Vinkona Maxwell segir að Ghislaine muni ekkert gefa upp um Andrés Andri Eysteinsson skrifar 4. júlí 2020 14:15 Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein. Getty/Jared Siskin Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. Maxwell var á dögunum handtekin í New Hamsphire í Bandaríkjunum sökuð um aðild að brotum Jeffrey Epstein sem sakaður var um að misnota og selja fjölga stúlkna mansali. Maxwell hefur alltaf neitað aðild eða þekkingu um brot Epstein. Konurnar sem hafa sakað Epstein um brotin hafa þó sagst hafa kynnst honum í gegnum Maxwell. Ein kvennanna, Virginia Guiffre, sakar Maxwell um að hafa boðið henni, fimmtán ára gamalli, vinnu við að nudda Epstein. Andrés Bretaprins, sem var vinur auðkýfingsins bandaríska hefur verið sakaður um aðild að brotunum en hann hefur neitað að aðstoða bandarísku alríkislögregluna við rannsókn málsins. Í viðtali við Today á BBC Radio 4 í dag sagði Laura Goldman, vinkona Maxwell að Ghislaine „þyrfti að semja við yfirvöld“ til þess að fá vægari refsingu. Spurð út í mál prinsins sagði Goldman að hún teldi að Maxwell myndi ekkert segja um tengsl hans við Epstein. „Hún hefur alltaf sagt mér að hún myndi aldrei nokkurn tímann segja nokkuð um hann. Henni finnst hann vera vinur sinn og hún myndi aldrei nokkurn tímann segja neitt. Hún fann fyrir því á tíunda áratugnum þegar faðir hennar dó að Andrés var til staðar fyrir hana, á margan hátt,“ sagði Goldman við BBC. Goldman sem kynntist Maxwell á tíunda áratugnum og viðurkenndi að hafa mætt í partí hjá Epstein sagðist einnig telja að Epstein hafi stjórnað Maxwell. „Það réttlætir ekki það sem hún gerði. Ég held að hún hafi talið að ef hún hjálpaði honum þá myndi hann giftast henni. Hún trúði því að einn daginn yrði hún eiginkona hans,“ sagði Maxwell sem sagðist aldrei hafa orðið vitni að brotum Epstein gegn ungum stúlkum. Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45 Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. 2. júlí 2020 21:02 Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. Maxwell var á dögunum handtekin í New Hamsphire í Bandaríkjunum sökuð um aðild að brotum Jeffrey Epstein sem sakaður var um að misnota og selja fjölga stúlkna mansali. Maxwell hefur alltaf neitað aðild eða þekkingu um brot Epstein. Konurnar sem hafa sakað Epstein um brotin hafa þó sagst hafa kynnst honum í gegnum Maxwell. Ein kvennanna, Virginia Guiffre, sakar Maxwell um að hafa boðið henni, fimmtán ára gamalli, vinnu við að nudda Epstein. Andrés Bretaprins, sem var vinur auðkýfingsins bandaríska hefur verið sakaður um aðild að brotunum en hann hefur neitað að aðstoða bandarísku alríkislögregluna við rannsókn málsins. Í viðtali við Today á BBC Radio 4 í dag sagði Laura Goldman, vinkona Maxwell að Ghislaine „þyrfti að semja við yfirvöld“ til þess að fá vægari refsingu. Spurð út í mál prinsins sagði Goldman að hún teldi að Maxwell myndi ekkert segja um tengsl hans við Epstein. „Hún hefur alltaf sagt mér að hún myndi aldrei nokkurn tímann segja nokkuð um hann. Henni finnst hann vera vinur sinn og hún myndi aldrei nokkurn tímann segja neitt. Hún fann fyrir því á tíunda áratugnum þegar faðir hennar dó að Andrés var til staðar fyrir hana, á margan hátt,“ sagði Goldman við BBC. Goldman sem kynntist Maxwell á tíunda áratugnum og viðurkenndi að hafa mætt í partí hjá Epstein sagðist einnig telja að Epstein hafi stjórnað Maxwell. „Það réttlætir ekki það sem hún gerði. Ég held að hún hafi talið að ef hún hjálpaði honum þá myndi hann giftast henni. Hún trúði því að einn daginn yrði hún eiginkona hans,“ sagði Maxwell sem sagðist aldrei hafa orðið vitni að brotum Epstein gegn ungum stúlkum.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45 Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. 2. júlí 2020 21:02 Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45
Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. 2. júlí 2020 21:02
Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55