Óttast að missa vinnuna leiti þau réttar síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 12:12 Ferðamenn á Þingvöllum en út er komin skýrsla um stöðu útlenskra starfsmanna í íslenskri ferðaþjónustu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Dæmi eru um að útlendingar sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu veigri sér við að leita réttar síns, vegna hræðslu við að verða sagt upp störfum. Það kunni að skýrast af vantrausti í garð stéttarfélaga í heimalöndum þeirra. Þetta vantraust leiði m.a. til ótta erlends starfsfólks við að nýta sér aðstoð stéttarfélaga, þó að þau viti að ekki sé allt með felldu varðandi mál eins og vinnutíma og laun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsóknarskýrslu um stöðu útlendinga sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu. Meðal niðurstaðna hennar er að ýmissa úrbóta sé þörf til að tryggja að ekki sé brotið á réttindum erlends starfsfólk. Flest réttindabrot séu tilkomin vegna þekkingar- eða tímaleysis yfirmanna að mati skýrsluhöfunda en þó séu til íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem brjóti markvisst og reglulega á réttindum starfsfólks. Rúmenar vanmáttugir Greining á uppruna erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sýnir að flestir koma frá austurhluta Evrópu, ekki síst Póllandi. Pólverjar eru taldir í nokkuð sterkri stöðu þegar kemur að upplýsingum um réttindamál sín enda er í dag víða hægt að nálgast slík gögn á pólsku og ensku. Þessu sé hins vegar ekki eins farið með þá starfsmenn sem skilja illa tungumálin tvö. „Var sérstaklega talað um Rúmena sem vanmáttugan hóp vegna m.a. vegna skorts á upplýsingum á tungumáli sem þeir skilja. Voru viðraðar áhyggjur um að þeir gætu verið í viðkvæmari stöðu varðandi brot á kjarasamningum vegna bæði tungumála örðugleika og takmarkaðs tengslanets á Íslandi,“ eins og það er orðað í skýrslunni. Að mati skýrsluhöfunda leiðir þetta hugann að því „hverjir í íslensku samfélagi bera ábyrgð á upplýsingagjöf til erlends starfsfólks, bæði varðandi vinnutengd réttindi og um réttindi og skyldur almennt í samfélaginu.“ Gista á vinnustaðnum Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar er að misjafnt virðist vera hversu vel er staðið að búsetu starfsmanna. Algengt sé að vinna og vistarverur erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sé samtengt. Mikil þörf sé á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls í íslenskri ferðaþjónustu og styrkja þar með vinnustaðaeftirlit stéttarfélaga um land allt. Einnig sé nauðsynlegt að fræða betur þá sem hefja ferðaþjónustu rekstur og ráða fólk í vinnu. Höfundar skýrslunnar eru Magnfríður Júlíusdóttir lektor í mannvistarlandfræði hjá Háskóla Íslands og Íris H. Halldórsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála. Þær tóku viðtöl við starfsfólk stéttarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins og einnig við erlent starfsfólk í ferðaþjónustu víða um landið. Einnig var unnið með sérútkeyrslu gagna frá Hagstofu Íslands, til að kortleggja nánar erlendra ríkisborgara í ferðaþjónustustörfum hér á landi. Skýrslu þeirra má nálgast í heild hér. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Dæmi eru um að útlendingar sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu veigri sér við að leita réttar síns, vegna hræðslu við að verða sagt upp störfum. Það kunni að skýrast af vantrausti í garð stéttarfélaga í heimalöndum þeirra. Þetta vantraust leiði m.a. til ótta erlends starfsfólks við að nýta sér aðstoð stéttarfélaga, þó að þau viti að ekki sé allt með felldu varðandi mál eins og vinnutíma og laun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsóknarskýrslu um stöðu útlendinga sem starfa í íslenskri ferðaþjónustu. Meðal niðurstaðna hennar er að ýmissa úrbóta sé þörf til að tryggja að ekki sé brotið á réttindum erlends starfsfólk. Flest réttindabrot séu tilkomin vegna þekkingar- eða tímaleysis yfirmanna að mati skýrsluhöfunda en þó séu til íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem brjóti markvisst og reglulega á réttindum starfsfólks. Rúmenar vanmáttugir Greining á uppruna erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sýnir að flestir koma frá austurhluta Evrópu, ekki síst Póllandi. Pólverjar eru taldir í nokkuð sterkri stöðu þegar kemur að upplýsingum um réttindamál sín enda er í dag víða hægt að nálgast slík gögn á pólsku og ensku. Þessu sé hins vegar ekki eins farið með þá starfsmenn sem skilja illa tungumálin tvö. „Var sérstaklega talað um Rúmena sem vanmáttugan hóp vegna m.a. vegna skorts á upplýsingum á tungumáli sem þeir skilja. Voru viðraðar áhyggjur um að þeir gætu verið í viðkvæmari stöðu varðandi brot á kjarasamningum vegna bæði tungumála örðugleika og takmarkaðs tengslanets á Íslandi,“ eins og það er orðað í skýrslunni. Að mati skýrsluhöfunda leiðir þetta hugann að því „hverjir í íslensku samfélagi bera ábyrgð á upplýsingagjöf til erlends starfsfólks, bæði varðandi vinnutengd réttindi og um réttindi og skyldur almennt í samfélaginu.“ Gista á vinnustaðnum Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar er að misjafnt virðist vera hversu vel er staðið að búsetu starfsmanna. Algengt sé að vinna og vistarverur erlends starfsfólks í ferðaþjónustu sé samtengt. Mikil þörf sé á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls í íslenskri ferðaþjónustu og styrkja þar með vinnustaðaeftirlit stéttarfélaga um land allt. Einnig sé nauðsynlegt að fræða betur þá sem hefja ferðaþjónustu rekstur og ráða fólk í vinnu. Höfundar skýrslunnar eru Magnfríður Júlíusdóttir lektor í mannvistarlandfræði hjá Háskóla Íslands og Íris H. Halldórsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála. Þær tóku viðtöl við starfsfólk stéttarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins og einnig við erlent starfsfólk í ferðaþjónustu víða um landið. Einnig var unnið með sérútkeyrslu gagna frá Hagstofu Íslands, til að kortleggja nánar erlendra ríkisborgara í ferðaþjónustustörfum hér á landi. Skýrslu þeirra má nálgast í heild hér.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira