Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Epstein Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2020 23:30 Jeffrey Epstein var í viðskiptum við Deutsche Bank á árunum 2013 til 2018. Bankinn segist sjá eftir því að hafa tekið við viðskiptum hans. EPA-EFE/JASON SZENES Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. Eftirlitsaðilar í New York segja að bankinn hafi ekki sinnt eftirlitsskyldum sínum og hafi gengið frá hundruðum færslna fyrir auðkýfinginn. Meðal færslnanna má finna greiðslur til rússneskra fyrirsæta og allt að 110 milljóna króna óútskýrða úttekta í seðlum. Í yfirlýsingu frá Deutsche segir að bankinn sjái gríðarlega eftir að hafa átt í viðskiptum við Epstein. Fjármálaeftirlit New York segir að bankinn, sem var í viðskiptum við Epstein frá 2013 til 2018, hafi hjálpað honum að millifæra milljónir Bandaríkjadala, þar á meðal sjö milljónir dala sem fóru í að leysa úr lagalegum flækjum auðkýfingsins og 2,6 milljónir dala í greiðslum til kvenna meðal annars til að borga leigu þeirra, skólagjöld og önnur útgjöld. Sektin er fyrsta aðgerðin sem gripið hefur verið til gegn fjármálastofnun vegna tengsla við Epstein. Forstjóri bankans, Christian Sewing, skrifaði í bréfi sem sent var innanhúss að það hafi verið grundvallarmistök hjá bankanum að samþykkja að taka við viðskiptum Epstein. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Þýskaland Tengdar fréttir Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Vinkona Maxwell segir að Ghislaine muni ekkert gefa upp um Andrés Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. 4. júlí 2020 14:15 Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. Eftirlitsaðilar í New York segja að bankinn hafi ekki sinnt eftirlitsskyldum sínum og hafi gengið frá hundruðum færslna fyrir auðkýfinginn. Meðal færslnanna má finna greiðslur til rússneskra fyrirsæta og allt að 110 milljóna króna óútskýrða úttekta í seðlum. Í yfirlýsingu frá Deutsche segir að bankinn sjái gríðarlega eftir að hafa átt í viðskiptum við Epstein. Fjármálaeftirlit New York segir að bankinn, sem var í viðskiptum við Epstein frá 2013 til 2018, hafi hjálpað honum að millifæra milljónir Bandaríkjadala, þar á meðal sjö milljónir dala sem fóru í að leysa úr lagalegum flækjum auðkýfingsins og 2,6 milljónir dala í greiðslum til kvenna meðal annars til að borga leigu þeirra, skólagjöld og önnur útgjöld. Sektin er fyrsta aðgerðin sem gripið hefur verið til gegn fjármálastofnun vegna tengsla við Epstein. Forstjóri bankans, Christian Sewing, skrifaði í bréfi sem sent var innanhúss að það hafi verið grundvallarmistök hjá bankanum að samþykkja að taka við viðskiptum Epstein.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Þýskaland Tengdar fréttir Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Vinkona Maxwell segir að Ghislaine muni ekkert gefa upp um Andrés Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. 4. júlí 2020 14:15 Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01
Vinkona Maxwell segir að Ghislaine muni ekkert gefa upp um Andrés Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. 4. júlí 2020 14:15
Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45