Máli jeppakallanna lauk með tiltali Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 08:41 Lögreglan sér ekki fram á að málið fari lengra. Bureko cz Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. Þetta staðfesti Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi í morgun. Í gær var greint frá því að hópurinn, sem ekið hefur um landið á sex jeppum, hafi verið iðinn við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær hafa borið með sér að þeir hafi meðal annars ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströnd landsins, og það utan vega í einhverjum tilfellum. Myndböndum og myndum frá hópnum hefur síðan verið eytt. Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí. Í samtali við Vísi segir Sveinn að lögreglan hafi hitt á hópinn í Reykjavík í gær. Þar hafi þeir fengið tiltal. „Við bentum þeim á hvaða reglur eru í gildi á Íslandi varðandi akstur utan vega og ýttum við þeim með það. En það er engin kæra á þá eða svoleiðis,“ segir Sveinn. Hann segir hópinn hafa tekið tiltali lögreglunnar vel. Hann segist ekki gera ráð fyrir að athæfi hópsins muni hafa frekari afleiðingar. „Við höfum ekki neinar upplýsingar um hvar nákvæmlega þeir hafa verið að keyra utan vega. Á meðan við höfum slíkt ekki í hendi er ósköp lítið sem við getum gert. Málinu er í sjálfu sér lokið eftir að við náðum tali af þeim og gátum rætt við þá.“ Sveinn segir að út frá myndböndum sem hópurinn birti virðist sem um utanvegaakstur sé að ræða. „Á meðan við höfum ekki nákvæmar staðsetningar á brotum getum við ekki kært neitt,“ segir Sveinn og kveðst hann vona að hópurinn láti utanvegaakstur hér á landi eiga sig héðan í frá. Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. Þetta staðfesti Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi í morgun. Í gær var greint frá því að hópurinn, sem ekið hefur um landið á sex jeppum, hafi verið iðinn við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær hafa borið með sér að þeir hafi meðal annars ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströnd landsins, og það utan vega í einhverjum tilfellum. Myndböndum og myndum frá hópnum hefur síðan verið eytt. Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí. Í samtali við Vísi segir Sveinn að lögreglan hafi hitt á hópinn í Reykjavík í gær. Þar hafi þeir fengið tiltal. „Við bentum þeim á hvaða reglur eru í gildi á Íslandi varðandi akstur utan vega og ýttum við þeim með það. En það er engin kæra á þá eða svoleiðis,“ segir Sveinn. Hann segir hópinn hafa tekið tiltali lögreglunnar vel. Hann segist ekki gera ráð fyrir að athæfi hópsins muni hafa frekari afleiðingar. „Við höfum ekki neinar upplýsingar um hvar nákvæmlega þeir hafa verið að keyra utan vega. Á meðan við höfum slíkt ekki í hendi er ósköp lítið sem við getum gert. Málinu er í sjálfu sér lokið eftir að við náðum tali af þeim og gátum rætt við þá.“ Sveinn segir að út frá myndböndum sem hópurinn birti virðist sem um utanvegaakstur sé að ræða. „Á meðan við höfum ekki nákvæmar staðsetningar á brotum getum við ekki kært neitt,“ segir Sveinn og kveðst hann vona að hópurinn láti utanvegaakstur hér á landi eiga sig héðan í frá.
Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira