkur að halda áfram. Þar við sat,“ skrifa Tékkarnir og vísa þar til þess að þeir hafi ekki verið sektaðir eða kærðir fyrir akstur sinn. „Já, Bureko er fyrirferðamikið og oft miðpunktur athyglinnar, sem skýrir hvers vegna viðskiptavinir versla við okkur. Getum við samt sleppt því að móðga þá og hóta þeim lífláti,“ skrifa Tékkarnir og bæta við: „Með vinsemd og virðingu fyrir Íslandi.“ Yfirlýsingu Bureko má sjá hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira