Hvað gera stjörnur Liverpool í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 07:00 Verða þessir leikmenn enn í herbúðum Englandsmeistara Liverpool á næstu leiktíð? Vísir/Getty Tímabilið í ár og það síðasta hafa verið ævintýri líkust hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Liðið lék stórkostlega á nær öllum vígstöðvum á síðustu leiktíð, rétt varð af Englandsmeistaratitlinum en vann Meistaradeild Evrópu. Á þessu tímabili tókst liðinu svo hið óhugsandi. Eftir þrjátíu ára bið varð liðið loks Englandsmeistari. Loks vann það ensku úrvalsdeildina. Loksins var liðið komið á þann stall sem stuðningsmenn liðsins hafa talið það vera á sama hvort David N´Gog eða Neil Mellor hafi verið í fremstu víglínu. En getur þetta magnaða gengi haldið áfram? Verða önnur topplið deildarinnar jafn slök á næsta tímabili og mun Liverpool halda öllum sínum bestu leikmönnum? Tony Evans hjá The Independent segir að orðrómar þess efnis að það gæti reynst félaginu þrautin þyngri að halda í núverandi leikmannahóp séu farnir á kreik. Liðið er búið að vinna bæði Meistaradeild og ensku deildina, mögulega vilja leikmenn nýjar áskoranir eða þykkara veski. Í þessu samhengi eru það helst spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona sem eru nefnd til sögunnar. Þau hafa verið dugleg að fjárfesta í bestu leikmönnum ensku deildarinnar. Eden Hazard fór frá Chelsea til Real Madrid síðasta sumar og þá hafa bæði Philippe Coutinho og Luis Suarez fært sig um set frá Liverpool til Barcelona. Ef við horfum á þetta með hlutlausum gleraugum þá heillar það alltaf meira að búa í Katalóníu eða Madríd heldur en Liverpool-borg. Þá gætu stórliðin á Spáni mögulega tvöfaldað laun leikmanna Liverpool. Senegalinn Sadio Mané er talinn efst á óskalista Real Madrid. Zinedine Zidane myndi bjóða Mané velkominn á Bernabeu með opnum örmum. Mohamed Salah er eðlilega eftirsóttur af öllum stórliðum Evrópu og Trent Alexander-Arnold - eini leikmaður Liverpool sem hefur alvöru tengingu við borgina – gæti styrkt hvaða lið sem er. Verður Sadio Mané í hvítu á næstu leiktíð?EPA-EFE/Laurence Griffiths Evans bendir á að mikið af þessum orðrómum gætu verið byggðir á öfund. Keppinautar Liverpool, á Englandi sem og í Evrópu, munu gera hvað sem er til að orsaka sundrung í búningsklefa Liverpool. Þjóðverjinn Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, mun eflaust gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda sínum bestu leikmönnum. Það getur reynst þrautin þyngri þegar Börsungar og Real Madrid bjóða gull og græna skóga. Klopp getur hins vegar alltaf bent mönnum á að Coutinho hafi tekið þá ákvörðun að færa sig af Anfield yfir á Camp Nou. Það þarf ekkert að fara yfir það hvernig þau skipti hafa gengið en Brassinn var á láni hjá Bayern München í vetur. Hvar hann mun spila á næstu leiktíð er enn óráðið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira
Tímabilið í ár og það síðasta hafa verið ævintýri líkust hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Liðið lék stórkostlega á nær öllum vígstöðvum á síðustu leiktíð, rétt varð af Englandsmeistaratitlinum en vann Meistaradeild Evrópu. Á þessu tímabili tókst liðinu svo hið óhugsandi. Eftir þrjátíu ára bið varð liðið loks Englandsmeistari. Loks vann það ensku úrvalsdeildina. Loksins var liðið komið á þann stall sem stuðningsmenn liðsins hafa talið það vera á sama hvort David N´Gog eða Neil Mellor hafi verið í fremstu víglínu. En getur þetta magnaða gengi haldið áfram? Verða önnur topplið deildarinnar jafn slök á næsta tímabili og mun Liverpool halda öllum sínum bestu leikmönnum? Tony Evans hjá The Independent segir að orðrómar þess efnis að það gæti reynst félaginu þrautin þyngri að halda í núverandi leikmannahóp séu farnir á kreik. Liðið er búið að vinna bæði Meistaradeild og ensku deildina, mögulega vilja leikmenn nýjar áskoranir eða þykkara veski. Í þessu samhengi eru það helst spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona sem eru nefnd til sögunnar. Þau hafa verið dugleg að fjárfesta í bestu leikmönnum ensku deildarinnar. Eden Hazard fór frá Chelsea til Real Madrid síðasta sumar og þá hafa bæði Philippe Coutinho og Luis Suarez fært sig um set frá Liverpool til Barcelona. Ef við horfum á þetta með hlutlausum gleraugum þá heillar það alltaf meira að búa í Katalóníu eða Madríd heldur en Liverpool-borg. Þá gætu stórliðin á Spáni mögulega tvöfaldað laun leikmanna Liverpool. Senegalinn Sadio Mané er talinn efst á óskalista Real Madrid. Zinedine Zidane myndi bjóða Mané velkominn á Bernabeu með opnum örmum. Mohamed Salah er eðlilega eftirsóttur af öllum stórliðum Evrópu og Trent Alexander-Arnold - eini leikmaður Liverpool sem hefur alvöru tengingu við borgina – gæti styrkt hvaða lið sem er. Verður Sadio Mané í hvítu á næstu leiktíð?EPA-EFE/Laurence Griffiths Evans bendir á að mikið af þessum orðrómum gætu verið byggðir á öfund. Keppinautar Liverpool, á Englandi sem og í Evrópu, munu gera hvað sem er til að orsaka sundrung í búningsklefa Liverpool. Þjóðverjinn Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, mun eflaust gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda sínum bestu leikmönnum. Það getur reynst þrautin þyngri þegar Börsungar og Real Madrid bjóða gull og græna skóga. Klopp getur hins vegar alltaf bent mönnum á að Coutinho hafi tekið þá ákvörðun að færa sig af Anfield yfir á Camp Nou. Það þarf ekkert að fara yfir það hvernig þau skipti hafa gengið en Brassinn var á láni hjá Bayern München í vetur. Hvar hann mun spila á næstu leiktíð er enn óráðið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira