Áunnin andúð á á-orðinu Baldur Thorlacius skrifar 3. júlí 2020 09:00 Haustið 2008 bættist nýtt orð á lista bannorða á íslenskum fjármálamarkaði. Orð sem þótti frá og með þeim tíma svo hræðilegt og dónalegt að það mátti varla segja það upphátt. Orð sem varð að hálfgerðum Voldemort fjármálageirans. Orðið er áhætta. Þessi áunna andúð á áhættu var mjög skiljanleg. Hér varð hrun. Við þurftum að ná áttum og greina hvað fór úrskeiðis áður en markaðurinn gat farið að íhuga eitthvað sem fæli í sér áhættu. Það er aftur á móti áhyggjuefni að viðhorf margra til áhættu virðist vera nánast óbreytt í dag, 12 árum síðar. Á-orðið hefur náð að festast í sessi sem bannorð. Í þessu samhengi er afar mikilvægt að gera greinarmun á meðvitaðri og ómeðvitaðri áhættu. Vissulega var mikið um áhættusækni á árunum fram að hruni, en það er ekki svo að hrunið megi rekja til of mikilla fjárfestinga í nýsköpun eða öðrum rekstri sem er í eðli sínu áhættusamur. Þvert á móti var lagt mikið kapp á fjárfestingar sem voru sagðar nokkuð traustar. Sökum villandi og jafnvel rangrar framsetningar upplýsinga reyndist áhættan aftur á móti talsvert meiri en flestir höfðu áttað sig á. Eftir hrun hefur hér byggst upp öflugur markaður með skuldabréf og almenningshlutafélög sem eiga það flest sameiginlegt að vera í nokkuð stöðugum rekstri. En í flóruna vantar fleiri nýsköpunarfyrirtæki og fleiri fyrirtæki sem eru að reyna að hasla sér völl. Fyrirtæki sem bjóða fjárfestum með sér í ákveðna vegferð. Leggja spilin á borðið, greina frá því hvað þau hyggjast gera og hver áhættan er. Ef vel tekst til gætu fjárfestar fengi mjög góða ávöxtun. Ef ekki gætu þeir jafnvel tapað öllu. Í stuttu máli: Meiri meðvitaða áhættu. Fjárfestar eiga ekki að gefa neinn afslátt af kröfum um upplýsingagjöf, gagnsæi, góða stjórnarhætti, verkferla, ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum og annað sem eflir og styrkir ákvarðanatöku þeirra. En þeir eiga að vera opnir fyrir því að taka meðvitaða og vel ígrundaða áhættu. Seðlabankastjóri hafði nýlega orð á því að hann vonaðist til að lægri vextir myndu „örva hlutabréfamarkaðinn og auðvelda fyrirtækjum að sækja sér það áhættufjármagn sem við sannarlega þurfum á að halda til að skapa ný störf og aukna verðmætasköpun í hagkerfinu”. Það má vel taka undir þau orð. Það er alveg ótrúlega mikilvægt að þetta takist vel og við náum kröftugri viðspyrnu með því að byggja hér upp fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Til þess þarf að byrja á því að koma á-orðinu af bannorðalistanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2008 bættist nýtt orð á lista bannorða á íslenskum fjármálamarkaði. Orð sem þótti frá og með þeim tíma svo hræðilegt og dónalegt að það mátti varla segja það upphátt. Orð sem varð að hálfgerðum Voldemort fjármálageirans. Orðið er áhætta. Þessi áunna andúð á áhættu var mjög skiljanleg. Hér varð hrun. Við þurftum að ná áttum og greina hvað fór úrskeiðis áður en markaðurinn gat farið að íhuga eitthvað sem fæli í sér áhættu. Það er aftur á móti áhyggjuefni að viðhorf margra til áhættu virðist vera nánast óbreytt í dag, 12 árum síðar. Á-orðið hefur náð að festast í sessi sem bannorð. Í þessu samhengi er afar mikilvægt að gera greinarmun á meðvitaðri og ómeðvitaðri áhættu. Vissulega var mikið um áhættusækni á árunum fram að hruni, en það er ekki svo að hrunið megi rekja til of mikilla fjárfestinga í nýsköpun eða öðrum rekstri sem er í eðli sínu áhættusamur. Þvert á móti var lagt mikið kapp á fjárfestingar sem voru sagðar nokkuð traustar. Sökum villandi og jafnvel rangrar framsetningar upplýsinga reyndist áhættan aftur á móti talsvert meiri en flestir höfðu áttað sig á. Eftir hrun hefur hér byggst upp öflugur markaður með skuldabréf og almenningshlutafélög sem eiga það flest sameiginlegt að vera í nokkuð stöðugum rekstri. En í flóruna vantar fleiri nýsköpunarfyrirtæki og fleiri fyrirtæki sem eru að reyna að hasla sér völl. Fyrirtæki sem bjóða fjárfestum með sér í ákveðna vegferð. Leggja spilin á borðið, greina frá því hvað þau hyggjast gera og hver áhættan er. Ef vel tekst til gætu fjárfestar fengi mjög góða ávöxtun. Ef ekki gætu þeir jafnvel tapað öllu. Í stuttu máli: Meiri meðvitaða áhættu. Fjárfestar eiga ekki að gefa neinn afslátt af kröfum um upplýsingagjöf, gagnsæi, góða stjórnarhætti, verkferla, ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum og annað sem eflir og styrkir ákvarðanatöku þeirra. En þeir eiga að vera opnir fyrir því að taka meðvitaða og vel ígrundaða áhættu. Seðlabankastjóri hafði nýlega orð á því að hann vonaðist til að lægri vextir myndu „örva hlutabréfamarkaðinn og auðvelda fyrirtækjum að sækja sér það áhættufjármagn sem við sannarlega þurfum á að halda til að skapa ný störf og aukna verðmætasköpun í hagkerfinu”. Það má vel taka undir þau orð. Það er alveg ótrúlega mikilvægt að þetta takist vel og við náum kröftugri viðspyrnu með því að byggja hér upp fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Til þess þarf að byrja á því að koma á-orðinu af bannorðalistanum.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun