Hanna tunglhíbýli í Hallmundarhrauni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2020 18:35 Hér má sjá hluta teymisins með fána Geimferðastofnunar Evrópu. Vísir/Sigurjón Vísindamenn á vegum Evrópsku geimvísindastofnunarinnar hafa unnið að uppbyggingu og hönnun tunglhíbýlis í Stefánshelli í Hallmundarhrauni í vikunni. Markmiðið er að hanna tímabundinn dvalarstað fyrir tunglfara. „Við erum að setja saman tunglhíbýli, eða ígildi þess, inni í hraunhelli hér á Íslandi. Þetta opnar á nýja rannsóknarmöguleika þar sem við fáum að starfa í ósnortnu umhverfi, rétt eins og á tunglinu. Þetta er eins konar undirbúningur áður en farið er til tunglsins eða Mars,“ segir Marc Heemskerk, einn vísindamannanna. Verkefnið nefnist EuroMoonMars CHILL-ICE og er unnið í samstarfi við Geimvísinda- og tækniskrifstofuna og Iceland Space Agency. Hópurinn kemur aftur til landsins á næsta ári en þá stendur meðal annars til að láta tvo geimfara setja híbýlið saman í geimbúningunum. Að sögn Charlotte Pouwels hefur einnig verið leitað til Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík: „Þeir ætla að senda nemendur til þátttöku. Vera til dæmis með námskeið eða verkefni sem við sjáum um að hanna.“ Teymið leitar nú einnig til íslenskra listamanna vegna verkefnis sem kallast MoonGallery. Að sögn Pouwels eru tuttugu og sjö pláss laus eins og stendur. „Þetta gallerí er agnarsmátt. Um tíu sinnum tíu sentímetrar og inni í því eru hundrað afmarkaðir fersentímetrar. Þarna gætirðu verið með þitt eigið listaverk og það verður komið til tunglsins í síðasta lagi 2022. Þannig geta listamenn og almenningur í raun sent hluta af sér til tunglsins,“ segir Heemskerk. Geimurinn Borgarbyggð Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Vísindamenn á vegum Evrópsku geimvísindastofnunarinnar hafa unnið að uppbyggingu og hönnun tunglhíbýlis í Stefánshelli í Hallmundarhrauni í vikunni. Markmiðið er að hanna tímabundinn dvalarstað fyrir tunglfara. „Við erum að setja saman tunglhíbýli, eða ígildi þess, inni í hraunhelli hér á Íslandi. Þetta opnar á nýja rannsóknarmöguleika þar sem við fáum að starfa í ósnortnu umhverfi, rétt eins og á tunglinu. Þetta er eins konar undirbúningur áður en farið er til tunglsins eða Mars,“ segir Marc Heemskerk, einn vísindamannanna. Verkefnið nefnist EuroMoonMars CHILL-ICE og er unnið í samstarfi við Geimvísinda- og tækniskrifstofuna og Iceland Space Agency. Hópurinn kemur aftur til landsins á næsta ári en þá stendur meðal annars til að láta tvo geimfara setja híbýlið saman í geimbúningunum. Að sögn Charlotte Pouwels hefur einnig verið leitað til Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík: „Þeir ætla að senda nemendur til þátttöku. Vera til dæmis með námskeið eða verkefni sem við sjáum um að hanna.“ Teymið leitar nú einnig til íslenskra listamanna vegna verkefnis sem kallast MoonGallery. Að sögn Pouwels eru tuttugu og sjö pláss laus eins og stendur. „Þetta gallerí er agnarsmátt. Um tíu sinnum tíu sentímetrar og inni í því eru hundrað afmarkaðir fersentímetrar. Þarna gætirðu verið með þitt eigið listaverk og það verður komið til tunglsins í síðasta lagi 2022. Þannig geta listamenn og almenningur í raun sent hluta af sér til tunglsins,“ segir Heemskerk.
Geimurinn Borgarbyggð Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira