Hinsta kveðjan dýrari eftir lagabreytingu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2020 18:45 Útfarakostnaður sem aðstandendur látinna þurfa að bera eykst með nýjum lögum sem samþykkt voru í vikunni. Formaður lífsskoðunarfélags gagnrýnir samráðsleysi og skamman fyrirvara, auk þess sem lögin geri stöðu annarra trúfélaga enn verri gagnvart þjóðkirkjunni. Meðal þeirra rúmlega 30 mála sem samþykkt voru á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí voru breytingar á lögum um þjóðkirkjuna. Með þeim var efndur viðbótarsamningur við kirkjuna til 15 ára, hvers ætlun er að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar eins og það er orðað í viljayfirlýsingu um samninginn milli stjórnvalda og kirkjunnar. Meðal ákvæða nýju laganna er að kirkjugarðar hætti að greiða fyrir prestþjónustu við útfarir, jafnt við kistulagningar og jarðsetningu duftkers eða kistu. Kirkjugarðsstjórn hefur borið þennan kostnað frá 1993 án þess að fá til þess sérstakt fjármagn og hefur þetta því verið fjárhagslega íþyngjandi fyrir kirkjugarðana, eins og fréttastofan fjallaði t.a.m. um í lok síðasta árs. Kostnaður hækki um tugi þúsunda Með lagabreytingunni munu aðstandendur nú bera þann kostnað. „Það snertir ekki bara þjóðkirkjuna, það snertir öll önnur lífsskoðunar- og trúfélög á Íslandi og býr til ójafnræði eftir trúarskoðunum fólks," segir Inga Straumland, formaður Siðmenntar. „Okkur hefur fundist í rauninni fallegt að ríkið styðji við fólk þegar það er að kveðja látinn ástvin. Það er mannlegt og fallegt að leyfa öllum að kveðja með reisn.“ Hún segir í tilfelli hennar félags hafi niðurgreiðslan numið helmingi kostnaðar, eða 35 þúsund krónum. „Niðurgreiðsla ríkisins hefur verið eftir gjaldskrá þjóðkirkjunnar og þetta hafa verið um 35 þúsund krónur fyrir útför með kistulagningu. Við höfum fengið þær greiðslur og verðlagt okkar útfarir á um 70 þúsund krónur þannig að þetta hefur komið til móts við helminginn," segir Inga. „Félagsmenn sem þurftu að borga 35 þúsund krónur áður, til móts við þetta framlag, þurfa nú hins vegar að standa straum af öllum kostnaðinum. Það auðvitað hefur áhrif á stöðu okkar félags.“ Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar.Vísir/sigurjón Eins og unglingur sem þrífur ekki herbergið Fyrir vikið sé þjóðkirkjan í betri stöðu. „Því hún er með fólk á sínum snærum sem er á fullum mánaðarlaunum, hverra upptök eru í ríkissjóði. Við getum ekki keppt við það þannig að við verðum að rukka meira fyrir okkar þjónustu. Það finnst okkur sanngjarnt," segir Inga. Samráð og fyrirvari við lagasetinguna hafi jafnframt verið af skornum skammti. Siðmennt hafi gert miklar athugasemdir við allt ferlið. „Lögin taka gildi um leið og þetta er samþykkt þarna um miðja nótt á Alþingi. Fólk sem bókaði sér athöfn fyrir viku síðan eiga því ekki rétt á þessum greiðslum þegar kemur að útförinni. Þannig að þetta hefði mátt vera gert með meiri fyrirvara og meiri tillitssemi gagnvart öllum," segir Inga. Umræddur viðbótarsamningur hafi verið samþykktur síðastliðið haust án þinglegrar meðferðar eða aðkomu almennings. Samningurinn skuldbindi ríkið til að styðja þjóðkirkjuna til 15 ára og verið sé að létta skyldum af herðum kirkjunnar án þess að draga úr fjárframlögum á móti. „Þetta er eins og ef unglingur fái ennþá vasapeninga þó að hann þurfi ekki lengur að taka til í herberginu sínu, þannig að okkur þykir þetta undarlegt,“ segir Inga. Trúmál Stjórnsýsla Alþingi Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Sjá meira
Útfarakostnaður sem aðstandendur látinna þurfa að bera eykst með nýjum lögum sem samþykkt voru í vikunni. Formaður lífsskoðunarfélags gagnrýnir samráðsleysi og skamman fyrirvara, auk þess sem lögin geri stöðu annarra trúfélaga enn verri gagnvart þjóðkirkjunni. Meðal þeirra rúmlega 30 mála sem samþykkt voru á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí voru breytingar á lögum um þjóðkirkjuna. Með þeim var efndur viðbótarsamningur við kirkjuna til 15 ára, hvers ætlun er að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar eins og það er orðað í viljayfirlýsingu um samninginn milli stjórnvalda og kirkjunnar. Meðal ákvæða nýju laganna er að kirkjugarðar hætti að greiða fyrir prestþjónustu við útfarir, jafnt við kistulagningar og jarðsetningu duftkers eða kistu. Kirkjugarðsstjórn hefur borið þennan kostnað frá 1993 án þess að fá til þess sérstakt fjármagn og hefur þetta því verið fjárhagslega íþyngjandi fyrir kirkjugarðana, eins og fréttastofan fjallaði t.a.m. um í lok síðasta árs. Kostnaður hækki um tugi þúsunda Með lagabreytingunni munu aðstandendur nú bera þann kostnað. „Það snertir ekki bara þjóðkirkjuna, það snertir öll önnur lífsskoðunar- og trúfélög á Íslandi og býr til ójafnræði eftir trúarskoðunum fólks," segir Inga Straumland, formaður Siðmenntar. „Okkur hefur fundist í rauninni fallegt að ríkið styðji við fólk þegar það er að kveðja látinn ástvin. Það er mannlegt og fallegt að leyfa öllum að kveðja með reisn.“ Hún segir í tilfelli hennar félags hafi niðurgreiðslan numið helmingi kostnaðar, eða 35 þúsund krónum. „Niðurgreiðsla ríkisins hefur verið eftir gjaldskrá þjóðkirkjunnar og þetta hafa verið um 35 þúsund krónur fyrir útför með kistulagningu. Við höfum fengið þær greiðslur og verðlagt okkar útfarir á um 70 þúsund krónur þannig að þetta hefur komið til móts við helminginn," segir Inga. „Félagsmenn sem þurftu að borga 35 þúsund krónur áður, til móts við þetta framlag, þurfa nú hins vegar að standa straum af öllum kostnaðinum. Það auðvitað hefur áhrif á stöðu okkar félags.“ Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar.Vísir/sigurjón Eins og unglingur sem þrífur ekki herbergið Fyrir vikið sé þjóðkirkjan í betri stöðu. „Því hún er með fólk á sínum snærum sem er á fullum mánaðarlaunum, hverra upptök eru í ríkissjóði. Við getum ekki keppt við það þannig að við verðum að rukka meira fyrir okkar þjónustu. Það finnst okkur sanngjarnt," segir Inga. Samráð og fyrirvari við lagasetinguna hafi jafnframt verið af skornum skammti. Siðmennt hafi gert miklar athugasemdir við allt ferlið. „Lögin taka gildi um leið og þetta er samþykkt þarna um miðja nótt á Alþingi. Fólk sem bókaði sér athöfn fyrir viku síðan eiga því ekki rétt á þessum greiðslum þegar kemur að útförinni. Þannig að þetta hefði mátt vera gert með meiri fyrirvara og meiri tillitssemi gagnvart öllum," segir Inga. Umræddur viðbótarsamningur hafi verið samþykktur síðastliðið haust án þinglegrar meðferðar eða aðkomu almennings. Samningurinn skuldbindi ríkið til að styðja þjóðkirkjuna til 15 ára og verið sé að létta skyldum af herðum kirkjunnar án þess að draga úr fjárframlögum á móti. „Þetta er eins og ef unglingur fái ennþá vasapeninga þó að hann þurfi ekki lengur að taka til í herberginu sínu, þannig að okkur þykir þetta undarlegt,“ segir Inga.
Trúmál Stjórnsýsla Alþingi Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Sjá meira