Stálu bíl og þóttust vera í fjöruferð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2020 16:48 Lögreglan á Vestfjörðum hefur átt annasama viku. Vísir/Vilhelm Undanfarin vika hefur verið annasöm hjá lögreglunni á Vestfjörðum en síðastliðinn mánudag aðstoðaði lögreglan við leit að fólki sem var í botni Veiðileysufjarðar á leið til Hornvíkur. Neyðarskilaboð bárust um að tveir aðilar væru týndir í þoku en hefðu tjald og mat til eins dags. Síðar var tilkynnt að landvörður hefði komið til móts við fólkið og aðstoðað það við að komast heilu og höldnu til Hornvíkur. Síðar sama dag tilkynnti ökumaður að hjólhýsi hans hefði fokið á hliðina á Gilsfjarðarbrú og lokaði í kjölfarið umferð um brúna. Engin slys urðu á fólki en kalla þurfti kranabíl til við að opna aftur fyrir umferð. Þá kviknaði í sófa í heimahúsi á Ísafirði sama kvöld og var eldurinn farinn að læsa sig í klæðningu hússins. Nágranni var fljótur að bregðast við og var byrjaður að slökkva eldinn með handslökkvitæki þegar lögreglu bar að garði sem tók við slökkvistarfi. Talið er að sígarettuglóð hafi kveikt eldinn. Þá var tilkynnt um slasaðan göngumann á Sellátranesi í Vesturbyggð á föstudag. Eldri kona hafði snúið sig á ökkla og talið er að hún gæti hafa brotnað. Björgunarsveitir og sjúkralið komu henni til aðstoðar. Aðfaranótt laugardags missti ökumaður stjórn á bifreið við Látur í Ísafjarðardjúpi. Bifreiðin rann út af veginum en enginn slasaðist þó að alvarlegt tjón hafi orðið á bifreiðinni. Aðfaranótt sunnudags var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út þar sem óttast var um afdrif göngumanns við Rekavík, sem var á leið úr Hornvík til Hlöðuvíkur. Tveir lögreglumenn fóru með þyrlunni til að leita að göngumanninum og fannst maðurinn heill á húfi í Hlöðuvík. Þá varð bílvelta í gær við ánna Pennu í Vatnsfirði og hafnaði bifreiðin á hvolfi. Ökumaðurinn, karlmaður á áttræðisaldri, var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en hann var með áverka á baki og mjöðm. Tveir menn voru handteknir í gærmorgun vegna gruns um stuld á bifreið og ölvunarakstur á Tálknafjarðarvegi. Þeir höfðu tekið bifreið í eigu félaga þeirra án leyfis og ekið henni burt. Þegar þeir komu auga á lögregluna stöðvuðu þeir bílinn og reyndu að hlaupa í burtu en þegar lögregla náði tali af þeim sögðust þeir hafa verið í fjöruferð. Lögreglustjóra barst þá kæra frá Umhverfisstofnun vegna utanvegaaksturs á Dynjandisheiði og er málið nú í sektarferli. Lögreglumál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Undanfarin vika hefur verið annasöm hjá lögreglunni á Vestfjörðum en síðastliðinn mánudag aðstoðaði lögreglan við leit að fólki sem var í botni Veiðileysufjarðar á leið til Hornvíkur. Neyðarskilaboð bárust um að tveir aðilar væru týndir í þoku en hefðu tjald og mat til eins dags. Síðar var tilkynnt að landvörður hefði komið til móts við fólkið og aðstoðað það við að komast heilu og höldnu til Hornvíkur. Síðar sama dag tilkynnti ökumaður að hjólhýsi hans hefði fokið á hliðina á Gilsfjarðarbrú og lokaði í kjölfarið umferð um brúna. Engin slys urðu á fólki en kalla þurfti kranabíl til við að opna aftur fyrir umferð. Þá kviknaði í sófa í heimahúsi á Ísafirði sama kvöld og var eldurinn farinn að læsa sig í klæðningu hússins. Nágranni var fljótur að bregðast við og var byrjaður að slökkva eldinn með handslökkvitæki þegar lögreglu bar að garði sem tók við slökkvistarfi. Talið er að sígarettuglóð hafi kveikt eldinn. Þá var tilkynnt um slasaðan göngumann á Sellátranesi í Vesturbyggð á föstudag. Eldri kona hafði snúið sig á ökkla og talið er að hún gæti hafa brotnað. Björgunarsveitir og sjúkralið komu henni til aðstoðar. Aðfaranótt laugardags missti ökumaður stjórn á bifreið við Látur í Ísafjarðardjúpi. Bifreiðin rann út af veginum en enginn slasaðist þó að alvarlegt tjón hafi orðið á bifreiðinni. Aðfaranótt sunnudags var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út þar sem óttast var um afdrif göngumanns við Rekavík, sem var á leið úr Hornvík til Hlöðuvíkur. Tveir lögreglumenn fóru með þyrlunni til að leita að göngumanninum og fannst maðurinn heill á húfi í Hlöðuvík. Þá varð bílvelta í gær við ánna Pennu í Vatnsfirði og hafnaði bifreiðin á hvolfi. Ökumaðurinn, karlmaður á áttræðisaldri, var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en hann var með áverka á baki og mjöðm. Tveir menn voru handteknir í gærmorgun vegna gruns um stuld á bifreið og ölvunarakstur á Tálknafjarðarvegi. Þeir höfðu tekið bifreið í eigu félaga þeirra án leyfis og ekið henni burt. Þegar þeir komu auga á lögregluna stöðvuðu þeir bílinn og reyndu að hlaupa í burtu en þegar lögregla náði tali af þeim sögðust þeir hafa verið í fjöruferð. Lögreglustjóra barst þá kæra frá Umhverfisstofnun vegna utanvegaaksturs á Dynjandisheiði og er málið nú í sektarferli.
Lögreglumál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira