Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 10:24 Mynd af Khashoggi fyrir utan ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þar sem hann var myrtur. Vísir/EPA Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. Khashoggi, sem var sádi-arabískur blaðamaður, var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Hann hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið á honum. Tyrknesku saksóknararnir saka Ahmed al-Asiri, fyrrverandi varaforstjóra sádi-arabísku leyniþjónustunnar, og Saud al-Qahtani, fjölmiðlaráðgjafa konungsfjölskyldunnar um að hafa stýrt aðgerðinni gegn Khashoggi og gefið morðingjum hans skipanir. Hinir sakborningarnir átján eru sakaðir um að hafa kæft Khashoggi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lík Khashoggi er talið hafa verið bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Sádi-arabísk stjórnvöld neituðu því lengi vel að vita nokkuð um hvarf hans en neyddust á endanum til að viðurkenna að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Réttuðu þau yfir hópi manna sem þau fullyrða að hafi ekki haft blessun sína til þess að myrða Khashoggi. Fimm manns voru dæmdir til dauða og þrír í fangelsi í réttarhöldunum í Sádi-Arabíu. Leynd ríkti yfir réttarhöldunum og sakborningarnir hafa ekki verið nafngreindir. Agnes Callamard, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna sem hefur rannsakað dauða Khashoggi, hefur sagt hann fórnarlamb vísvitandi og yfirlagðrar aftöku sem sádi-arabíska ríkið beri ábyrgð á. Callamard er á meðal þeirra sem fylgjast með réttarhöldunum í Tyrklandi. Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, situr einnig á áheyrendabekk. Khashoggi var á ræðisskrifstofunni í Istanbúl til að verða sér úti um gögn fyrir brúðkaup þeirra þegar hann var myrtur. Tyrkland Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. Khashoggi, sem var sádi-arabískur blaðamaður, var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Hann hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið á honum. Tyrknesku saksóknararnir saka Ahmed al-Asiri, fyrrverandi varaforstjóra sádi-arabísku leyniþjónustunnar, og Saud al-Qahtani, fjölmiðlaráðgjafa konungsfjölskyldunnar um að hafa stýrt aðgerðinni gegn Khashoggi og gefið morðingjum hans skipanir. Hinir sakborningarnir átján eru sakaðir um að hafa kæft Khashoggi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lík Khashoggi er talið hafa verið bútað niður á skrifstofunni en líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Sádi-arabísk stjórnvöld neituðu því lengi vel að vita nokkuð um hvarf hans en neyddust á endanum til að viðurkenna að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Réttuðu þau yfir hópi manna sem þau fullyrða að hafi ekki haft blessun sína til þess að myrða Khashoggi. Fimm manns voru dæmdir til dauða og þrír í fangelsi í réttarhöldunum í Sádi-Arabíu. Leynd ríkti yfir réttarhöldunum og sakborningarnir hafa ekki verið nafngreindir. Agnes Callamard, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna sem hefur rannsakað dauða Khashoggi, hefur sagt hann fórnarlamb vísvitandi og yfirlagðrar aftöku sem sádi-arabíska ríkið beri ábyrgð á. Callamard er á meðal þeirra sem fylgjast með réttarhöldunum í Tyrklandi. Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, situr einnig á áheyrendabekk. Khashoggi var á ræðisskrifstofunni í Istanbúl til að verða sér úti um gögn fyrir brúðkaup þeirra þegar hann var myrtur.
Tyrkland Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42