Formaður dómaranefndar KSÍ segir gagnrýni þurfa að vera málefnalega Ísak Hallmundarson skrifar 7. júlí 2020 18:00 Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ. vísir/daníel Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, sendir frá sér pistil í dag þar sem hann leggur áherslu á að sýna þurfi knattspyrnudómurum virðingu. Hann segir ákveðin kynslóðaskipti hafa átt sér stað í dómgæslunni þar sem margir reyndir dómarar hafi hætt störfum undanfarin ár. Mikil umræða hefur verið um dómgæslu frá því Íslandsmótið í knattspyrnu hófst í síðasta mánuði. Jóhannes Valgeirsson, fyrrum dómari, hefur t.a.m. áhyggjur af þróun dómgæslu á Íslandi. Þóroddur telur gagnrýni mikilvæga en segir hana þurfa að vera málefnalega: „Það er alltaf best þegar athyglin er á liðunum, leikjunum sjálfum og leikmönnunum. Best er þegar dómararnir eru nánast ósýnilegir, ef svo má að orði komast. En auðvitað er það ekki alltaf þannig því dómarar þurfa oft að taka mikilvægar ákvarðanir í leikjunum og óhjákvæmilega gera dómarar mistök, eins og aðrir þátttakendur leiksins. Þá kemur eðlilega fram gagnrýni á þeirra störf. Svo hefur verið í gegnum tíðina og mun halda áfram að vera svo. Gagnýni á alltaf rétt á sér en hún verður að vera málefnaleg og byggð á þekkingu á knattspyrnulögunum og þeim áherslum sem eru í gildi hverju sinni,“ segir í pistlinum. Þá segir Þóroddur undirbúningstímabilið í ár hafa verið með óhefðbundnu sniði en að besta þjálfun dómara sé að dæma leiki. „Vissulega var undirbúningstímabilið hjá dómurum með öðru sniði að þessu sinni eins og hjá öllum öðrum. Haldnir voru fjölmargir fjarfundir þar sem farið var yfir atvik og lína lögð til samræmingar. Það hins vegar kemur ekki í staðinn fyrir bestu æfinguna og besta undirbúninginn, sem er að dæma leiki. Dómarar þurfa leikæfingu alveg eins og leikmenn. Fyrir knattspyrnusumarið 2020 var lítið um æfingaleiki eins og við vitum. Dómarahópurinn samanstendur af mjög metnaðarfullum einstaklingum sem leggja á sig gríðarlega vinnu og gera ekki síður miklar kröfur til sín sjálfir. Við höfum verið að ganga í gegnum ákveðin kynslóðaskipti undanfarin ár og margir hætt sem voru komnir með mikla reynslu. Reynslan er nefnilega það sem er ómetanlegt í knattspyrnudómgæslu. Að gera mistök og læra af þeim er mjög mikilvægt í ferlinu.“ Hann segir einnig að fólk ætti að treysta því að dómarar dæmi eftir bestu sannfæringu. Að lokum ítrekar Þóroddur mikilvægi dómara og að sýna þurfi þeim þá virðingu sem þeir eigi skilið: „Dómarar eru mikilvægir þátttakendur í knattspyrnuíþróttinni sem okkur öllum þykir svo vænt um og eiga það skilið, eins og aðrir þátttakendur leiksins, að þeim sé sýnd virðing.“ KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, sendir frá sér pistil í dag þar sem hann leggur áherslu á að sýna þurfi knattspyrnudómurum virðingu. Hann segir ákveðin kynslóðaskipti hafa átt sér stað í dómgæslunni þar sem margir reyndir dómarar hafi hætt störfum undanfarin ár. Mikil umræða hefur verið um dómgæslu frá því Íslandsmótið í knattspyrnu hófst í síðasta mánuði. Jóhannes Valgeirsson, fyrrum dómari, hefur t.a.m. áhyggjur af þróun dómgæslu á Íslandi. Þóroddur telur gagnrýni mikilvæga en segir hana þurfa að vera málefnalega: „Það er alltaf best þegar athyglin er á liðunum, leikjunum sjálfum og leikmönnunum. Best er þegar dómararnir eru nánast ósýnilegir, ef svo má að orði komast. En auðvitað er það ekki alltaf þannig því dómarar þurfa oft að taka mikilvægar ákvarðanir í leikjunum og óhjákvæmilega gera dómarar mistök, eins og aðrir þátttakendur leiksins. Þá kemur eðlilega fram gagnrýni á þeirra störf. Svo hefur verið í gegnum tíðina og mun halda áfram að vera svo. Gagnýni á alltaf rétt á sér en hún verður að vera málefnaleg og byggð á þekkingu á knattspyrnulögunum og þeim áherslum sem eru í gildi hverju sinni,“ segir í pistlinum. Þá segir Þóroddur undirbúningstímabilið í ár hafa verið með óhefðbundnu sniði en að besta þjálfun dómara sé að dæma leiki. „Vissulega var undirbúningstímabilið hjá dómurum með öðru sniði að þessu sinni eins og hjá öllum öðrum. Haldnir voru fjölmargir fjarfundir þar sem farið var yfir atvik og lína lögð til samræmingar. Það hins vegar kemur ekki í staðinn fyrir bestu æfinguna og besta undirbúninginn, sem er að dæma leiki. Dómarar þurfa leikæfingu alveg eins og leikmenn. Fyrir knattspyrnusumarið 2020 var lítið um æfingaleiki eins og við vitum. Dómarahópurinn samanstendur af mjög metnaðarfullum einstaklingum sem leggja á sig gríðarlega vinnu og gera ekki síður miklar kröfur til sín sjálfir. Við höfum verið að ganga í gegnum ákveðin kynslóðaskipti undanfarin ár og margir hætt sem voru komnir með mikla reynslu. Reynslan er nefnilega það sem er ómetanlegt í knattspyrnudómgæslu. Að gera mistök og læra af þeim er mjög mikilvægt í ferlinu.“ Hann segir einnig að fólk ætti að treysta því að dómarar dæmi eftir bestu sannfæringu. Að lokum ítrekar Þóroddur mikilvægi dómara og að sýna þurfi þeim þá virðingu sem þeir eigi skilið: „Dómarar eru mikilvægir þátttakendur í knattspyrnuíþróttinni sem okkur öllum þykir svo vænt um og eiga það skilið, eins og aðrir þátttakendur leiksins, að þeim sé sýnd virðing.“
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira