Svona væri hægt að bregðast við ákvörðun Kára Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2020 15:12 Frá upplýsingafundi í dag. Lögreglan Engin ástæða er til annars en að halda áfram á sömu braut með skimanir að sögn Páls Þórhallssonar, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. Margir hafi lagt verulega mikið á sig í baráttunni við kórónuveiruna og það hafi verið afrek að koma upp skimunaraðstöðu við landamærin. Þetta kom fram í máli Páls á upplýsingafundi fyrr í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Ljóst er að erfið staða er uppi eftir að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lýsti því yfir í gær að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í frekari skimunum frá og með næsta mánudegi. Eins og staðan er núna getur sýkla- og veirufræðideild Landspítalans greint um 500 sýni á dag og ekki er von á afkastameiri tækjabúnaði fyrr en í október. Alma Möller landlæknir benti á að mikil eftirspurn væri eftir slíkum búnaði og því væri Landspítalinn á biðlista. Nú þarf því að leita annarra leiða til þess að halda óbreyttu fyrirkomulagi á skimunum, enda hafði Íslensk erfðagreining spilað stórt hlutverk við framkvæmd þeirra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði ýmsar útfærslur hafa verið skoðaðar en það hefði ekki gengið nógu vel, sem væri brotalöm á kerfinu. Tækjabúnaður Íslenskrar erfðagreiningar hafi verið afar dýrmætur við framkvæmd á verkefninu. Páll Þórhallsson sagði að meðan beðið væri eftir nýjum búnaði væri verið að vinna að því að bæta þann búnað sem er til staðar á spítalanum. Ýmsir möguleikar í stöðunni Til greina kemur að hætta skimunum á ferðamönnum frá ákveðnum svæðum þar sem baráttan við faraldurinn hefur gengið vel, en slíkt hefur verið gert með ferðamenn frá Færeyjum og Grænlandi. Þórólfur segir það vera í skoðun og það komi jafnframt sterklega til greina. Fulltrúar Landspítalans funduðu nú klukkan 13 og var meðal annars til umræðu hvort hægt væri að taka sýni og greina nokkur saman í stað þess að greina eitt í einu. Þórólfur sagði slíkt hafa gengið ágætlega í Þýskalandi en væri þó síðri kostur en sú útfærsla sem hefur verið notast við hér á landi til þessa. Með því væri þó hægt að spara mikla vinnu og efniskostnað. Þá kemur einnig til greina að takmarka farþegafjölda hingað til lands, en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði það hafa legið fyrir að á einhverjum tíma myndi greiningargeta og farþegafjöldi ekki fara saman. Sóttvarnalæknir hefði óskað eftir því við Isavia að fjöldi farþega yrði takmarkaður á ákveðnum tíma. Nú þegar væri takmörkun til staðar út frá afkastagetu við skimun svo frekari takmarkanir væru ekki útilokaðar. Þórólfur sagði að það hefði áður verið í skoðun hvort hægt væri að styðjast við vottorð erlendis frá. Það kæmi til greina að taka slíkt upp og gera þá strangar kröfur um vottorð. Allt færi þetta eftir því hversu mörgum sýnum Landspítalinn gæti tekið við. Ef fleiri smit kæmu upp væri það á endanum þó pólitísk ákvörðun hvort nauðsynlegt sé að stíga skref aftur. Þórólfur telur þó ekki ástæðu til þess að hætta að skima á flugvellinum. Með skimun yrði til dýrmæt þekking sem hjálpaði stjórnvöldum að ákveða næstu skref. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17 Þórólfur: Eigum ekki von á hinum nýju og afkastameiri tækjum fyrr en í október Sóttvarnalæknir mætti á fund forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu í hádeginu til að ræða nýtt fyrirkomulag varðandi skimun á landamærum eftir að Íslensk erfðagreining grendi frá því í gær að skimun hjá þeim yrði hætt innan fárra daga. 7. júlí 2020 13:10 Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Engin ástæða er til annars en að halda áfram á sömu braut með skimanir að sögn Páls Þórhallssonar, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. Margir hafi lagt verulega mikið á sig í baráttunni við kórónuveiruna og það hafi verið afrek að koma upp skimunaraðstöðu við landamærin. Þetta kom fram í máli Páls á upplýsingafundi fyrr í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Ljóst er að erfið staða er uppi eftir að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lýsti því yfir í gær að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í frekari skimunum frá og með næsta mánudegi. Eins og staðan er núna getur sýkla- og veirufræðideild Landspítalans greint um 500 sýni á dag og ekki er von á afkastameiri tækjabúnaði fyrr en í október. Alma Möller landlæknir benti á að mikil eftirspurn væri eftir slíkum búnaði og því væri Landspítalinn á biðlista. Nú þarf því að leita annarra leiða til þess að halda óbreyttu fyrirkomulagi á skimunum, enda hafði Íslensk erfðagreining spilað stórt hlutverk við framkvæmd þeirra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði ýmsar útfærslur hafa verið skoðaðar en það hefði ekki gengið nógu vel, sem væri brotalöm á kerfinu. Tækjabúnaður Íslenskrar erfðagreiningar hafi verið afar dýrmætur við framkvæmd á verkefninu. Páll Þórhallsson sagði að meðan beðið væri eftir nýjum búnaði væri verið að vinna að því að bæta þann búnað sem er til staðar á spítalanum. Ýmsir möguleikar í stöðunni Til greina kemur að hætta skimunum á ferðamönnum frá ákveðnum svæðum þar sem baráttan við faraldurinn hefur gengið vel, en slíkt hefur verið gert með ferðamenn frá Færeyjum og Grænlandi. Þórólfur segir það vera í skoðun og það komi jafnframt sterklega til greina. Fulltrúar Landspítalans funduðu nú klukkan 13 og var meðal annars til umræðu hvort hægt væri að taka sýni og greina nokkur saman í stað þess að greina eitt í einu. Þórólfur sagði slíkt hafa gengið ágætlega í Þýskalandi en væri þó síðri kostur en sú útfærsla sem hefur verið notast við hér á landi til þessa. Með því væri þó hægt að spara mikla vinnu og efniskostnað. Þá kemur einnig til greina að takmarka farþegafjölda hingað til lands, en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði það hafa legið fyrir að á einhverjum tíma myndi greiningargeta og farþegafjöldi ekki fara saman. Sóttvarnalæknir hefði óskað eftir því við Isavia að fjöldi farþega yrði takmarkaður á ákveðnum tíma. Nú þegar væri takmörkun til staðar út frá afkastagetu við skimun svo frekari takmarkanir væru ekki útilokaðar. Þórólfur sagði að það hefði áður verið í skoðun hvort hægt væri að styðjast við vottorð erlendis frá. Það kæmi til greina að taka slíkt upp og gera þá strangar kröfur um vottorð. Allt færi þetta eftir því hversu mörgum sýnum Landspítalinn gæti tekið við. Ef fleiri smit kæmu upp væri það á endanum þó pólitísk ákvörðun hvort nauðsynlegt sé að stíga skref aftur. Þórólfur telur þó ekki ástæðu til þess að hætta að skima á flugvellinum. Með skimun yrði til dýrmæt þekking sem hjálpaði stjórnvöldum að ákveða næstu skref.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17 Þórólfur: Eigum ekki von á hinum nýju og afkastameiri tækjum fyrr en í október Sóttvarnalæknir mætti á fund forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu í hádeginu til að ræða nýtt fyrirkomulag varðandi skimun á landamærum eftir að Íslensk erfðagreining grendi frá því í gær að skimun hjá þeim yrði hætt innan fárra daga. 7. júlí 2020 13:10 Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag. 7. júlí 2020 14:17
Þórólfur: Eigum ekki von á hinum nýju og afkastameiri tækjum fyrr en í október Sóttvarnalæknir mætti á fund forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu í hádeginu til að ræða nýtt fyrirkomulag varðandi skimun á landamærum eftir að Íslensk erfðagreining grendi frá því í gær að skimun hjá þeim yrði hætt innan fárra daga. 7. júlí 2020 13:10
Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00